Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 5

Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 5
mála stofuna svo að hún falli vel við út- lit þitt? — Láttu nú ekki eins og bjáni, Pétur, sagði hún, og var vottur af meðaumkun í röddinni. Ef ég býð ungum manni heim, þá vil ég vera í sem heppilegustu umliverfi. — Já, já — auðvitað, gat ég stunið upp, þó ég að vísu næði varla andanum. Ég fór að athuga, að nú gæti hún ekki fundið upp á fleiru, sem kæmi flatt upp á mig. En þá dró hún upp stóra Ijósmynd af sér — og gerði mig alveg mát. Það voru sjálfsagt einar tíu myndir af henni á borðinu, en hið einkennilega við þær allar var það, að þær voru klipptar út þannig að hárið vantaði. — Þessar rnynd- ir verða aðalskelfingin í næstu martröð, sem ég fæ sagði ég. — Eíún hló, einkennilega hljómfögrum hlátri. sem ég hafði aldrei heyrt fyrr. — Þetta er nýi hláturinn minn, Pétur, sagði hún. Ég hef æft mig alla síðustu viku. Hvernig finnst þér hann? Ég kinkaði kolli. — Hann er mjög við- kunnanlegur. — Og þessar myndir, sagði hún og fór að lírna þær á teiknipappír, eru fyrirmyndir að nýrri hárgreiðslu. Nú átt þú að segja mér, hver þeirra þér finnst fara mér bezt. Hún teiknaði ýmis konar greiðslur á myndirnar og rétti mér þær jafnóðum. Ég valdi að lokum eina með jöfnum, stuttum krullum um allt höfuðið. — Hugsa sér, þetta hefði mér sjálfri aldrei dottið í hug að velja, sagði hún og athugaði myndina vandlega. — Jú, ef til vill. Ég er ekki frá því, að þú hafir rétt fyrir þér. Hún lagði myndirnar til hliðar og sagði: Ég þakka þér innilega, Pétur. Þú ert sannarlega góð- ur félagi. En nú skidum við fá okkur te- bolla og kökur. — Þú ætlar þó víst ekki að telja mér trú um, að þú hafir------ — Jú, Pétur, sagði hún. Ég hef reyndar SKEMMTISÖGUR bakað kökur. Nú átt þú að segja mér hvern- ig þér falla þær — — — JjEGAR ég háttaði um kvöldið, gat ég ekki sofnað. Það var ekki vegna þess, að ég hefði borðað of mikið af kökum. Nei, cn ég var alveg yfirkominn og forviða af þess- uni kynnum mínum af hernaðaraðferðum kvenfólksins. Auk þess fannst mér ein- hvernveginn sem ég væri kominn inn á óleyfilegt svið, en í hverju það vasri fólgið, varð mér fyrst ljóst tveim dögum síðar, er ég gekk inn í Rauða salinn í stórverzlun Manders, en það var staður, sem ég myndi aldrei hafa komið í, hefði Rut ekki neytt mig til þess með þrábeiðni sinni. Ég átti að mæta henni í skrautgripadeild- inni klukkan tvö, en engin Rut var sjáan- leg þegar ég kom. Aftur á móti rak ég strax augun í litla og verulega indæla tátu, sem var að skoða þar eitthvert kvenskraut, og mér varð töluvert starsýnt á hana. Ekk.i á neinn eggjandi hátt, heldur bara vingjarn- lega og með aðdáun. — Starir þú þannig á allar ókunnugar stúlkur?, spurði hún. Þetta var Rut. Ég roðnaði eins og ég hefði verið farðaður með „Æskublóma." — ,Ég þekkti þig ekki, sagði ég, og það var cins satt og ég stóð þarna. — Hin nýja snyrting gerði andlit hennar ferskt og Ijómandi. Hárið var klippt og skreytt eftir teikningunni, sem ég valdi, og gaf henni þennan þýða og fjörlega blæ, sem mér finnst fara ungum stúlkum bezt. — Við förum upp í lyftunni, sagði hún. Það eina sem þú þarft að gera, er að láta rymja tvisvar í þér, þegar þér finnst kjóll fara mér vel. Rauði salurinn var vissulega rauður — gólfteppið, húsgögnin og jafnvel afgreiðslu- stúlkan, sem fór inn fyrir með Rut, meðan ég sat eftir og reyndi að láta sjálfan mig hæfa umhverfinu. 3

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.