Dögun - 16.09.1949, Blaðsíða 3

Dögun - 16.09.1949, Blaðsíða 3
Föstudaginn 16. sept 1949 3 DÖGUN Bœjarbláð Sósíalistafélags Akraness Ritnefnd: SIGURDÓR SIGURÐSSON ELlNBORG KRISTMUNDSDÖTTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON (áb.) — Sími 174. Afgreiðsla: INGVAR IÓNSSON, Kirkjubraut 21, sími 153. PRENTVERK AKRANESS H.F. 1 s----------------------------------------—-------- Akurnesingar hafa aðstöðu til að senda tvo menn á þing Akurnesingar eiga þess nú fyrsta sinn kost að senda tvo fulltrúa á þing. Mannsaldur hefur bændahöfðinginn Pétur Ottesen setið á alþingi fyrir Borgarfjarðarsýslu og Akranes eða síðan 1916. Þéttur á velli og þéttur í lund fylgir hann fram hverju því máli, sem skap hans á. En samleið á hann ekki í þjóðmálum með þessu blaði, né hagsmunamálum sjómanna og verka- ínanna. Og engum vafa er það bundið að kosningu hlýtur hann nú, sem endranær með nokkur hundruð atkvæða meiri- 1 hluta. Bónleiðir í erindisleysu gengur Haukur Jörundsson um bæ- inn og ber á hvers manns dyr, en fær nær hvergi áheyrn að Vonum, því virðingarverðari er þessi viðleitni hans, sem það er á allra vitorði, að enga möguleika hefur hann á þingsetu. Framboð Alþýðuflokksins hér í kjördæminu gegnir hinni tnestu furðu. Virðist mistök þessa ógæfusama flokks engan endi ætla að taka. Hingað er sendur ungur blaðamaður nokk- Ur, Benedikt Gröndal að nafni, sem orðlagður varð af út- varpserindum þeim, sem hann á námsárum sínum flutti af plötum frá Bandaríkjunum með skerandi amerískum hreim. Eftir heimkomuna hefur hann einkum getið sér orð fyrir að Vera einn tamnasti fylgifiskur Bandaríkjanna við Alþýðu- blaðið og í Alþýðuflokknum. Vitað er, að óánægja er með framboð hans meðal Alþýðuflokksmanna hér á Akranesi, enda er almannarómur, að þeim hafi verið óvirðing sýnd með því að senda þeim slíkan frambjóðanda — sem auk þess aðeins einu sinni eða tvisvar hefur stigið fæti í kjördæmið — í stað traust flokksmanns á staðnum eða einhvers forvígismanna flokksins, t. d. Sigurjóns Ölafsson, sem ákveðið var, að viki af lista flokksins í Reykjavík. 1 Skagapistli, sem Benedikt skrifar af heimsókn nokkurra íslenzkra blaðamanna í danska sementsverksmiðju, segist hann hafa gerzt þreyttur þegar á heimsóknina leið. Við getum fullvissað hann, að tniklu — miklu — miklu þreyttari verður hann eftir fram- boð sitt hér. Sigurdór Sigurðsson er öllurn Akurnesingum góðkunnur fyrir ötulan þátt í málefnum bæjarins hálfan þi’iðja áratug og er vinsæll af öllum, sem hann þekkja. Hann þarf engra tneðmæla með. Við síðustu alþingiskosningar hefðu rösklega þrjúhundruð atkvæða nægt til að koma Stefáni ögmundssyni á þing, sem landskjörnum þingmanni sósíalista. Síðan það var hefur sósí- alistum á Akranesi 'bætzt verulegt fylgi, eins og bezt sást af síðustu kosningum til þings A. S. I., þegar listi þeirra og stuðningsmanna þeirra fékk fleiri atkvæði en nokkru sinni fyrr. Möguleikar Sigurdórs til að komast á þing eru þess vegna góðir, — jafnvel mjög góðir. Margur mun án efa vera reiðubúinn til að stuðla að því keð atkvæði sínu, að Akurnesingar og Borgfirðingar fái tvo fulltrúa á þing, annan úr hópi bænda, hinn úr hópi sjó- tttanna og verkamanna. Yrði þá hag bæjarins og sýslunnar ólíkt betur borgið á alþingi, þegar þau hafa þannig tvo þing- tnenn til að tala máli sínu, hvor í sínum flokki. Komi þá síð- Ur til þess, eins og stundum hefur þótt bregða við, að velferð- Urmál bæjarins yrðu borin fyrir borð. KOSNIN G ASKRIFSTOF A Sósíalistafélagsins er á Krókatúni 16 — Skrifstof- an er opin alla daga vikunnar frá kl. 8—io síðdegis. Sími skrifstofunnar er 276. Það er mjög þýðingarmikið, að sem flestir komi á skrifstofuna og veiti