Dögun - 29.06.1946, Blaðsíða 3
DÖGUN
3
Bœjarblað Sósialistafélags
Akraness.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Helgi Þörláksson, Baugstíg 11
Sími 72 B.
BORCARPRENT
Nýsköpun tii siávar
og sveita.
Núverandi ríkisstjórn gerði
djarfhuga áætlun um eflingu at-
vinnuveganna. Mikið hefur þok
azt í rétta átt þau tæp tvö ár, sem
stjórnin hefur farið með völd.
Alhliða aukning framleiðslunn-
ar er tryggð fyrir aðgerðir henn
ar jafnhliða víðsýnni og djarf
huga tryggingu menningarinn-
ar í landinu.
•
Hins vegar er enn ótal margt
óleyst: Húsnæðismálið, heild-
salaokrið, viðreisn landbúnaðar-
ins, svo að fátt eitt sé nefnt af
næstu verkefnum íslenzku þjóð-
arinnar.
•
Vilt þú, kjósándi góður, að nú
sé staðnæmzt og jafnvel hörfað
til baka? Eða vilt þú framhald
þessarar viðreisnar þar sem hún
er þegar hafin, og svipaða ný-
sköpun hinna fjölmörgu óleystu
mála í sveit og við sjó?
Svar þitt er reyndar vafalaust:
Þú óskar þér og þjóð þinni batn-
andi tíma, aukinnar framleiðslu,
vaxandi kaupgetu, tryggra mark-
aða.
•
En athugaðu rólega, hvaða
flokkur hefur þegar lýst því yfir,
að hann bjóði alla sína krafta
til framhalds þessarar stefnu. Þú
kemst að raun um, að það er
aðeins Sósíalistaflokkurinn, sem
þar gengur heill til verks.
Þess vegna kýst þú hann á
sunnudaginn, leggur þinn stein
í sterka viðreisnarbyggingu þjóð-
arinnar.
X Stefán Ögmundsson.
Frh. af bls. 1.
Hrakspár svartsýnismannanna
hafa ekki rætzt. Bölsýnispostul-
arnir, sem eigi vildu taka þátt í
þessari stærstu samstarfstilraun
þjóðarinnar, verða að sætta sig
við örlög sín. Þeir kusu sér vist
utan garðs, þjóðin vænti þess, að
þeir yrðu það eftirleiðis.
En — hvað skeður? Stjórnar-
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins eru enn í boði í nafni flokks-
ins, sem þeir studdu ekki, og
nýjum er bætt við. Alþýðuflokk-
urinn, sem gekk veikastur til
samstarfsins, en átti þó ágæta
fylgjendur þess á þingi, boðar,
með framboðum, stór aukin völd
andstöðunnar, ef flokkurinn má
ráða.
Þessu til áréttingar er hvorug-
ur þessara flokka tilbúinn að
lýsa yfir ósk um framhald sam-
starfsins að kosningum loknum,
og blöð þeirra kalla tilboð sósí-
alista um þetta „lýðræðisbrot"
og fleiri nöfnum.
Er þetta af því, að fólkið vilji
rjúfa þessa samvinnu? Nei, og
aftur nei. Mikill meirihluti þjóð-
arinnar fagnar samvinnunni, og
þó er sá hópur enn stærri, sem
kýs framhald hennar. Er það
líka trúlegt, að fólkið vilji held-
ur verkföll, verkbönn, vaxandi
i tortryggni, úlfúð og hatur?
Það er víst, að mjög skilur í
milli um stjórnmálaskoðanir
þessara flokka, og enginn þeirra
fleytir öllum sínum málum í
höfn með aðstoð hinna. En sam-
eiginleg áhugamál og sjónarmið
eru þó enn svo mörg, að fram-
hald slíkrar samvinnu atvinnu-
rekenda og launþega er þjóðar-
nauðsyn enn um sinn.
Það væri vissulega lýðræðis-
legast, að þjóðinni væri kunn-
gerður fyrir kosningar vilji allra
flokka til slíks samstarfs.
Framsóknarflokkurinn kaus
sér það ömurlega hlutskipti í
upphafi að standa utan gátta.
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hafa nú valið sér
þann ólýðræðiSlega kost að dylja
hug sinn, standa í gættinni, svo
að enginn viti, hvort þeir ætla
út eða inn.
Val kjósendanna er þó ekki
erfitt: Þeir, sem heldur vilja
fyrra sundrungar- og dáðleysis-
ástand ættu að kjósa Framsókn-
arflokkinn eða fylgjendur hans
í hinum tveimur.
En þeir, sem vilja friðsamlegt
samstarf, unz tryggð er farsæl
afkoma landsmanna, þeir kjósa
frambjóðendur Sósíalistaflokks-
ins, eina flokksins, sem gekk
heill til þessa samstarfs, vann
óskiptum kröftum að þvi og vill
halda þvi áfram.
E R VALIÐ ERFITT?
Ef þú ert MEÐ nýsköpuninni, þá getur þú ekki kosið Þóri
Steinþórsson frambjóðanda þess
flokks, sem ekki vildi standa að
myndun núverandi stjórnar.
Ef þú ert MEÐ nýsköpuninni, þá getur þú ekki kosið Pétur
Ottesen, sem neitaði samstarfi
við sósíalista, fimmta hluta þjóð-
arinnar og meiri hluta verka-
lýðsstéttarinnar.
Ef þú ert MEÐ nýsköpuninni, þá getur þú ekki kosið Baldvin
Þ. Kristjánsson, sem lýsti því yfir
á framboðsfundi, að liann vildi
heldur stjórnarsamstarf við and-
stæðinga nýsköpunarinnar,
Framsóknarflokkinn, en „kom-
múnista".
Ef þú ert MEÐ nýsköpuninni, þá kýst þú Stefán Ögmundsson,
eina frambjóðandann hér, sem
vill framhald hennar og eflingu.
X Sfefán Oómundsson
Nýja sildarverksmiðjan á Siglufirði.
Hermann Jónasson, Björn Olafsson o$ Siefán Jóh. Slef-
ánsson hafa gert samhomulag um myndun nýrrar hung-
urstfórnar efiír kosníngar, ef flokkar þeírra halda vellí
Hvert atkvæði á þjóðstjórnarflokkana er greitt gegn ný-
sköpun atvinnuveganna og sjálfstæði islands!