Goðasteinn - 01.09.2023, Qupperneq 228
226
Goðasteinn 2023
Ingólfur Björnsson
f. 30.11.1925 – d. 10.1.2022
Ingólfur Björnsson fæddist í Vestmannaeyjum, 30.
nóvember 1925 og var einkasonur móður sinnar, Guð-
rúnar Úlfarsdóttur frá Fljótsdal í Fljótshlíð. Föður sín-
um, Birni Kristni Einarssyni, frá Siglufirði, kynntist
hann aldrei, en ólst upp hjá móður sinni. Hann átti níu
systkini samfeðra og var kominn á fullorðinsár þegar hann hitti tvö þeirra fyrst
þegar hann var á vertíð í Vestmannaeyjum. Um sextugt og síðar, kynntist hann
svo hinum systkinum sínum sem þá lifðu. Þau sem nú eru látin voru í aldursröð
þessi: Ásta, Einar Grétar, Björn, Hjalti, Friðrik og Anna Margrét. Þau sem lifa
hálfbróður sinn eru þau: Rósa Dagmar, Sveinn Viðar og Hafþór.
Fyrst um sinn dvaldist Ingólfur með móður sinni í Eyjum, en árið 1926 réði
hún sig sem vinnukonu að bænum Drangshlíð hér í sveit, til hjónanna Gissurar
Jónssonar og Guðfinnu Ísleifsdóttur er þar bjuggu. Þar ólst Ingólfur upp eftir
það og eignaðist uppeldissystkini og ævilanga vini í börnum og fósturbörnum
þeirra hjóna, Gissurar og Guðfinnu. Hann hélt tryggð við þau alla tíð, en nán-
astir honum urðu þeir Kristinn Skæringsson og Vilhjálmur Þorbjörnsson, sem
voru honum sem bræður og brölluðu þeir margt saman.
Ingólfur stundaði hefðbundið barnaskólanám undir Austur-Eyjafjöllum og
fór ungur að vinna, eins og þá var alsiða. Hann starfaði aðallega í sveitinni til
tvítugs en þá fór hann á sína fyrstu vertíð til Vestmannaeyja, sem hann gerði
svo í tólf vetur eftir það. Í sveitinni tók hann þátt í að byggja Skógaskóla og
barnaskólann í Skógum, en var auk þess víða í kaupavinnu. Fljótlega kom í ljós
að Ingólfur var laghentur múrari og kom sem slíkur að fjölda bygginga í sveit-
inni og nágrenni, stóran hluta ævi sinnar.
Ungur kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Sigurgeirsdóttur frá
Hlíð. Þau gengu í hjónaband 25. október 1959.
Saman varð þeim hjónum fjögurra barna auðið, sem eru: Sigurgeir Líndal,
fæddur 25. júlí 1960. Sambýliskona hans er Drífa Björk Guðmundsdóttir. Synir
hans og fyrrverandi eiginkonu, Elvu Bjarkar Birgisdóttur, eru tveir og barna-
börnin fjögur. Næstur er Guðni Úlfar, f. 13. ágúst 1962 og kvæntur Magðalenu
K. Jónsdóttur. Þau eiga saman fimm börn en Ingólfur Freyr sonur þeirra, lést
á fyrsta aldursári, 17. ágúst 1994. Fyrir átti Magðalena eina dóttur, sem ólst að
mestu upp á heimili þeirra Guðna. Barnabörn þeirra eru sjö að tölu. Þriðja í
röðinni er Guðrún Þórey, fædd 2. maí 1964. Maki hennar er Þorgeir Guðfinns-