allar þær upplýsingar, sem að haldi mega koma. DÖGUN Mikil er triiin á trú- girni fólksins. Ekki klýjar Sjálfstæðisfiokk- inn við lýginni frekar en fyrri daginn, og mikil er trú hans á trúgimi fólksins, ef hann ætlar fólki að gleypa við fullyrðingum hans um að Dögun sé gefin út fyrir rúss- neskt fé og stjórnað þaðan. En hverju getur hann ekki búizt við að íslenzkir kjósend- ur trúi, heildsalaflokkurinn, sem hefur aflað mestu af sinu fylgi með þeirri máttlausu og auðsæjustu lýgi sem hugsast getur, sem sé því að telja fólki trú um, að hann sé allra stétta flokkur. Annars væri æskilegt ef rit- nefnd Framtaks hefur þetta rússneska fé og fyrirskipanir til Dögunar undir höndum, að þeir vildu í votta viðurvist af- henda okkur hvom tveggja, það væri fróðlegt að sjá hvoru tveggja og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu fyrir þá að gera slíkt, fyrst þetta er „sann anlega" fyrir hendi. Beinafundurinn .... Framhald af 1. síðu. máli, þar sem þau fundust, og i,g—2 metra undir stórstraums flóði. — Er það svo merkilegt? — Af því mætti kannske ráða, að um eitthvert sig hafi verið að ræða þarna upp frá hjá ykkur. Þá kvæði meira að niðurbroti sjávarbakka og foki. Það gæti hugsanlega skýrt, hve djúpt beinin liggja. Annars vil ég ekkert um þetta fullyrða að svo stöddu, segir Sigurður. — Hefurðu nú þegar gert þér ákveðnar hugmyndir um, hvernig beinin hafa borizt þangað, sem þau fundust? —- Erfitt er að komast að raun um það. Mér finnst of mikið hafa fundizt af rostungs beinum um Suð-vesturland til að um rostungsveiðar hafi verið að ræða. Rostungar eru sjaldséðir hér við land, — held- ur Sigurður áfram, víkur frá andartak, kemur aftur með fornfálega skræðu, flettir nokkrum blöðum og bregður fingri yfir skrælnaða síðuna. — Hér er sagt frá, eins og þú sérð, að Grænlandsfar braut á Hvítárnesi 1266 og fórst með tólf manna áhöfn. Samt eru ekki miklar líkur til að bein- in séu einmitt þaðan. Tíðar samgöngur voru við Grænland af kaupförum með grávöru, allt fram yfir aldamótin 1400 og síðar. — Sigurður flettir aftur nokkr- um blöðum i skræðunni og heldur áfram: — Hér er t. d. sagt, að Ásmundur kæstan- rassi hafi lagt Grænlandsfari sínu í Breiðarfjörð 1185. — Enn fletti hann — Fjögur skip lágu 1387 vetrarlangt í Hval- firði eftir tvo vetur í Græn- landi, — þannig mætti lengi telja. Ekki hefur vantað tæki- færi til að ná sér í rostung í þá tíð. — Hvað verður nú um beinin og heldurðu rannsóknunum á- fram? — Beinin eru komin á safn. Sporin hræða .... Framhald af 1. síðu. öðrum orðum rýrður kaup- máttur iauna hins vinnandi fólks, það verður krafa Fram- sóknarflokksins við næstu stjórnarmyndun, fái hann að- stöðu til að koma þar nærri. Hitt er svo eins víst, að þó að Alþýðuflokkurinn telji sig i dag vera á móti gengislækk- un og lofi þvi fyrir kosningar að vera það, þá svíkur hann öll sín loforð fái Stefán Jóhann & Co. aðeins tækifæri til að sitja í ríkisstjórn með hvaða kjörum sem honum verður boðið upp á, þá eru öll kosn- ingaloforð frambjóðenda flokks ins gleymd, rokin út í veður og vind, þetta er reynsla íslenzkr- ar alþýðu af kosningaloforð- um þess stjórnmálaflokks, sem , ber nafn hennar, til þess eins að blekkja fyrir kosningar. Þegar Alþýðuflokkurinn myndaði i fyrsta sinn ríkis- stjórn á Islandi 1947, lofaði hann því að lækka dýrtíðina. Hvernig hefur hann efnt þau loforð? Dýrtíðin hefur aldrei verið eins mikil og nú, og þó hefur þessi ríkisstjórn setið við völd í tvö og hálft ár. Alþýðu- flokkurinn lofaði því einnig þá, að rýra ekki kjör hins vinnandi fólks, enda er það brot á stefnuskrá hans. Hvernig hef- ur þetta loforð verið haldið? Fyrsta verk þessarar ríkisstjórn ar