Dögun - 01.02.1949, Side 3
Þriöjudagurirm 1. febrúar 1949
DÖGUN
3
ÐÖGUN
Bæjarblo'ð Sósíalistafélags Akraness
Ritnefnd:
SIGURDÓR SIGURÐSSON
ELINBORG KRISTMUNDSDÓTTIR
HALLDÓR ÞORSTEINSSON (áb.) — Sími 174.
AfgreiSsla:
INGVAR JÓNSSON, Kirkjubraut 21, sími 153.
PRENTVERK AKRANESS H.F.
Skammdegið er sá tími ársins sem flestir kvíða en fáir
sakna. Þann tíma árs er allra veðra von, bændur og búalið
óttast um, að of ört gangi á heyforðann og fénaður komi bart
niður, eftir snjóþungann og harðan vetur, ekki sízt ef óvarlega
hefur verið sett á.
I sjávarplássum og kaupstöðum er þessi tími oft erfiðasti
tími ársins, þó vart sé hægt að segja að svo hafi verið undan
farin ár, þar sem flestir hafa haftsæmilega atvinnu.
★
Nú er svo komið okkarmálum, að atvinnuleysið er ekki
lengur fjarlægt hugtak, heldur staðreynd, sem flestir launa-
menn þessa bæjar standa nú andspænis, og munu mörg al-
þýðuheimili nú þegar vera farin að finna allverrdega fyrir
því. Það er sennilega nokkuð almenn skoðun, að verkamenn
hafi undanfarin ár lagt nokkuð til hliðar af tekjum sínum, og
væru þvi nokkuð vel undir það búnir að mæta atvinnuleysi
um nokkurn tíma, og oft heyrir maður vitnað til hinnar miklu
eftirvinnu og háa kaups. En þegar að þvi er gætt, hvernig
hagur fólksins almennt var þegar hið mikla vinnuframboð
hófst í byrjun stríðsins, þá verður það skiljanlegra að verka-
menn hafa ekki safnað í kornhlöður og eru atvinnuleysinu
alls óviðbúnir. Ef sannleikurinn er sagður afdráttarlaust, þá
mun sannast mála, að lægst launuðu stéttir þjóðfélagsins vissu
ekki hvað það var, og höfðu aldrei fram til vors 1939 lifað
sómasamlegu lífi, tekjur almennings voru það litlar að þær
hrukku ekki fyrir frumstæðustu lifsþörfum. Það er fyrst þegar
atvinnuleysið hverfur, að fólk fer að geta veitt sér holla og
góða fæðu, fer að geta gengið þokkalega til fara, hætt híbýli
sín og veitt sér nokkurt lífsyndi. Það fólk sem þannig hefur
lifað tvö tímabil, lifað það að hafa haft þolanlegt viðurværi
og ekkert meira, mun hugsa til þess með hryllingi að þurfa
aftur að hverfa til fortíðarinnar með lifnaðarhætti, þurfa að
draga úr mjólkurskammti, geta ekki veitt sér íslenzkt smjör,
þurfa að knepra allt og spara og neyta sér um nauðsynlega
hluti.
★
Þegar kauplagsvísitalan var bundin við 300 stig fyrir ári
síðan, var því lýst yfir að þessar ráðstafanir væru aðeins til
nokkurra mánaða, því hin raunverulega vísitala mundi strax
lækka niður í 315 stig og síðan fara ört lækkandi. Voru þetta
ekki loforð hins nýbakaða ráðherra Alþýðuflokksins? Nú er
það aftur á móti staðreynd, að vísitala muni vera 400 stig.
Það er ómótmælanlegt, að kaupmáttur launanna hefur
minnkað gífurlega síðasta ár, en alls ekki vaxið eins og lofað
var þegar þessi ríkisstjóm tók við völdum. Lífskjör alþýðu
manna hafa því rýrnað stórkostlega, og afkoma orðið það
slæm, að þeir einstaklingar, sem undanfarin ár hafa með mikl-
um erfiðismunum reynt að eignast hús eða einstakar íbúðir,
eiga nú á hættu að missa þessar eignir. Enda mun nú vera
farið að bera á þvi, að launþegar séu farnir að selja eigur
sínar, vegna þess hve að þeim kreppir.
Þannig hafa ráðstafanir hins opinbera orðið til þess að auka
á misréttið og ójöfnuðinn í þjóðfélaginu. Aauðsöfnun einstakra
manna og svartamarkaðsbrask hefur aldrei verið gífnrlegra en
einmitt nú síðasta ár, en við þessu er ekki hreyft.
★
Mestu hátíðir ársins eru nú nýafstaðnar. Á mörgum al-
þýðuheimilum mun hafa verið minni glans yfir jólahelginni
nú er mörg undanfarin ár og nokkur ótti um framtíðina skyggt
a gólagleðina. — Og þá hafa ekki nýjárshugvekjur ráðamanna
þjóðarinnar hresst upp á skapið.
