Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 31

Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 31
við skrifborð hins látna. Frederick Royce ■leit á hann. „Afsakið," sagði hann, „en má ég spyrja yður með hvaða rétti þér eruð hér? Mér hefur skilizt, að þér ætluðuð að lesa erfðaskrá frænda míns. Eruð þér lög- maður?“ „Nei, það er ég ekki,“ sagði prófessorinn rólegur. „Ég er hér eftir ósk frænda yðar, Williiams, til að rannsaka h;inn leyndar- dómsfulla dauða frænda yðar. Og þar sem hann er elzti meðlimur íjölskyldunnar, álít ég það næga heimild. „Finnst yður það ekki?" „Nei, það finnst mér hreinskilningslega sagt ekki. Og það finnst bróður mínum ekki helclur. Við mótmælum blátt áfram nærveru yðar hér.“ „Gott og vel,“ sagði Harkness hvasst. „en nú er ég kominn hingað, og ég ætla að gera það, sem ég álít skylclu mína. Áður en við byrjum á erfðaskránni, hef ég hugsað mér að segja ykkur hvernig dauða frænda ykk- ar bar að höndum." Hann þagnaði andar- tak og virti fyrir sér eftirvæntingarfull and- litin. „Síðan á sunnudaginn, að ég var hér síð- ast, höfurn við White umsjónarmaður átt annrikt. Við höfum starfað í samráði við Scotland Yard. í fyrri viku, á gamlárskvöld, fékk Storr prófessor pakka með póstinum. Það var pappaaskja með vélritaðri áritun. 1 henni var almanakið, sem stendur þarna á arinhillunni — sakleysislegur lilutur og auk þess mjög gagnleg gjöf á þessum tíma ársins. Frændi ykkar hefur án efa undrazt yfir, hver hafi sent honum þessa gjöf. En að hugsunum hans getum við einungis leitt getum. Aftur á.móti eru önnur atriði, sem við vitum með vissu. Hann tók alman- akið og setti það, þar sem það er núna, og þar lét hann það standa óhreyft, þar til fyrsta janúar. Nancy — stofustúlkan — tók eftir því, þegar hún kont hér inn að morgni þess fyrsta janúar. Hún sá, að það sýndi daginn 28. desember, en hún leiðrétti það ekki — annars hefði þessi atburður orðið með öðrtmi hætti. UM ellefuleytið kom frú Yewell inn til prófessorsins með mjólk handa honum. Það var í síðasta sinn, sem nokkur sá hann á lííi, en síðan getum við rakið, hvað gerzt hefur. Hanii bað frú Yewell að taka burt tómu pappaöskjuna, og það bendir á, að hann hafi hugsað til almanaksins. Þegar hún var farin, hefur liann gengið að arinhillunni og snúið neðstu skrúfunni, unz ártalið 1950 kom fram, því næst-þá efstu, til að fá fram mánuðinn, og síðan hefur hann tekið urn þá í rniðið til að fá daginn 1. janúar. í sömu andrá og talan kom frarn, virkaði falin fjöður og löng nál skauzt út úr hlið- inni á öskjunni og stakk hann í þumal- fingurinn. Honum varð svo hverft við, að hann hrökk aftur á bak og var nærri dott- inn og þá aflagaðist tcppið. En stungan var hættulegri en hann grunaði. Hún varð banásár hans. Nálin var þykkt smurð með einu hinu sterkasta og fljótvirkasta eitri, sem til er — curare. Hann féll á knén og skreiddist að bjölluknappinum til að hringja á hjálp. Honum tókst aðeins að þrýsta á knappinn', svo hné hann niður ...“ Flann þagnaði og horfði hvasst á andlit- in fyrir framan sig. „Hvað síðan gerðist, vitið þið öll. Þið voruð kvödd hingað og spurð af White um- sjónarmanni. Flr. William Storr hringdi til mín og bað mig að taka málið að mér. Ég get nú sagt ykkur, að þið hafið öll verið undir stöðugu eftirliti síðan á rnánu- daginn. Án þess þið vissuð, var einnig fylgzt með þeim, sem þið áttuð tal við. Án þess þið vissuð, náðum við í fingraför ykkar og rannsökuðum efnahagsástæður ykkar. Við vitum í hvaða vcrzlun almanakið var keypt, afgreiðslumaðurinn þekkti kaup- SKEMMTISOGUR 29

x

Skemmtisögur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.