Stúdentablað lýðræðisjafnaðarmanna - 15.10.1943, Blaðsíða 5
STÚDENTABLAÐ LÝÐRÆÐISJAFNAÐARMANNA
5
Hvers vegna kjósum við A-listann?
r -• ........................................ i
f , ;
Jón Ingimarsson stud. med.
Áður en við nýju stúdentarnir
göngum að kjörborðinu og veljum
hagsmunamálum okkar í fyrsta skipti
forvigismenn, verðum við að líta
gaumgæfilega í kringum okkur, at-
huga í ljósi þess þroska og þeirrar
þekkingar, sem við höfum þegar
aflað okkur, hvað er að gerast.
Þegar við innritumst í þessa æðstu
menntastofnun landsins, öðlumst
við margvisleg og mikilvæg rétt-
indi. En þar fylgir einnig sá böggull
skammrifi, að okkur eru lagðar
margþættar og veigamiklar skyldur
á herðar, skyldur, sem við verðum
að rækja. Það hefir komið i okkar
hlut að njóta þeirrar æðstu mennt-
unar, sem þjóðin getur veitt þegnum
sínum, en þá ber okkur í staðinn að
sýna henni, að við séum þessa
verðugir. Þjóðin veitir okkur það
bezta, sem hún hefir að bjóða, en „æ
sér gjöf til gjalda.“ Og hvernig eig-
um við stúdentarnir, sem kallaðir
erum óskabörn þjóðarinnar, að
gjalda þessa gjöf? Að mestu leyti
verður hver og einn að svara þessari
spurningu sjálfur. Almennt talað er
samt óhætt að segja, að þjóðin ætlist
til þess, að við verðum ötulir bar-
áttumenn hennar á komandi timum,
og að við helgum henni krafta okkar
i baráttunni fyrir heill hennar og
framtið. En til þess er einnig ætlazt,
að við látum okkur nú þegar miklu
varða velferð þjóðarinnar, tökum af-
stöðu til dægurmála hverra tima og
veitum því fylgi okkar, sem heilla-
vænlegast er. Þó eru þetta ekki þær
einu skyldur, sem okkur eru lagðar
á herðar. Við höfum einnig skyldur
að rækja við sjálfa okkur og sam-
stúdenta okkar. Þær skyldur eru m.
a. fólgnar í því að velja hagsmuna-
málum okkar ötula og dugandi for-
vígismenn, menn, sem eru til þess
hæfir að ráða farsællega fram úr
vandamálum okkar og vera fulltrú-
ar okkar gagnvart þjóðinni. Þessa
menn erum við að velja, þegar við
kjósum í stúdentaráð, og hver hugs-
andi maður sér, að slikt val má ekki
vera af neinu handahófi gert. Enginn
má heldur sitja hjá og láta sig engu
skipta, hvernig valið tekst. Menn,
sem komnir eru jafnlangt á mennta-
brautinni og við, ættu að vera lausir
við þá minnimáttarkennd og þann
veikleika,. sem bannar þeim að taka
hreina afstöðu til sérhvers máls.
Látið ekki stjórnast af slíkum
einkennum miðlungsmannsins. At-
hugið málin, myndið ykkur skoðun
um þau og takið afstöðu til þeirra í
samræmi við það, sem ykkur finnst
eðlilegast og réttast í hvert skipti.
Skyldur ykkar gagnvart ykkur
sjálfum, samstúdentum ykkar og
þjóðinni í heild bjóða ykkur að taka
afstöðu til stúdentaráðskosninganna.
Bregðist ekki þeirri skyldu!
Nú í ár ganga vinstri menn í ann-
að sinn sameinaðir og samhentir til
úrslitabaráttu við hin rikjandi aftur-
haldsöfl í stúdentaráði. Út frá sjón-
armiði okkar Alþýðuflokksmanna er
þessi samvinna eðlileg og rökrétt af-
leiðing heilbrigðs hugsunarháttar.
Öllum vinstri mönnum er það nú
ljósara en nokkru sinni fyrr, hve
brýn nauðsyn er að hnekkja óheilla-
valdi íhaldsmeirihlutans og velja í
stúdentaráð þá menn, sem ákveðið og
ötullega geta ráðið málum okkar
stúdenta, menn, sem eru lausir við
allan undirlægjuhátt við rikjandi
skipulag, menn sem geta gert og vilja
gera það, sem þeim er ætlað.
Yið Alþýðuflokksmenn höfum at-
hugað með nákvæmni og gaumgæfni,
hvern þátt við gætum átt mestan í
því að velja stúdentum heppilega
forustu og ótrauða forvigismenn. Að
því máli athuguðu fannst okkur eðli-
legast að taka höndum saman við
aðra vinstri menn innan skólans
og hefja baráttuna sameiginlega, —
baráttu þá, sem leiða mun til falls í
haldsmeirihlutans. Samkomulag hef-
ir verið gert og sameiginlegur fram-
boðslisti til stúdentaráðskosninganna
lagður fram. Með þessu móti er kom-
ið í veg fyrir það, að atkvæði vinstri
manna falli til einskis á fleiri lista.
Með þessu móti er allur kraftur upp-
byggingaraflanna í skólanum sam-
einaður gegn harðsvíruðum tals-
mönnum úrelts skipulags. Þetta er
að okkar dómi eina leiðin eins og
sakir standa til þess að hrinda af
okkur Vökuíhaldinu.
Aldrei fyrr hafa sigurvonir okkar
vinstri manna verið jafnglæstar og
nú. Aldrei fyrr hefir íhaldsmeiri-
hlutanum verið jafnmikil hætta búin.
Eins og þjóðin í heild snýr æ skýrar
og skýrar baki við hinu úrelta auð-
valdsskipulagi, eins verða þeir æ
fleiri og fleiri meðal nýju stúdent-
anna, sem skipa sér undir merki
vinstri stefnanna og hasla sér völl til
baráttu fyrir hugsjónum jafnaðar-
stefnunnar.
En vita skuluð þið, að þeir Vöku-
menn gefast ekki upp baráttulaust.
Nei, fyrir dyrum stendur hörð og
grimmileg barátta, barátta, sem
verður harðari en nokkurn grunar.
Þess vegna verðum við vinstri menn
að beita öllu því afli, er við höfum
yfir að ráða. Enginn má liggja á liði
sinu, heldur verða allir að gera sitt
til, hver og einn verður að gera það
sem hann getur. Þú getur ráðið úr-
slitum þessara kosninga með starfi
þínu. Sé einhver félaga ykkar enn
haldinn þeirri minnimáttarkennd að
geta ekki mótað sér sjálfstæða skoð-
un eða tekið skýra afstöðu til mál-
arina, þá verðið þið að sýna honum
fram á mikilvægi þessara kosninga,
sýna honum fram á, að enginn má
sitja hjá aðgerðarlaus. Til þess eins
höfum við réttinn til að kjósa að við
notfærum okkur hann.
Við verðum að hefja öfluga sókn
fram til sigurs.
Þú verður að taka þátt í þessari
sókn okkar, veita okkur fulltingi þitt
og brautargengi; þannig stuðlar þú
að sameiginlegum sigri okkar. Þótt