Alþýðublaðið - 30.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1920, Blaðsíða 4
# ALÞÝÐUBLAÐI0 ðlajur frilrikssoi 09 Sigorlur jónsson. á bát og brenni verður haldið við skúr Steinolíufé- lagsins hjá Battaríisgarðinum laugardaginn 31. þ. m. og hefst kl. 10 fyrir hádegi. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 28. jan. 1920. Jóh. Jóhannesson. Pyrir þingkosningarnar skrifaSi Siguröur Jónsson bæjarfulltrúi (eða iét skrifa) í Visi, grein um það, hvað Ólafur Priðriksson sækti illa fátækranefndarfundi. Gaf það til- efni til þess, að Ó. F. fór veikur upp úr rúminu á fund þann, er Jakob Möller hafði boðað, og kost- aði það hann síðar mánaðarlegu En þó Jakobsliðar og Sjalfstjórnar- skríll æptu að honum, komst hann þó það, að skýra hve hlægileg var árás einmitt á hann fyrir að hann rækti ekki bæjarstjórnarstörf sín. Hið brosmilda gula andlit Einars Arnórssonar prófessors var eitt af þeim, sem gat að líta í mann- þrðnginni, svo þab hlýtur að véra á móti betri vitund, að hann nú ritar í Mgbl. í gær: „í nefndum hefir Ólafur lítt starfað, eftir því sem kunnugir menn segja. Sjald- an komið á fundi þá stundvíslega og eigi talið sig hafa tíma til að sitja á þeim til enda“. Menn taki eftír: Árásin í Visi var aðeins um að Ó. F. sækti illa fátækranefndarfundi, en Einar Arn- órsson, sannleikspostuli og laga- prófessor, gerir sér lítið fyrir og lætur það ná til allra nefnda í bæjarstjórn. Mest af störfum fátækraDefndar er í þvi fólgið, að ákveða hve inikinn styrk styrkþegar bæjarins eigi að fá í það og það skiftið. Til þess að vera fær um að dæma um hve mikið þessi eða hinn maður þurfl, þarf maður að þekkja persónulega hag þeirra, sem um er að ræða. En slíka þekkingu hafa varla aðrir en þeir, sem annaðhvort eru innbornir menn bér í Reykiavík, eða þá lengi hafa verið verkstjórar eða barnakenn- arar. Ó. F. hefir því skiljanlega lítið getað lagt til þessara mála í fátækranefnd, og ekki dottið í hug að sitja á fundi bara til þess að horfa á hina fundarmennina, ef hann hafði annað starf að inna fyrir Alþýðuflokkinn. Hvað öðrum bæjarstjórnarnefnd- um. viðvíkur, sem Ó. F. situr í, þá er sannleikurinn sá, að hann hefir aldici /arið af fundi áður en hann var úli, og oftast verið með þeim fgrstu, sem komu á fundinn. Það eru mjög fáir af þessum nefndarfundum, sem Ó. F. hefir vantað á, og af þeim fáu til- fellum stafa flest af því, að hann hefir þá ekkert fundarboð fengið, af því ekki hefir til hans náðst. Þessi ummæli Mgbl. eru því hreinustu Einarsrök. En þar sem það upprunalega var Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi, sem kom þessu öllu á stað, þá látum oss athuga starf hans i bæjarstjórn og koma með dæmi: 17. október árið 1918 fól bæjar- stjórnin fátækranefnd að íhuga, hvort þörf væri á uppeldisstofnun fyrir munaðarlaus böin. Fátækranefnd fól þriggja manna undirnefnd að athuga málið. í þá nefnd voru kosnir einn fátækra- fulltrúi og tveir bæjarfulltrúar af liði Sjálfstjórnar, og var annar þeirra Sigurður Jónsson. Pessi nefnd er ekki farin að starfa enn, og nú er janúar 1920, en hún var kosin i október 1918. Annað dæmi: Á bæjarstjórnarfundi 18. febr. 1919, eða íyrir næstum ári siðan, bar Sigurður Jónsson fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að kjósa tvo menn í nefnd með borg- arstjóra, til þess að koma fram með tillögur til breytinga á lðgum um manntal í Reykjavík. Skal nefndin hafa lagt tiilögur sínar fyrir bæjarstjórnina fyrir lok marz- mánaðar næstkomandi". Tillaga þessi þótti mjög þörf, meðal annars af því, að ein höfuð- ástæða fyrir því hváð kjörskrár jafnan eru vitlausar, er það hve i manntalið er skakt. Hún var því Prímnsa- og olíuofnavsðgerð- in Laugsveg 27 er flutt á Lauga- veg 12 (í poitinu). samþykt í einu hljóði, og við kosn- ingu í nefndina hlutu sæti í henni Sigurður Jónsson með 10 atkv. og Sveinn Björnsson með 5 atkv. Menn taki nú eítir seinni hluta tillöguDnar: nefndin átti að hafa lokið störfunum fgrir marzlok 1919, og nú er komið fram í janúarlok 1920, og hún er enn- þá ekki farin að starfa, enda er kjörskrá sú, er nú er gengið eftjr til bæj irstjórnarkosninga, vitlaus- ari en nokkur kjörskrá hefir verib áður, og þótti þó nóg áðurt Nefndin átti að hafa lokið starft að l1/? mánuði liðnum, en nú eru liðnir ll1/* mánuður, og nefndio er ekki byrjuð að starfa enn, og ekkert útlit á að hún byrji fyrst um sinn! Ætli það hefði ekki verið eins gott, að minnast ekki á illa rækt bæjarstjórnarstörf? Undarlegt. í grein um bæjar- stjórnarkosuingarnar í Mgbl. É gær, er sagt, að „þó*t undarlegt megi virðast* þá sé þó svo að sjá sem „ýmsir sækist heldur eftir' að komast í bæjarstjórn, þó fyrIf það starf sé ekkert borgað. Höfundur greinarinnar er Ein.kr Arnórsson prófessor. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.