Goðasteinn - 01.09.2023, Page 95
93
Goðasteinn 2023
félögum í sýslunni og félagið hefur m.a. stutt Hjúkrunarheimilið Lund á Hellu,
heilsugæsluna, grunnskólann á Hellu, leikskólann Heklukot og menningarsal-
inn á Hellu. Kvenfélagið hefur árum saman staðið að jólaskemmtunum fyrir
börnin í sveitarfélaginu.
Fjáraflanir hafa verið með ýmsu móti, veislur og móttökur, erfidrykkjur, sala
á veitingum í Reyðarvatnsréttum, farið hefur verið á sölumarkað með brodd og
félagið hefur tekið þátt í mörgum verkefnum til að styrkja samfélagið.
Mikil og góð samvera félagskvenna hefur einkennt allt starfið, hvort sem
það eru fundir í heimahúsum eða ferðalög innan lands sem utan.
Í tilefni 100 ára afmælisins var farið til Glasgow í október 2022. Ferðin tókst
vel í alla staði.
Lífið væri fátæklegra ef ekki væru til kvenfélög um allt land og saman kom-
um við í Sambandi sunnlenskra kvenna og Kvenfélagasambandi Íslands.
Í kvenfélaginu Unni höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að ungar kon-
ur hafa gengið í félagið og eru nú 39 konur í félaginu. Sú yngsta er 32 ára og sú
elsta 95 ára.
Kvenfélagið Unnur ber aldurinn vel, enda er þetta skemmtilegur, góður og
gefandi félagsskapur.
Ferðamynd: Aftasta röð f.v. Hrafnhildur Andersdóttir Hellu, Agnes Ólöf Thorarensen Hellu,
Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir Lambhaga, Anna Björgvinsdóttir Varmadal, Berghildur Gylfa-
dóttir Hellu, Hjördís Rut Albertsdóttir Hellu, Hanna Valdís Guðjónsdóttir Sólvöllum, Jóhanna
Hannesdóttir Hellu, Snæbjört Ýrr Einarsdóttir Hjarðarbrekku 2, Guðbjörg Ísleifsdóttir Hellu,
Kristín Bragadóttir Selalæk, Helena Kjartansdóttir Hellu, Linda Þorsteinsdóttir Hellu, Unnur
Hróbjartsdóttir Hellu, Sigrún Marta Gunnarsdóttir Hellu, Lovísa Björk Sigurðardóttir Hellu.
Miðröð f.v. Anna María Kristjánsdóttir (rauð peysa) Maríuvöllum, Esther Markúsdóttir (stend-
ur hjá Önnu Maríu) Hellu, Guðfinna Antonsdóttir Hellu, Helga Dagrún Helgadóttir Hjarðar-
brekku 1. Á myndina vantar Drífu Hjartardóttur Keldum og Guðnýju Árnadóttur Ægissíðu.