Okkur hefur sem sé hátíðlega verið tilkynnt, að mi sé komið
að því, að við verðum að lækka okkar „lifsstandard,“ eins og
það er kallað. En það þýðir fyrir alla þá, sem vinna daglauna-
vinnu fyrir ákveðið kaup: Verra fæði, við getum ekki gengið
eins vel til fara, ekki haft eins góðan hita í hýbýlum okkar,
ekki skemmt okkur eins og óður, ekki notið sumarleyfis 0. m.
Vakna þú, sem sefer
„Hækkar sœr ei senn?
Sekkur land ei enn?
Æ, tilhvers eru allir þessir menn?“
Já, til hvers eru allir þessir
fslendingar, ef þeir ætla all-
flestir að þegja og láta smeygja
á sig ánauðarklafanum um-
yrðalaust?
Á íslenzka þjóðin virldlega
að lifa upp aðra Sturlungaöld
og niðurlægingartímann sem
henni fylgdi?
Hvað stjórnar íslenzku vald-
höfunum nú, ef þeir vilja endi-
lega losna við hið nýfengna
sjálfstæði og gera land sitt að
fótaskinni erlendrar yfir-
drottnunar?
Eru þeir svo hræddir um að
missa þau völd sem þeir nú
hafa að nokkru yfir landslýðn-
um, að þeir vilji kaupa erlenda
aðstoð til að halda sér í sessi,
og gjalda fyrir hana með sjálf-
stæði lands og þjóðar?
Muna ekki þessir menn
hvernig fór fyrir höfðingjum
Sturlungaaldarinnar, þeir urðu
sjálfir ánauðugir er þeir
hugðust festa sig í valdastóli
með erlendri aðstoð? Þau láta
ekki að sér hæða orðin: Sá, sem
upphefur sjálfan sig, frá hon-
um mun og tekið það sem
hann hefur.
Eiga komandi kynslóðir fs-
lendinga að ganga niðurlútar
og beygðar af skömm og sví-
virðingu vegna þess að nokkrir
menn hafi svikið á örlaga-
stundu lands og þjóðar?
Mundu ekki forfeður vorir
sem vörðu lífi, heilsu og kröft-
um til að berjast fyrir endur-
heimt þess sjálfstæðis, sem við
nú höfum fengið, verða ánægð-
ir ef þeir risu upp úr gröfum
sínum og sæju hversu nokkrir
afkomendur þeirra keppast við
að farga þessu fjöreggi þjóðar-
innar vegna ímyndaðra eigin-
hagsmuna?
Eiga komandi kynslóðir ís-
lendinga að horfa fram á von-
litla baráttu fyrir fullu sjálf-
stæði á ný, og fyllast beiskju
og hatri, raulandi fyrir munni
sér eins og forðum: „það var
mæða að meinleysinu 0. frv.?“
Nei, íslenzka þjóð, guð vors
lands gefi að vor gæfa sé meiri
en svo að slíkt komi fyrir, en
vissulega má enginn sofna á
verðinum. Öll verðum við að
rísa upp og krefjast þess að
ævarandi hlutleysi okkar sé
ekki á glæ kastað og engri þjóð
verði léð land vort til hern-
aðarbækistöðva eða hernaðar-
þarfa í neinni mynd. Við Is-
lendingar höfum lagt niður
vopnaburð fyrir fullt og allt
og við hvorki getum né ætlum
að verja land vort með vopn-
um, og við megurn því alls
ekki lána land vort til að verða
blóðvöllur þeirra þjóða sem
enn trúa á mátt sverðsins til
að jafna með deilumál heims-
ins.
En við eigum að sýna öllum
heiminmn, að vopnlaus þjóð
getur lifað og haldið sjálfstæði
sínu, aðeins ef hver einstakl-
ingur gætir sinnar varðstöðu
til verndar hinu raunverulega
sjálfstæði, sjálfstæði, sem varið
skal með vopnum andans en
ekki með eldi og stáli.
fslenzka þjóð, vak þú á verð-
inum þá mun vel farnast.
Staka.
Helvíti er auSvalds í heiminum svart,
en hagmæltur framtakssonur
fann þó nýyrSi næsta þarft,
nafniS „rauSar konur“.
fl. Með öðrum orðum, við verðum að endurmeta kröfur okkar
til sómasamlegs lífs. Þetta var þá nýársgjöfin til íslenzku þjóð-
arinnar ásamt fyrirheitum um atvinnuleysi, þetta er bjargræði
hins kapítaliska hagkerfis, þegar gjaldeyrisöflun þjóðarinnar
fullnægir ekki óhófseyðslu fjölmennrar eyðslustéttar, þegar
fimmti hluti Reykvíkinga vinnur ýmist óarðbær eða einskis-
verð störf og lifir á milliliðabraski og okri. Mun íslenzka þjóðin
oftar láta rétta sér slíka nýjársgjöf?
Mun íslenzka þjóðin til lengdar láta telja sér trú um, að það
sé í raun og veru fátæk þjóð, sem hefur efni á því að svifta
þá tiltölulega fáu menn atvinnu sem vinna arðbær storf?
