Mímir - 01.11.1986, Page 21

Mímir - 01.11.1986, Page 21
kveikti og heyrði gegnum veðrið að vélin fór að urga einsog maður sem hrýtur á innsoginu. Ein- hvern góðan veðurdag ætla ég að fá mér tölvu, hugsaði ég - samt þykir mér eiginlega soldið vænt um þennan gamla rokk. En ef maður ætlar að sigra Tímann verður maður líklega fyrst að sigrast á Tækninni - eða er það kannski öfugt? Ég hló með sjálfum mér og strauk vélinni einsog barni sem maður hefur dátla samúð með. Og so fór ég að hugsa; geystist útá víðáttur heilans í leit að orði. Orðinu. Regnið barði utan húsið, skvettist frammaf þakinu, lamdist utaní veggina, rann inní hverja glufu, holaði steininn og ég veit ekki hvað. Trommararnir höfðu látið deigan síga nokkur andartök en tóku nú við- bragð og lúbörðu votar húðir sínar af fullkomnu brjálæði; ritvélina mína setti hljóða í öllum þessum hávaða en hugurinn - sá gamli rokkur - lét ekki raska ró sinni í þeirri óbilandi trú að á þessum degi yrðu örlög mannkyns ráðin. Jörðin snérist og þungur skuggi féll á útskerið; ekkert lát var á ofankomunni; vatnið helltist öskrandi yfir landið, vindar hvæstu, eldar loguðu á himnum. Og Sagan var að fæðast í huga mínum. Hún reis og hneig á öldum hugsunarinnar, hún breiddi úr sér milli endimarka Tímans - þaut útúr framtíðinni útá hið takmarkalausa haf... já þangað þaut hún. Hún hafði tekið á sig mynd sem þandist út og varð að ógurlegum rauðum risa en féll so saman í hvítan dverg og fór að hverfast um lítinn þungan kjarna. Á meðan taldi klukkan sekúndur mínútur og klukkutíma, myrkrið þéttist; öskrandi og grenjandi börðust höfuðskepnurnar um. Alltíeinu hætti að rigna; ruslapokinn tómur og ekki lengur svartur þráttfyrir myrkrið - jafnvel ekki lengur ruslapoki; höfin orðin full af vatni. Loftið var mettað óttablandinni kyrrð; megin- öflunum hafði fyrirvaralaust runnið móðurinn, trymblarnir annaðhvort læknast af æði sínu eða drukknað í sjónum því ekkert heyrðist nema urgið í ritvélinni. Og þegar ég slökkti var þögnin algjör. Dagsverki mínu var lokið. Ég var ánægður. Mér hafði tekist ætlunarverk mitt. Mér hafði tekist að stíga uppúr Tímanum - tekist að orða Lífið, tekist að tengja saman Alla Menn. Ó þú blessaði dagur! Ég hafði skapað endalaust verk; Sagan var orðin til! Á hillunni við hliðina á ritvélinni minni lágu 499 skjannahvítar óskrifaðar arkir. Meistara- verkið var á blaðinu fyrir framan mig; áþví stóð: Og 21

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.