Goðasteinn - 01.09.2023, Page 232
230
Goðasteinn 2023
börnin sín, af þeim myndarskap að eftir var tekið – allt svo vel unnið og vandað
og eftir nýjustu tísku úr BURDA-blöðunum og tískuvöruverslununum þar sem
hún tók púlsinn á nýjustu straumunum.
Jóna Lilja hafði yndi af garðrækt, og um það vitnuðu garðarnir hennar í
Holtsmúla og líka á Hólavanginum og allt blómgaðist í höndum hennar. Rósir
voru hennar uppáhald, og flestir fóru af hennar fundi með fallega rós eða plöntu
úr garðinum.
Hún hafði stóran matjurtagarð og ræktaði grænmeti og hugaði vel að því að
fólkið hennar fengi góðan og hollan mat, nóg af grænmeti og gott atlæti í alla
staði.
Jóna var trúuð kona. Hún veitti börnunum sínum kristilegt uppeldi og fór
með bænirnar með þeim á hverju kvöldi. „Vertu Guð faðir faðir minn“, var
bænin hennar Jónu. Hún las mikið fyrir börnin sín og sagði þeim endalausar
sögur. Þau biðu spennt eftir músasögunum sínum sem mamma spann upp á
staðnum og bjuggu yfir góðum og hollum boðskap fyrir ungar sálir.
Á heimilinu var lögð áhersla á að tala gott og vandað íslenskt mál.
Hún skráði dagbók, sérstaklega frá uppvaxtarárum barnanna og ýmislegt úr
daglegu lífi fjölskyldunnar. Og hún tók líka myndir og setti þær skilmerkilega
inn í albúm og merkti vel. Hvorttveggja fjársjóður fyrir afkomendurna.
Hún sinnti fjölbreyttum störfum sem ung kona og áður en hún gerðist hús-
móðir í sveit, sem hún var lengst af, og einnig eftir að hún flutti að Hellu. Hún
vann í mjólkurbúð hjá Mjólkursamsölunni, í sláturhúsi, fiskvinnslu, húshjálp,
var ráðskona hjá SS í Hvolsvelli og í Hrauneyjum. Var forstöðukona skóla-
athvarfs í Reykjavík og leiðbeinandi á Lundi.
Í fjölda ára prjónaði hún fyrir Rauða krossinn og lagði alltaf áherslu á að það
sem hún prjónaði væri fallegt – að það gleddi mæðurnar sem við því tóku.
Hún var félagi og í stjórn kvenfélagsins Lóu um árabil og lagði þar mörgum
góðum málum lið í samheldnu samfélagi kvennanna í sveitinni.
Jóna átti gott ævikvöld á Ási, þar eignaðist hún góða vini, bæði í heim-
ilisfólkinu og starfsfólkinu. Hún lést þar 27. apríl sl. Útför hennar fór fram frá
Skarðskirkju 7. maí 2022 og jarðsett í Skarðskirkjugarði.
Halldóra J. Þorvarðardóttir