Dögun - 29.06.1946, Síða 4

Dögun - 29.06.1946, Síða 4
4 D Ö G U N Þad er kosið um 0 sjá.listædi Islands Frh. af bls. 1. nýs blaðs. Þetta blað, Útsýn, var hins vegar mjög traust til varn- ar, en varð skammlíft. Einn þingmaður Alþýðuflokks- ins, Barði Guðmundsson, svar- aði spurningu stúdenta og neit- aði herstöðvum. Hinir 6 þögðu. Hvers vegna? • Sjá Ifstœðisflokkurinn. Vísir mælti með samningum við Bandaríkin, Morgunblaðið þagði samþykktirnar í hel og hreytti ónotum í stúdenta og aðra mótmælendur beiðninnar. Garðar Þorsteinsson, alþingis- maður, tók afstöðu með afsalinu, er hann léði Jónasi Jónssyni húsnæði fyrir sölufyrirlestur sinn, en neitaði stúdentum um hús til andmæla. • Þingmennirnir Gunnar Thor- oddsen og Sigurður Bjarnason tóku eindregna afstöðu gegn af- salinu og Hallgrímur Benedikts- son, alþm., svarað spurningu stúdenta einnig neitandi. Hinir 27, sátu hljóðir. Hvers vegna? • Sósialistaflokkurinn. Öll mál- gögn hans tóku þegar í stað af- stöðu gegn afsalinu og birtu mótmælasamþykktir félagsfunda. Hann studdi baráttu stúdent- anna af alhug og allir þingmenn flokksins, 10 talsins svöruðu spurningu þeirra um afsalið, ein- dregið neitandi. Kjósandi. Þetta eru staðreynd- ir, sem þú veizt að engum þýðir að andmæla. En hvað veldur þessari afstöðu andstöðuflokka sósíalista, ef þeir voru allir jafn einlægir í þessu máli og þeir viija nú vera láta? Nýsköpunín, Vitað er, og viðurkennt, m. a. í útvarpsumræðunum, að Einar Olgeirsson bar fyrstur fram til- lögur þær, sem leiddu til stefnu núverandi ríkisstjórnar. En hvar var og er afstaða flokkanna til þessa máls? Framsóknarflokkurinn var og er eindregið á móti þessari stefnu og gengur heill að þeirri and- stöðu. Hann villir því engum sýn. Alþýðuflokkurinn setti mála- myndunarskilyrði fyrir sam- starfinu, en gekk síðan til þess með eins atkvæðis meirihluta í miðstjórn. Alþýðubl. hefur talið sig stjórnarblað, en þó hlakkað yfir hverjum erfiðleika sem í vegi varð. Önnur blöð flokksins hafa flest verið í ákveðinni andstöðu við nýsköpunina. Framboð flokksins í þessum kosningum boða svo ótvíræðan sigur stjórnarandstöðunnar í Al- þýðuflokknum. Því hefur verið lýst, án mótmæla, að báðir fram- bjóðendur flokksins, sem vænt- anlega verða einhvern veginn kosnir í Reykjavík, — Gylfi Þ. Gíslason og Sigurjón Á. Ólafs- son, — séu í andstöðunni. Har- aldur Guðmundsson, stjórnar- sinni, er látinn víkja af þingi. Hannibal Valdimarsson, hat- ramrnur stjórnarandstæðingur, er settur i það sæti, sem varð annað uppbótarsæti flokksins síð- ast. Þaðan varð Barði Guð mundsson, stjórnarsinni, að víkja. Stefán Jóh. Stefánsson, hinn „hlutlausi" form., er sett- ur efstur á landslista. Ekki kemst því stjórnarsinni í þriðja upp- bótarsæti Alþýðuflokksins, ef þau verða þá svo mörg. Það er því útlit á, að Alþýðu- flokkurinn eigi aðeins tvo til þrjá fylgendur stjórnarsamvinn- unnar á næsta þingi: ráðherrana Emil Jónsson og Finn Jónsson Stjórnarandstæðingar geta þar og ef til vill Ásgeir Ásgeirsson. hins vegar orðið þrír til fjórir í staða eins til tveggja nú. Er þetta gert að vilja kjósenda flokksins? Ábyggilega ekki. Sjálfstœðisflokkurinn, fékk að- eins 15 af 20 þingmönnum sín- um til þessa stjórnarsamstarfs, og fimm-menningarnir hafa flest- ir unnið ötullega — fyrir Fram- sóknarflokkinn og málstað hans. Alþýðuflokks kfósendur Þið vitið vel, að frambjóðandi Alþýðuflokksins hér í kjördæm- inu kemst ekki á þing. Til þess þyrfti flokkurinn fjölda uppbót- arþingsæti. En vitið þið það, að hvert at- kvæði, sem þið, gefið Alþýðu- flokknum í þessum kosningum, stuðlar annað hvort að kosningu Hannibals Valdimarssonar, á- kveðnasta andstæðings lýðveldis- stofnunarinnar og hatrammasta stjórnarandstæðings, — eða Stef- áns Jóh. Stefánssonar, heildsala, sem samdi fyrir sig, er hann var sendur af ríkisstjórninni, manns- ins, sem var fús til að mæla með opnun landhelginnar fyrir Svía, flokksformannsins, sem sat hjá, er núverandi stjórnarsamvinna var ákveðin með 11:10 atkv. í miðstjórn Alþýðuflokksins, mannsins, sem flokkurinn ákvað að skyldi sitja á þingi, þótt eng- inn kjósandi í kjördæmi hans vildi greiða honum atkvæði —? Flestir ykkar vilja framhald núverandi stjórnarsamstarfs, og kunnið Alþýðuflokksforystunni því litlar þakkir fyrir framboð hans. Þið getið ekki tryggt fram- hald nýsköpunarinnar með neinu öðru móti en kjósa STEFÁN ÖGMUNDSSON, Þjóöín þarf sferkan Sósialisfa~ flokk. — Kjósið Sfefán Ogmundsson. Þeir eru þó allir í framboði að nýju og nú er Birni Ólafssyni bætt við svo að andstöðumönn- um fjölgar einnig í þeim flokki. Skyldi það vera vilji kjósend- anna? Varla er það trúlegt. Sósialistaflokkurinn gekk ó- skiptur til samstarfsins, vann að því af heilum hug og býður þeg- ar til framhalds þess eítir kosn- irtgar. Það er í samræmi við vilja kjósenda hans og vilja mikils hluta allrar þjóðarinnar. Þessar staðreyndir þarft þú að hafa í huga við kjörborðið kjós- , andi góður. X STErÁN ÖGMUNDSSON

x

Dögun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.