var festing kauplagsvisitöl- unnar í 300 stig, sem þá var Bókaf regn: Heildarútgáfa af 1)66- um Jóhannesar úr K'ótlum. Bókaútgáfa Heimskringlu hefur ákveðið, að gefa út heild arútgáfu af ljóðum Jóhannesar skálds úr Kötlum. Eftir hann hafa komið til þessa átta ljóða- bækur, sem flestar hafa lengi verið uppseldar, en heildarút- gáfan verður í tveim bindum í skinnbandi nálægt 45 örkum eða um 700 blaðsíður að stærð. Bækurnar koma út í nóvem- ber í tilefni af fimmtugs af- mæli skáldsins. Vandað verður sem bezt til hinnar nýju út- gáfu, en hún jafnframt gerð eins ódýr og kostur er. Áætlað verð beggja binda til áskrifenda er 120 kr.; heftið 145 í rexin, en 170 krónur í vandaðasta skinnbandi. Þeir sem nota vilja sér þetta tæki- færi til að eignast öll ljóð eins bezta skálds okkar, fyrir sann- gjarnt verð, geri pöntun strax til Halldórs Þorsteinssonar, Sunnubraut 22, sími 174. Ég held rannsóknunum áfram og sendi að þeim loknum inn skýrslu um fundinn. Læt ykk- ur vita, ef ég rekst á eitthvað nýtt. — Að svo búnu er þakkað fyrir viðtalið og kvatt. Dr. Sigurður segir nokkur orð í kveðjuskyni í sínum hispurlausa og gaman- sama tón, sem dylur þó sjald- an nákvæmni og gerhygli vís- indamannsins. eftir útreikningi Hagstofunn- ar 328 stig. Þetta kauprán rík- isstjórnarinnar eitt út af fyrir sig, nemur hvorki meira né minna en hálfu þriðja þúsundi króna á ári af launum þess verkamanns, sem vinnur að- eins 8 stunda vinnudag, með núverandi grunnkaupi kr. 3.08 og 328 vísitölustigum, og því meira kauprán, sem meira er unnið. Stefnuskrá Alþýðuflokksins mælir svo fyrir að flokkurinn beiti sér fyrir afnámi tolla og óbeinna skatta, þetta stefnu- skráratriði hefur flokkurinn þverbrotið. — Eins og alþjóð er kunnugt hafa tollar og ó- beinir skattar að minnsta kosti þrefaldast í tið núverandi rík- isstjórnar og lætur nú nærri að helmingur vöruverðs í land- inu sé heildsalagróði, tollar og skattar. 1 skjóli hafta og vöruvöntun- ar elur þessi rikisstjórn svarta- markaðs-braskara við brjóst sín, og hlutast beinlínis til um að erlendur gjaldeyrir sé seld- ur á svörtum markaði í land- inu til þeirra, sem hafa efni á því að stunda lúxusflakk og heimshornaflæking, en íslenzk- ir sjómenn geta ekki fengið vetlinga á höndurnar eða sjó- stígvél á fæturna sökum gjald- eyrisskorts að sögn Alþýðu- flokksrikisstjórnar Stefáns Jóh. Stefánssonar, þó hvílir svo að segja öll gjaldeyrisöflun þjóð- arbúsins á þeirra herðum, en það gildir víst einu, hvort þeir a'fla hans vetlingalausir og í lekum stígvélum eða betur búnir, slíkt er aukaatriði fyrir þá háu herra, nema ef vera skildi svona rétt fyrir kosning- ar, en þá verður vafalaust gripið til hinna þjóðfrægu lof- orða, svo haldgóð sem þau hafa reynst. Kjósendur góðir, væri það nú ekki vel þess vert, að þoka þessum pólitísku spaðagosum til hliðar, og gefa þeim frí frá störfum, þó ekki væri nema eitt kjörtímabil, með svo ein- földum hætti, að öll alþýða þessa lands kjósi sósíalista við alþingiskosningarnar 23. okt. n. k. Skortur á háttvísi Nokkuð hefur borið á því, að börn þau sem hafa verið að selja Dögun hafa orðið fyrir aðkasti og sneypum af hálfu andstæðinga sósíalista. Slíkt hátterni á ekkert skylt við heiðarlega stjórnmálabaráttu, en ber aðeins vott um skort á háttvísi. Börnin eru aðeins að vinna sér inn aura og eiga að vera utan við allt stjórnmála- þjark. Dögun vill brýna það fyrir velunnurum sínum, að þó þeim gremjist þessi framkoma við börn þau er selja fyrir okkur, að forðast að gjalda þar líku líkt, heldur koma vingjarnlega og kurteislega fram við þau börn, sem bjóða þeim blöð and- stæðinga okkar.

x

Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.