Skemmtisögur - 15.04.1953, Page 29
sér fyrst til mín, og svo get ég farið með
honum í spítalann."
„Komið með hann hingað og borðið
kvöldverð með okkur,“ bauð Wjilliam
Storr.
Umsjónarmaðurinn kinkaði kolli og flýtti
sér burt.
„Eg vona innilega, að þetta mál verði
upplýst sem fyrst,“ sagði William Storr við
systur sína. „Það er andstyggilegt að hugsa
sér, að morðingi leiki lausum hala meðal
okkar.“
Winifred leit óttaslegin á hann. „Willi-
am, þú átt þó ekki við, að Frederick eða
Albert ...“
„Ég á ekki við neitt,“ sagði William
þungbúinn. „Mér fannst bara þeir hegða
sér kynlega.“
„Það getur verið einhver ókunnur — það
hlýtur að vera einhver ókunnur, sagði
Winifred.
„Það getur verið. En það er undarlegt,
að engu skuli liafa verið stolið. Ef um
morð er að ræða, getur grunur fallið á okk-
ur öll. Ég er feginn, að þér skyldi hug-
kvæmast Harkness prófessor. Geti nokkur
ráðið fram úr þessu máli, er það hann.“
Umsjónarmaðurinn braut innsiglið að
skrifstofudyrunum, kveikti ljósið og vék til
hliðar.
Harkness gekk nokkur skref inn í stof-
una, stanzaði og leit í kringum sig.
„Sýnið mér nákvæmlega hvar hann lá,“
sagði hann.
Umsjónarmaðurinn sýndi honum það og
skýrði fyrir honum stellingar líksins. Stein-
þegjandi tók Harkness að rannsaka her-
bergið í krók og kring. Hann hafði strax
litið á arinteppið þegar hann kom inn, en
beið með að rannsaka arininn þar til síðast.
Á arinhillunni stóð marmaraklukka og ei-
lííðaralmanak í mahogníhylki. Það sýndi
daginn 1. janúar 1950.
Hann leit á hvern einstakan hlut og síð-
SKEMMTISÖGUR
an á teppið, slétti úr því stillti sér svo á
það, rétti höndina í áttina að klukkunni,
sneri sér svo til hliðar. fálmaði með hönd-
unum og riðaði, eins og hann væri að detta.
„Drottinn minn —“ sagði umsjónarmað-
urinn. „Þér eruð þó ekki veikur?“
Án þess að svara rétti prófessorinn úr
sér og leit á teppið. Það lá næstum eins og
áður, undið til og hrukkað.
„Ég vildi gjarnan tala við ráðskonuna,“
sagð hann og settist við skrifborðið. „Viljið
þér biðja hana að koma.“
Umsjónarmaðurinn flýtti sér út og leit
um leið til Willam Storr, sem hafði fylgzt
af áhuga með hinu undarlega framferði
prófessorsins. Hann kom eftir andartak á-
samt frá Yewell.
Nú sagði Harkness. „Þér eruð ráðskonan?
hafa margir heimsótt prófessorinn ný-
lega, eða hefur hann fengið mörg bréf?“
„Ég minnist ekki að nokkur hafi heirn-
sótt prófessorinn síðustu vikurnar, en nokk-
ur bréf hefur hann fengið — enda eru nú
áramót. Og í gær l'ékk hann líksL. pakka,
veit ég.“
„Hvernig leit hann út?“
„Það var pappaaskja.“
„Sáuð þér prófessorinn opna hana?“
„Nei. Ég lagði hana á borðið hans.“
„Hvenær sáuð þér öskjuna svo næst?“
„Núna í morgun um ellefuleytið, þegar
ég kom með mjólk handa prófessornum.
„Og hvar ex hún nú?“
„Ég lagði liana út í brennikassann."
„Viljið þér sækja hana. Mig langar til
að skoða hana.
Frú Yewell flýtti sér út og kom aftur með
öskjuna. Harkness tók hana og skoðaði
hana með stækkunargleri. Á lokinu var miði
með vélrituðu heimilisfangi. Póststimpill-
inn var London E. C. og dagsetningin var
28. desember.
„Þér ættuð að taka hana i yðar vörslu,
27