Dögun - 29.06.1946, Qupperneq 2

Dögun - 29.06.1946, Qupperneq 2
2 D Ö G U N Hverjir eru núábyrgðar lausir Framboðsfundur var haldinn í Bíóhöllinni fyrra laugardags- kvöld. Frambjóðendur flokk- anna leiddu þar saman hesta sína, og fór sem vænta mátti, að ekki bar í milli hjá frambjóð- anda Sjálfstæðisflokksins, Pétri Ottesen og Þóri Steinþórssyni, frambjóðanda Framsóknarflokks- ins. Þeir eru báðir fulltrúar stjórnarandstöðunnar, og fá því væntanlega ekki atkvæði þeirra manna, sem vilja framhald ný- sköpunarstefnu stjórnarinnar. • Hitt mun mönnum hafa leik- ið forvitni á að vita, hvorum armi Alþýðuflokksins Baldvin Þ. Kristjánsson fylgdi. Fyrir- spurn Stefáns Ögmundssonar, frambjóðanda Sósíalistaflokks- ins, svaraði B. Þ. K. að ekki kcemi málinu við, hver afstaða hans hefði verið, er stjórnar- samstarfið var samþykkt með 11 gegn 10 atkv. í miðstjórn Al- þýðuflokksins, en á hinu vœri honum engin launung, „að sízt vildi hann, að kommúnistar væru í ríkisstjórn“. • Það verður eigi um deilt, hvað þetta svar þýðir: Frambjóðandi Alþýðuflokksins hér er sammála Pétri og Þóri um andstöðu við núverandi stjórnarsamstarf. Hann er háður sömu blindn- % inni, sem lýsti sér hjá P. O., er hann skýrði háttv. kjósendum frá andstöðu sinni gegn stjórn- inni: Hann var á móti henni, „af því að kommúnistar voru með“. Ef þetta er ekki ofstæki og pólitísk starblindni, þá eru þau hugtök óþörf í máli okkar. Hvað mundu þessir sömu menn segja, ef sósíalistar bæru fram slík „rök“ gegn stuðningi sínum við ríkisstjórn eða ein- stök málefni? • Sannleikurinn er sá, að þessir ofstækismenn, sem ár og síð básúna „lýðræðisást“ sína, gera sér ekki enn ljóst, að lýðrœði þýð- ir frelsi allra til að mynda sér skoðanir og halda þeim fram, þýðir rétt fólksins til að láta mál- efnin ein ráða afstöðu sinni. Því verður naumast trúað að óreyndu, að þetta einræðissjón- armið eigi svo sterk ítök í þjóð- inni sem áður nefndir frambjóð- endur halda. Ef þeim hefði tek- izt að benda á eitt einasta dæmi þess, að sósíalistar hefðu snúizt gegn framfara- eða frelsismálum þjóðarinnar, þá væri hlustandi á hróp þeirra um „Moskvamenn", „rússneskan landráðalýð“ og önnur álíka svívirðingarheiti um fimmta hvern samlanda sinn. • Framboðsfundurinn var illa sóttur — tæplega 200 manns —, enda er ekki furðulegt, þótt margir Sjálfstæðismenn hafi heldur kosið að vera heima en hlusta á fyrverandi júngmann sinn verja mótspyrnu sína gegn viðreisn íslenzkra atvinnuvega. Þeir sitja þá væntanlega líka heima á kjördegi, ef þeir treysta sér ekki til þess að velta af sér oki stjórnarandstöðunnar með því að kjósa eina stuðningsmann nýsköpunarinnar, Stefán Ög- mundsson. Það er öruggt, að hvert atkvæði, sem honum er greitt, stuðlar að framhaldi við- reisnarinnar, því að allir fram- bjóðendur Sósíalistaflokksins styðja þann málstað. Fundarmaður. Cr h 3 m Ll UqU 080 m lýðræðisbrot Andstæðingar sósíalista saka I þá um lýðræðisbrot, er þeir óska þess, að núverandi stjórnar- flokkar komi sér strax saman um framhald þessarar samvinnu og tilkynni kjósendum þann vilja sinn. Er það lýðrœðisbrot, að segja kjósendum, hvað flokkarnir