Dögun - 29.06.1946, Síða 1

Dögun - 29.06.1946, Síða 1
BÆJARBLAÐ SÓSÍALISTAFÉLAGS AKRANESS í. árg. Akranesi, 29. júni 19k6. 5. tbl. Það er kosið m sjálfstæði íslands og nýsköpun atvinnulífsins Sósíalistaflokkiirinn einn stendur óskiptur gegn afsali íslenzkra landsréttinda og með nýsköpunarstefnunni. Kjósíd því frambjóðanda Sósíalísfaflokkstns — Stefán Ogmundsson, og Iry^gíd kjördæmínu nýsköpunar** fulltrúa á Alþíngí Umræður í útvarpi og blöð- um hafa sannað, að tvenn eru höfuð mál þessara kosninga: sjálfstœðismálið og nýsköpunin. Afstaða flokkanna til þessara mála á því að ráða mestu um atkvæði okkar, kjósendanna. Við skulum draga þá mynd upp í fáum dráttum, óg verður hún raunar skýr og ákveðin: Sjálfsfædísmáltd. Framsóknarflokkurinn. Fyr- verandi formaður og ýmsir valdamenn flokksins berjast opinberlega fyrir afsali landsrétt- inda. Miðstjórn flokksins sam- þykkti í vetur loðna tillögu um sérstakan vináttusamning við Bandaríkin. Fyrirspurn stúdenta um afstöðu þingmanna flokks- ins til málsins svaraði. Bernharð Stefánsson eins og íslendingi sæmdi. Flinir 14 þingmenn flokksins virtu stúdentana ekki svars. Hvers vegna? • Alþýðuflokkurinn. Alþýðu- blaðið þagði alltaf um allar sam- þykktir félaga og funda, gegn af- sali, en birti óhróður um for- vígismenn íslenzka málstaðarins, unz kosningaóttinn varð inn- rætinu yfirsterkari. Öll blöð flokksins voru lokuð fyrir andmælendum herstöðva, og urðu þeir því að hefja útgáfu Frh. á 4. síðu. Hvað tekur vid? Af framboðum Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins er ljóst, að núverandi stjórnarsam- starf er í hættu. Allir muna, hve erfiðlega gekk um myndun þing- stjórnar eftir síðustu kosningar. Enn fleiri minnast þess fagnað- ar, sem gagntók þjóðina, er nú verandi stjórn var mynduð. Öll- um var Ijóst, að þar var afrek unnið, afrek, sem mun geyma hlið við hlið í þjóðarsögunni nöfn pólitískra andstæðinga, sem höfðu vilja, vit og getu til að sameinast á örlagastundu til þjóðarátaka. Frh. á 3. síðu. Við skulum engum ætla vís- vitandi afsal íslands í erlendar hendur, þótt orð og athafnir sumra gefi fyllilega tilefni til. íslenzka þjóðin bar að mestu gæfu til stórfelldustu samstill- ingar um stofnun lýðveldisins 1944. Herstöðvabeiðni Banda- ríkjanna og frestun hennar fram yfir kosningar, ásamt hljómi þjóðhættulegra radda, gerir þó öllum kjósendum skylt að íhuga gang þessa alvarlega máls, áður en gengið er að kjörborði. Hér skal bent á fáein atriði: • Stúdentar tóku eindregna af- stöðu gegn allri hersetu og gáfu út málgagn í landvarnarskyni. Þeir létu ekki stjórnmál skipta sér í þessu máli, enda átti það að vera mál allra eins og lýðveldis- stofnunin. En hvað var og er framkoma flokkanna?

x

Dögun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.