Hvernig skapast verðmæti þjóðarinnar? Er það ekki frum-
skilyrði, að allir hafi verk að vinna, og hvar er sú þjóð stödd,
semviðurkennir atvinnuleysi sem úrlausn, þegar við erfiðleika
er að stríða? Hafa ekki ráðamenn þjóðarinnar gert sér það
ljóst, hversu geysileg sóun verðmæta það er að nýta ekki það
vinnuafl, sem býðst á hverjum tíma, eða liggur eitthvað annað
hér á bak við, er kannske hér verið að skapa ástand til að
auka á misréttið í þjóðfélaginu?
Það er ómögulegt að halda þvi fram með nokkrum rökum,
að með þeim dýrtíðar- og tollaráðstöfunum, sem hafa verið
gerðar undanfarið, sé verið að skipta byrðunum réttlátlega,
þannig, að þeir sem mest mega sín, beri þyngstu byrðarnar,
þvert á móti, hér er verið að gefa hinum ríku tugi miljóna á
kostnað launastéttanna.
Mælirinn er nú senn fullur, þeir flokkar, sem nú fara með
völd í landinu, munu komast að því, áður en langt líður, að
lengur er ekki hægt að ganga á hluta lægst launuðu stétta
þjóðfélagsins, en láta auðstéttina vera „stikkfría.“ Þeir munu
sannfærast um það, að hér á landi er ekki hægt að lifa menn-
ingarlífi fyrir minni laun, en hinn almenni verkamaður hefir,
þó hann hafi vinnu alla virka daga ársins, og minnki vinnan
er voði fyrir dyrum allra alþýðuheimila.
— Óf remdarástand
Framhald af 1. síSu
með ræktunarmálum Garða-
lands.
En síðastliðið haust, einn
góðviðrisdag, tók ég mig upp
og labbaði um flest öll rækt-
uðu löndin, langaði til að líta
yfir fornar slóðir. En sú sjón,
sem fyrir augu mín bar í
þeirri ferð, mun mér seint úr
minni líða. Hvílík hnignun,
hvílík auðn. Eg bjóst við að
hreinsun skurða og öðru við-
haldi landsins hefði verið
haldið áfram, en hvað blasir nú
við auga? Flestir uppþurrk-
unarskurðirnir uppgrónir og
því algerlega gagnslausir til
síns ætlunarverks. Vegir allir
um löndin ofaníburðarlausir
og hafa sjáanlega verið það í
mörg ár, því þeir voru næst-
um þvi eins grónir og löndin
í kringum þá. Þegar ég gekk
um löndin, óð ég mosaþemb-
una á miðja rist, girðingar
allflestar niðri liggjandi, enda
óvíða naglhald í stólpum fyrir
fúa, túnið í Görðum þannig á-
sigkomið, að hvergi getur tal-
izt véltækt.
Eg hefði vart trúað þvi, þó
mér hefði verið sagt það, að
ræktun landsins og yfirleitt
öll umgengni þess, væri komin
í slíkt ófremdarástand, fyrr gat
nú ýmsu verið ábótavant. Eg
tel, að fullyrða megi, að rækt-
un Garðalands og það, sem
henni fylgdi, hafi kostað á
sínum tíma, ekki tugi, heldur
hundruð þúsunda, og voru þá
hinir svokölluðu normaltímar.
Hvað skyldu slíkar framkv.
kosta nú?
Eg á illt með að gera mér
grein fyrir hugarfarsbreytingu
þeirra nianna, sem bezt og öt-
ulast börðust fyrir þessum mál-
um fyrir tuttugu árum, og
sumir átt sæti í hrepps- og
bæjararstjórn hvern dag síðan,
skuli með köldu blóði getað
horft á slíka eyðilegg-ingu, án
þess að hreyfa orði til úrbóta.
Iþróttasvæði og skrúðgarður
virðist vera hugarefni sumra
bæjarfulltrúa, líkt og ræktun-
arlöndin voru sumum hrepps-
nefndarfulltrúum áður, og er
það gleðilegt, og beztu þakkir
eiga þeir frá mér fyrir þann
áhuga. En heitasta ósk mín er
sú, að vítin mættu verða þeim
að varnaði, og að hvorugt
kæmist í slíkt ófremdarástand
og ræktunarlöndin í Görðum.
Að endingu vil ég aðeins
segja þetta: Ef við eigum eftir
að horfast í augu við hvilíka
tíma og fjórða tug tuttugustu
aldarinnar, tel ég það ábyrgð-
arleysi af ráðamönnum þessa
bæjarfélags að vanmeta ís-
lenzka gróðurmold og treysta
henni ekki til úrbóta.
Sigurdór Sigurðsson.
-♦-♦-♦-♦-♦-♦-♦--♦-♦-♦-♦-♦--♦
Staka.
„Framtaks“ í taugarnar fer þaS
hve fjölþœtt er kvenna vit,
og aumingja „Skaganum“ eitthvaS,
er illa viS pilsaþyt.