Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 45

Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 45
B E R G M Á L 1 95 6 ------------------------ „Já, ég held nú iþað. Auðvit- að,“ svaraði hún. „Þú varst al- veg olræt. En það var bara svo andstyggilega hált á götunni að þú rannst til þess vegna og komst harkalega niður, vinur minn. En, hamingjan sanna og sæla, slíkt getur komið fyrir hvern sem er.“ „Vafalaust,“ sagði hann. „Drottninguna af Saba hvað þá aðra. — Svo að ég hlassaðist niður á gangstéttina? Það er kannske skýringin á því hvernig heilsa mín er núnal Ja-há, þarna kemur það! En þú vildir ef til vill vera svo góð að segja mér hvað svo gerðist eftir þetta?“ „Nei, heyrðu nú, Gummi — þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú munir ekki hvað svo gerðist? Það getur verið að mér hafi fundizt þú vera búinn að fá einum of mikið á meðan ’setið var undir borðum — ekki þess vegna samt, að þú varst alveg olræt, en þú varst óneit- anlega kominn, í góða stemmn- ingu. En þú varðst svo alvarleg- ur eftir að þú datzt. — Ég vissi alls ekki, að þú gætir verið svona — manstu ekki að þú sagðir mér, að ég hefði aldrei . séð þinn innri mann fyrr? Ó, Gummi, ég' myndi ekki geta afborið það ef þú myndir ekki eftir langa, yndislega bíltúrn- um, sem við fórum í, á eftir! Segðu að þú munir eftir hon- um, segðu það! Ég er viss um að ég myndi deyja á stundinni ef þú manst ekki eftir honum.“ „Ju-ú, jú, auðvitað,“ sagði hann. „Bíltúrinn — jú, auðvitað man ég eftir honum — mjög langur bíltúr í .... hm?“ „Ekki veit ég hve marga hringi við ókum í kringum lystigarðinn,“ sagði hún. „En hvað trén glitruðu í tungsljós- inu. Og þú sagðir að þú hefðir aldrei vitað af því fyrr, að þú hefðir sál.“ „Já,“ sagði hann, „ég sagði það. Að ég hefði sál.“ „Þú sagðir svo margt fallegt við mig,“ sagði hún. „Og hugsa sér annað eins, allan þennan tíma, sem við höfum þekkzt, hefir mig aldrei grunað að þú bærir þessar tilfinningar í brjósti til mín, og ég hefi ekki þorað að láta þig sjá ihvernig ég hefi hugsað til þín. Og svo brauzt það út í gærkvöldi — ó, elsku, yndislegi Gummi, ég held að þessi bíltúr verði örlagastund í lífi okkar.“ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.