Mímir - 01.11.1986, Side 28

Mímir - 01.11.1986, Side 28
Ragnheiður Lárusdóttir: Sól sálar minnar hefur sest við sjónbaug og bíður upprisu ljósfælnar skuggaverur hella svörtu myrkri úr botnlausum köldum keröldum. Hrá dögun blóðugrar nætur veðurspáin hefur enn ekki verið lesin. Þú fórst fimum fingrum um líf mitt og mótaðir það eilífum djúpum förum Þú leikur léttum fingrum á líf mitt Þú þekur þungum fingrum líf mitt Leikur fingur þungur leikur leikur líf mitt um líf þitt. 28

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.