Dögun - 17.07.1946, Qupperneq 2
2
DÖGUN
DÖGUN
Bœjarblað Sósialistafélags
Akraness.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Helgi Þorláksson, Baugstig 11
Sími 72 B.
Fjárhagsáætlunin
Fjárhagsáætlunin, einstak'r
l;ðir og afgreiðsla hennar í
bæjarstjóm, verður rædd
nánar í næsta eða næstu blöð-
um. Að þessu sinni skal þess
aðeins getið, að við afgreiðslu
hennar hækkuðu niðurstöðu-
tölumar um 49.500 kr. frá
t'llögum bæjarráðs. Voru þó
felldar ýmsar nytjatillögur,
og, verður síðar gerð grein
fyrir þeim.
E:ns og fyrr var getið, og
öllum raunar vitanlegt, eru
útsvör bæjarbúa svo að segja
eina tekjulind bæjarins. Það
má því segja, að sterk rök
mæli gegn hverri e'nustu
hækkun útgjaldanna, hversu
nauðsynleg, sem hún kann að
vera.
En það verður fyrr eða síð-
ar kveðinn þungur almenn-
ingsdómur yfir þeim bæjar-
eða sveitastjórnum, sem ekki
hafa notfært sér l'ðin góðæri
til að trvggia aðrar og far-
sælli tekjule;ðir.
Vitað er, að ýmsir einstak-
lingar hafa orð:ð auðkýfing-
ar af því einu, að annast fisk-
flutnmga til Englands á
stríðsárunum. Síðan hafa þeir
látið sk'p sín flytja kol, salt,
byggingarvörur o. fl. til baka
og því hagnast tvöfalt af
flutningunum.
Sú blinda einstaklings-
hyggja, sem ekki vill að bæj-
arfélögin hagnýti sér slíkar
og þvílíkar tekjuleið'r, er
þjóðhættuleg. Á ábyrgð
hennar dragast brýnustu
nytjaframkvæmdir bæjarfé-
laganna margfaldan þann
árafjölda, sem þyrfti. Á á-
byrgð hennar verða álögur
að þyngjast á bæjarbúum,
hverju sinni, sem nauðsyn
knýr til aukinna útgjalda.
Þetta eru raunar ósköp
einfaldar staðreyndir, en til
þess úr verði bætt, verður
fólkið sjálft, gjaldendum'r að
gerá annað tveúsia: að knýja
ráðamennina, (fulltrúa sína),
til stefnubreytingar, eða nota
ý
Sigurður E. Hallbjarnarson
Sigurður Eðvarð Hall-
bjarnarson, útgerðarmaður,
lézt af hjartaslagi 3. júlí sl.
Hann var fæddur 28. júlí
1887 að Hóli í Bíldudal. Hann
var elztur 12 barna, hjónanna
Sigrúnar Sigurðardóttur frá
Gufudal og Hallbjarnar E.
Oddssonar, prests að Skarðs-
þingum og síðar Gufudal.
Leið Sigurðar lá snemma á
sjó. 14 ára réri hann fyrir
fullum hlut á skip' hjá föð-
ur sínum. Næstu ár var hann
á sjó á sumrum, en við skipa-
smíðar að vetri, unz efniv;ð
þraut. Gerðist hann þá há-
seti. En 22 ára varð- hann
formaður fyrsta sinni. Var
það á Svan frá Suðureyri.
Fyrsta bátinn e'gnaðist Sig-
prður 1911. Var það mb. Ald-
an, sem hann keypti í félagi
við Guðmund Ásgrímsson,
tengdaföður sinn.
Bátar voru smáir vestra á
þeim árum. Sigurður keypti
einn slíkan, Samson að nafni,
og er hann strandaði, lét
hann smíða úr honum mb.
Skími, -23 smál. og sótti til
Sandgerðis á honum. Vorið
1927 flutti Sigurður til Akra-
ness, en þá hafði hann nýlega
keypt Hermóð í stað Skímis.
Véri hann í fyrstu úr Sand-
gerði sem og aðrir Akurnes-
ingar, en varð með þe'm
cyrstu til róðra héðan á vetr-
arvertíð.
Sigurður lagði hér gjörva
hönd á margt, enda áræðinn
'g ósérhlífinn atgervismaður.
Hann reisti og kevpti fiskhús,
'iyggði verzlunarhús, íbúðar-
i.ús og hraðfrystihús. Sjó-
róðrum hætti hann 1934, enda
burfti hann um margt að sjá
með vaxandi athöfnum.
Tferzlun starfrækti hann síð-
’stu átta árin og mun nú
hafa búið sig undir ýmis störf
dð væntanlegan ferjustað í
Hvalfirði.
Ár:ð 1913 kvænúst Sigurð-
’ir Ólöfu Guðmundsdóttur frá
Gelti. Samhent komu þau
upp tíu börnum sínum, en
tvö dóu uug. Elzta son sinn,
Magnús Eðvarð, misstu þau
fyrir fáum mánuðum.
fyrsta tækifæri t;l að svipta
þá ráðsmennskunni.
Fyrri leið:n er e. t. v.
möguleg, en sú síðar:' er ör-
uggari, þegar þar að kemur,
Það er raunar nóg þjóð-
nytjastarf, að koma svo stór-
um barnahópi til manns. En
þrek og hyggja Sigurðar náði
lengra, þótt ekki verði hér
frekar rakið.
