Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 33

Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 33
Hannes Pétursson: Lausar vísur úr ferðalögum 1. í rútubíl á Stóra-Vatnsskarði sumarið 1979, þegar halla tók austur af og sá til Víðimýrarsels, Brekkuhúsa og þar fram eftir götum, varð þetta til: Hér hljóp Stebbi í Seli mýri og mó með magakútinn tóman. Hér var það sem Hjálmar gamli dó. Og hér valt, as you know, leigubíll í býsna góðum róman. 2. Hjá Sveinatungu á norðurleið 1981, þar hafði gengið yfir él fyrir stundu: Hvítnað er nú í mel og mó. Æ! mikið á Drottinn til af snjó. En menn hafa séð það svartara, nú, svo verður landslag allt bjartara! í Miðfirði sama dag, nálægt Melstað. Þá var 1. maí: Þótt Miðfjörðurinn hafi breytt um brag: byggðin öll í tæknialdar-stílnum, þá koma þennan kröfugöngudag Kormáksaugun svörtu móti bílnum. 3' . í Skagafirði 1982: Framar ekkert ég ineð vissu veit og víst mun ævin skamma bráðum liðin, en þegar ég kem í þessa bernskusveit, þekki ég, raunar, gömlu stefnumiðin. 33

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.