Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 24

Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 24
Það gerðist á nýjársmorgni Sakamálasaga eftir VALENTINE GREGORY gF ráðskonan, frá Yewell, hefði ekki verið svo heyrnarsljó, og ef stofustúlkan Nancy Heath hefði ekki verið í borginni þegar þetta gerðist, hefði dauði Storrs prófessors á nýársdagsmorgninum ekki ver- ið jafn dularfullur. Þó dauða hans bæri brátt að, vannst hon- um þó tími til að kalla á hjálp. Rafmagns- taflan í eldhúsinu sýndi það, og það sást einnig á því, hvernig liann lá á gólfinu í herbergi sínu, er hann fannst. En þvi miður, á þeirri stundu er hann andaðist, var frú Yewell uppi á lofti og heyrði ekki í bjöllunni. Annars hefði Iiún ef til vill verið hjá honum síðustu andar- tökin, og þó hún hefði ekki getað bjargað lífi hans, hefði hún ef til vill heyrt hann segja eitthvað eða séð hann gefa einhverja bendingu, sem hefði getað varpað ljósi á þennan sorglega atburð. En í þess stað dó prófessorinn óhugnan- lega snögglega og aleinn, og hlaut, eftir því sem Colvin læknir áleit, að hafa verið dá- inn í að minnsta kosti klukkustund, þegar frú Yewell fann lík hans. Hún hélt auðvitað strax, að hann hefði fengið hjartaslag, og fyrsta hugsun hennar var að senda eftir lækninum, en prófessorn- um hafði verið illa við síma, og slíkt tæki var ekki til í húsinu. Hún varð því að bíða þar til stofustúlkan, Nancy, kom heim. Það var símaklefi spölkorn niður með veg- inum til Doring Hatch, og henni fannst ekki hún geta yfirgefið húsið, þegar svona var ástatt. Meðan hún beið í öngum sínum eftir Nancy, gat hún ekki látið vera að hugleiða afleiðingarnar, sem dauði prófessorsins hlaut að hafa í för með sér, ekki fyrir ætt- ingja hans, heldur einnig fyrir hana sjálfa. Hún hafði verið ráðskona í Danes Cott- age síðan prófessorinn, eftir heimkomu sína frá Austurlöndum fyrir fimm árum hafði keypt þetta litla hús í titjaðri Doring Hatch. Það hafði verið þægileg staða, og þar eð prófessorinn var ekki nema sextíu og fimm ára, hafði hún vonað að verða þarna að minnsta kosti tíu ár enn. Loksins sá hún Nancy koma og veifaði í ákafa til hennar. Unga stúlkan hraðaði sér. „Prófessorinn hefur fengið slag," sagði frú Yewell. „Flýttu þér niður í símaklefann og hringdu til Colvin læknis, og segðu hon- um að koma strax.“ Dauðskelfd sneri Nancy við og hljóp nið- ur veginn. Hún kom aftur eftir örfáar mín- útur. „Læknirinn sagðist Jtoma samstundis," sagði hún. „Líður prófessornum mjög illa?" „Hann er dáinn," sagði frú Yewell. „Dáinn — Frú Yewell leit hátíðlega upp í loftið og kom um leið auga á rafmagnstöfluna. Hún starði skelfd: „Hann hefur hringt á mig, og ég hef ekki heyrt það." Hún brast í grát og lét 22 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.