Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUBLAÐID 11 JÖhannesar vísa er svo:' Hringhenda, lykluö. Varpa hýði blómin blíð; burtu skríður snærinn. Yfir fríða fjallahlíð flögrar pýði blærinn. Fimta skáldið í röðinni er Jón Pétursson, en engin hans vísa er gallalaus, sem mergur er í. 'essi kemst í námunda við góða vísu: Hringhenda. Heimsins læðist hula grá, nappa' er klæðir veginn. Skýja slæður skyggja á skygnið hæða megin. Er pá komið að ísleifi Gísla- syni. En hann er gamansamastur peirra allra og kveður smellið. Pessi má heita gallalaus. Rýmdi „klókur" vonavöll viður „smókings"-spjara, pegar brókar-blúndu þöll , brosin tók að spara. Næstur Isleifi er Jón S. Berg- mann. Og parf Ækki að leitá í hans vísum til pess að finna á- gæta stöku. Fer víða saman hjá honum bezta mál, óbrjáluð hugs- un, andríki og ágætt rím. Hér er sýnishorn: Yfir lífsins öldusog eftir blindri hending held ég inn á Heljarvog; hann er þrautalending. Hittir jpá lesandinn Dýrólínu Jónsdóttur. Hún kveður svo, peg- ar vel liggur á henni: Hringhenda. Greiða vindar gisin ský; geislar tinda lauga. Bjartar myndir birtast í bláu lindarauga. Pessi vísa er öll hástuðluð og er ein með hinum beztu, pótt á-in í tinda og lauga skelli saman. Nú verður að brjóta regluna frekar en áður. Kristján Sigurðs- son á ekki gallalausa vísu, sem taug er í. Pessi er hin fegursta: Hringhenda. Alt «m kring til ununar árdags syngur harpa; Geislafingur glóeyjar gulli á lyngið varpa. Áherzlan liggur ekki á ar í gló- eyjar, heldur á gló. Einu atkvæði er aukið í síðustu ljóðlínu. En skáldfegurð vísunnar er mikil. Svo erfitt er að kveða galla- lausa vísu, að Andrés Bjarnarson á parna ekki nema einar tvær, alt að því gallalausar: Vinda pengill viti fjær veltir skeiða grúa; hrannar engið ólmur slær upp í breiða múga. Ellefti maðurinn í röðinni er Gísli Ólafsson. Er hann kunnur að leikni nokkurri. Ber pessi vott um hana: , , Hringhenda. Nóttin styður stjórnvöl á. Stutt er friðar skíma. Draums í iðu hníga há hljómbrot liðins tíma. Vantar hér hástuðlun. En visan er eigi að síður gullfögur. Næsti maður er Kolbeinn Högnason. Err pað skaði, hve lítt hann vandar búning um bezta efni. Pessi staka -telst gallalítil.: Hringhenda. Ægir kringum eyjarnar ótal hringi setti; geisla fingur glóeyjar gull á lyngið rétti. Stýra peir hér nokkuð náið, Kolbeinn og Kris'tjáh. . Sér pá loks framan i Puru Árnadóttur. Hún er orðheppin, en hirðir ekki um að kveða lýtalaust. Þessi vísa væri nákvæmlega rétt kveðin, ef orðinu „langt" væri slept. Oti kystust hann og hún; háðskur máninn glotti. Langt fyrir ofan Búrfells-brún Björninn veifði skotti. En ekki er petta hin glæsilega hástuðlun, heldur fallstuðlun. Yngsti maðurinn rekur lestina Hann heitir Hannes Bjarnarson. En hann byrjar svo vel, að fyrsta vísa hans í kyeri pessu er há- stuðluð og nærri gallalaus. Hún er pannig: Geislar bræða gaddinn senn; gróðrar ræður máttur. Lindir flæða; lifnar enn lífsins æðasláttur. Gallinn er sá, að sex err urga saman í einni ljóðlínu, en mein er ekki að öllum. Hafi pessir höfundar allir beztu pakkir fyrir alt pað, sem peir hafa vel kveðið. Undirritaður hlakkar til að sjá Stuðlamál II og vonar, að Kon- ráð vinur sýni ekki nema al- gallalausar vjsur, pví að hann hef- ir brageyra gott og er málvand- ur. Safnanda og jdtgefanda ber að pakka framkvæmdir. En mest gagn vinna peir með pví að safna perlum einum og sýna pær. Hallgrlmur Jónsson. AIÖjðiMSÍð Myndin af Alpýðuhúsinu, sem látin er fylgja pessu blaði til sýn- is almenningi, sýnir framhlið hússins, er snýr að Hverfisgötu. Myndin er gerð eftir uppdrætti Sigurðar húsgerðarmeistara Guð- mundssonar frá Hofdölum og smækkuð af: Ásgeiri Bjarnpórs- syni listmálara. Pétur G, Guð- mundsson bókhaldari hefir gert upplagið af myndinni með fjöl- faldara, sem hægt er að endur- taka með dráttmyndir og alls konar mál á óvenjulega skýran og hreinlegan hátt. Á myndinni geta borgarbúar séð, hver hluti pað er af húsinu, sem \ pegar er byggður. MaQkynsfraeðari T»ntaiilegur f.dag. Þess hefir áður verið getið, að guðspekingar og fleiri vænta rríanhkynsiræðara. Staðið hefir l útlendum ritum, að hans væri von í bag. Sagt er, að hann taki sér bústað í líkama J. Krishnamurtis. Til Langa. Góðu skáldi goðin mældu gullinn arf í lífsins starfi: Æskuprá og faðmlög freyju frelsishvöt á pröngri götu, hagleikssriilli, háa köllun hjartagæði, polinmæði. — Bróðurpel og andans ylur afla vina skjala hlyui. Amicu$. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.