Sigurður Hallbjarnarson
var frá bernsku með afbrigð-
um þrifinn og hirðusamur,
dugmaðúr mikill og ábyggi-
legur. Engum leyndist fram-
sækni hans, og kyrrstaða var
eðli hans f jarstæð. Árekstra-
laust mun hann engan veg
hafa s'glt lífsfleyi sínu, en ég
hygg ólíklegt, að h:spurslaus
orð hans eða athafnir hafi
afiað honum óvina. Skapferli
hans var ekki þann veg.
— Efallbjörn, faðir Sigurð-
ar, er hér búsettur og gengur
ern til iðju sinnar, þótt dagur
sýnist að árum til vera að
kvöldi kominn og dauðinn
sigði frændgarðinn. —
Öldurót og úfinn sjór. Fán-
ar blakta í hálfa stöng. Sig-
urður E. Hallbjarnarson er
borinn til grafar. Frá höfn-
inni berast hamarshögg frá
steinnökkva þeim, sem á-
ræðnir víkingar komandi
hna munu leggja skipum
sínum að. Að landi leggja lág-
/röir sæfarar, fyrrum her-
ileytur. Þeirra hefur verið
beðið af óþreyju og kannske
helzt af þeim, sem hylst
moldu á þessari stundu.
S:gurður Hallbjarnarson
var farmáður, í fullri merk-
ingu þess orðs. Þótt hans sé
vissulega saknað af mörgum,
þá staðnæmumst við ekki við
dauða hans. Minning hans er
bezt heiðruð með stritandi
vélum og starfsmönnum glöð-
um. Þá má hitt liggja ógetið,
sem miður hefur verið.
Kosningaárslit
í Borgaríjarðarsýslu
Alþingiskosningar fóru fram
30. f. m. Hér í Borgarfjarðar-
sýslu vpru 2022 á kjörskrá, en
1655 munu hafa kosið, eða um
31,85%. Atkvæði voru talin 1.
júlí og féllu þannig: Baldvin Þ.
Kristjánsson (Alþfl.) 236 + 58 á
landlista = 294 eða um 17,8%.
Þórir Steinþórsson (Framsóknar-
flokkur) 345 + 22 á landlista =
367 eða um 22,2%. Stefán Ög-
mundsson (Sósíalistafl.), 170 +
17 á landlista = 187 eða um
11,3%. Pétur Ottesen (Sjálfstæð-
isflokkur). 725 atkvæði + 63 á
landlista = 788, eða um 47,7%.
Auðir voru 16 seðlar og 3 ógildir.
Þetta mun vera í 10. sinn, sem
Pétur Ottesen er kosinn þing-
maður fyrir Borgarfjarðarsýslu,
og á hann 30 ára þingmannsaf-
mæli 21. október í haust.
Við" haustkosningarnar 1942
féllu atkvæði þannig í Borgar-
fjarðarsýslu: Sigurður Einarsson
(Alþfl.) 248 + 47 á landlista, =
295 atkv., eða um 20,6%. Sverrir
Gíslason (Frams.), 333 + 12 á
landlista, = 345, eða um 24,1%.
Steinþór Guðmundsson (Sósíal-
istafl.), 75 + 23 á landlista =
98 atkv., eða um 6,9%. Pétur
Ottesen (Sjálfstæðisfl.), 625 +
21 á landlista, = 673 atkv. eða
um 47,1%. 15 seðlar voru auðir
og 5 ógildir. Alls kusu því 1429.
Ef gerður er samanburður, sést
að þessar breytingar hafa orðið á
fylgi flokkanna: Alþýðuflokkur
tapar 1 atkv. eða 0,3%. Fram-
sóknarfl. vinnur 20 atkv., eykur
um 5,8%. Sósíalistaflokkurinn
vinnur 89 atkvæði, eykur við sig
90 8%. Sjálfstæðisfl. vinnur 115
atkv., eykur xun 17,1%.
Þessar tölur sýna stórsókn
sósíalista hér kjördæminu. Ber
vissulega að fagna þeim árangri,
sem þegar hefur náðst, þótt
hlutfallstalan (11,3%) sé vissu-
lega allt of lág. Sumir munu og
hafa vænzt enn meiri ^aukningar
í þessum kosningum og byggðu
þær vonir á úrslitum bæjar-
stjórnarkosninganna hér í vetur.
Það er þó auðvitað rangur mæli-
kvarði. Reynslan sýnir víðast, að
alls ekki má bera saman at-
kvæðatölur bæjarstjórna- og al-
þingiskosninga. Stafar það af
ýmsu, s/o sem mismun persónu-
kynna, likum fyrir kjöri fram-
bjóðenda o. s. frv.
Sósíalistar geta þá ekki síður
verið ánægðir með það, að
frambjóðandi þeirra var eini
frambjóðandinn, sem fékk færri
atkvæði á landlista nú en síðast,
þrátt fyrir hlutfallslega lang-
mesta atkvæðaaukningu. Sá sarn-
anburður verður þannig:
Landlisti Alþýðuflokksins fékk
1942 47 atkv., nú 58. Landlisti
Framsóknarflokksins fékk 1942
12 atkv., nú 22. Landlisti Sósíal-
istaflokksins fékk 1942 23 atkv.
nú 17. Landlisti Sjálfstæðisfl.
fékk 1942 21 atkv., nú 63.
Af þessum samanburði má
ennfremur sjá, að um 20% kjós-
enda Alþýðuflokksins eru óá-
nægðir með frambjóðandann, en
innan við 10% meðal hinna
flokkanna. Þessi prósenttala Al-
þýðuflokksins, svo og þreföldun
á landlistaatkv. Sjálfstæðisflokks-
ins er skýr vottur um óánægju
kjósenda þessara flokka með af-
stöðu frambjóðenda til stjórnar-
samstarfsins.