Goðasteinn - 01.09.2023, Page 215
213
Goðasteinn 2023
Bragi Árnason
f. 14.6. 1938 – d. 19.1. 2022
Útför frá Stóra-Dalskirkju 29.01.2021
Bragi Árnason var fæddur á Bjarkalandi, Vestur-Eyja-
fjöllum hinn 14. júní árið 1938 og hann lést á dval-
arheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal þann 19. janúar
2022.
Foreldrar hans voru þau Ísleif Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Borgareyr-
um og Árni Kristinn Sigurðarson bóndi og sundkennari frá Steinmóðarbæ.
Börnin þeirra Ingibjargar og Árna voru 5, og var Bragi þeirra næst yngstur,
elstur var Sigurður og næst á eftir honum hún Unnur, svo Trausti og yngstur var
Valdimar. Öll eru þau nú látin, blessuð sé minning þeirra.
Skólaganga Braga var hefðbundin skólaganga þess tíma sem oft á tíðum gat
verið stopul á tímum farskólans. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og
lærði á trommur hjá Guðmundi R. Einarssyni sem var í sveit á Bjarkalandi sem
barn og hélt alltaf kunningsskap.
Þeir bræðurnir Sigurður, Trausti og Bragi stofnuðu hljómsveit sem fékk
nafnið Bjarkalandsbræður. Trausti var hljómsveitarstjórinn og lék hann á harm-
onikku, Sigurður lék á gítar og Bragi á trommurnar. Bjarkalandsbræður léku
víða fyrir dansi í sveitinni.
Bragi var einnig í öðrum hljómsveitum, m.a Safír-sextett, Tígultríói, Eldum
og Glitbrá, og spiluðu þær hljómsveitir víða, ma. í Reykjavík, Strandasýslu,
hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu þar sem frábærlega var hugsað um hana og
ástvinir þakka nú af heilum hug. Þar lést Ásta þann 30. mars 2022, 83ja ára að
aldri.
Ásta var jarðsungin frá Selfosskirkju, 13. apríl 2022 og jarðsett í Villinga-
holtskirkjugarði.
Haraldur M. Kristjánsson fyrrv. sóknarprestur