cetlast fyrir að kosningum lokn- um? Vceri það lýðrœðisbrot, ef flokkarnir birtu kjósendum stefnuskrár sínar, svo að þeir gætu valið á milli? Vœri það lýðrceðisbrot, að kjósendur vissu fyrir kosningar, hver afstaða frambjóðendanna væri til herstöðvamálsins? Vceri það lýðrœðisbrot, að kjósendur fengju að vita hug frambjóðendanna til áfengis- málsins? Vœri það lýðrœðisbrot, að kjósendur fengju með sama hætti að vita fyrirætlanir flokk- anna um stjórnarmyndun? Nei. En það er lýðrœðisbrot, að leyna þvi, ef þessir flokkar œtla að rjufa samstarfið eftir kosningar. Eitt höfuð slagorð gegn sósíal- istum hefur jafnan verið „ábyrgðarleysi“. Andstöðuflokk- arnir hafa hamrað á þessu, eink- um fyrir kosningar. Margir minnast síðustu Alþingiskosn- inga. Þá hrópuðu blöðin til kjósendanna að þurrka út „á- byrgðarlausa flokkinn, sem að- eins vildi niðurrif, en enga stjórn eða ábyrgð taka á sínar herðar“. Kjósendur ginu ekki við þess- ari upphrópun: Þeir stór-juku áhrif sósíalista á þingi þjóðar- innar. Sjálfstæðis" mcnn! Flest ykkar vilja styðja ný- sköpunarstefnuna. En finnst ykkur þið gera það með því að kjósa Pétur Ottesen, sem ekki vill ljá lið sitt til samstarfsins, þótt það færi fram undir for- ystu flokksformannsins? Eða hefur afstaða P. O breytzt til þessa máls? Þið vitið, að því er sízt þannig farið. Hvert atkvæði, sem hann fær, er því greitt gegn núverandi stjórnarstefnu, gegn stefnu formanns Sjálfstæðis- flokksins. En sérhvert atkvæði, sem Stef- án Ögmundsson fær, er jáyrði við nýsköpunarstefnu ríkisstjórn- arinnar. Þið, sem ekki eruð klafabund- in af mætti vanans, munið því að kjósa Stefán Ögmundsson í þessum kosningum. LEIERÉfTING í greininni um húsnæðisleysið var sú villa, að sagt var að Sósíal- istar hefðu lagt til að 20 millj. króna yrði varið til bygginga samvinnubústaða. Tillögur Sósí- alista voru í tvennu lagi: a) að varið skyldi 20 millj. til bygginga verkamannabústaða. b) að stofnuð yrði sérstök veð- i deild með 60 millj. króna fram- lagi úr ríkissjóði. Þaðan yrðu veitt hagkvæm lán til bygginga samvinnubústaða og einkaíbúða. Þessar tillögur felldu hinir flokkarnir allir, og kunna hús- næðisleysingjarnir þeim litlar þakkir fyrir. Þeir munu líka svara fyrir sig á sunnudaginn. Enn er æpt að sósíalistum. En nú er „ábyrgðarleysið“ hjáróma útburðarvæl. Sósíalistar reyndust ábyrgustu menn þjóðþingsins, því að þeir einir gengu óskiptir til fullrar ábyrgðar á samstjórn í landinu á örlagastundu þjóðar- innar. „Ábyrgð" hinna flokkanna lýsti sér í algerri neitun á stjórn- armyndun, eða hálfvelgju og tví- skinnungi. Þannig stóðst þetta vígorð I dóm reynslunnar. Skyldi svo fara I um þau fleiri? Efnalaug Akraness Sími 96. Annast nú litun á fatnaði allir litir fyrirliggjandi. Hefi fyrirliggjandi allan algengan vinnu- og olíufatnað. * Axel Sveirbiörnsson. Krcppappír allir regnbogans litir. BÓKAVERZLUNIN Anfrés Nie'son Sími 85 — Akranesi. Rifrækjavinnustofan VIRKJUN Annast alls konar nýlagn- ir, breytingar og viðgerð- ir á raflögnum í húsum og skipum. X STEFÁN 0GMUNDSSON i Lýðrceðissinni.

x

Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.