Farmasía - 01.06.1946, Síða 16
hefur einnig fengizt með því að gefa strepto-
mycin eftir holskurði.
N O TK U N
Með intravenous innspýtingu hafa allt að
200,000 einingar af streptomycíni uppleystu í
10 cc af fýsíologiskri saltupplausn verið gefn-
ar í senn á þriggja stunda fresti. Einnig hafa
verið gefnar allt að 4 millj. eininga á dag
með intravenous dreypiaðferð.
Með intramuscular innspýtingu hafa
venjulega verið gefnar 100,000 ein. í senn
leystar í 1 cc.
Með subcutaneous innspýtingu hafa 100,000
ein. uppleystar í 1 cc verið gefnar á þriggja
stunda fresti.
Með intrathecal innspýtingu hafa verið
gefnar 100,000 ein. leystar í 5—10 cc á eins
til tveggja sólarhringa fresti.
Með úðun til innöndunar hafa verið gefnar
50,000 ein. leystar í 1 cc allt að 10 sinnum á
dag. Slík úðun hefur verið notuð við berkl-
um í 4 vikur samfleytt.
Með inntöku kemst lítið sem ekkert strep-
tomycin út í blóðið, en til þess að eyða bakt-
eríum í meltingarfærunum hefur hálf millj.
upp í nokkrar millj. eininga verið gefnar á
dag.
í Springfield, Ohio lagaði maður nokkur
mjög svo frumlegan coctail, sem samanstóð
af joðáburði, terpintínolíu, steinolíu, rottu-
eitri, benzíni, skósvertu og brennivíni. Fram-
leiðandinn var og fyrsti neytandinn en komst
þó lífs af.
★
I holdsveikrahælinu við Carville í Louisana
hefur prómín og díasón verið notuð með
furðulega góðum árangri við holdsveiki.
Prómín og díasón eru lyf, sem aðalle’ga hafa
verið reynd við berklaveiki, en notkun þeirra
við holdsveiki hafa gefið mikinn og tvímæla-
lausan bata, einkum hjá þeim sjúklingum,
sem þolað hafa þessi eitruðu lyf lengst og í
stærstum skömmtum. Díasón hefur þann kost
umfram prómín, að ekki þarf að gefa það
sem innspýtingu.
UM KEMISKA
óamóetningti pejiici
íllS
Aundanförnum árum hefir verið unnij að
því af kappi að komast að kemiskri sam-
setningu penicillíns. í Bretlandi hafa 17 rann-
sóknarflokkar, og í Bandaríkjunum 21 rann-
sóknarflokkur haft samvinnu í þessu má'i.
í SCIENCE 21. des. s. 1. er gefin skýrsla um
helztu niðurstöður þessara rannsókna til árs-
loka 1944.
í penicillín-flokknum eru kunn mörj efni,
sem öll hafa empirísku formúluna
C!) H4
O , SN
ll
R,
en R hefir mismunandi gildi, eins og efiir-
farandi tafla sýnir:
Penicillín-afbrigði
F-penicillín (penicillín-I)
Dihydro-F-penicillín
G-penicillín (penicillín-II)
X-penicillín (penicillín-III)
K-penicillín
gildi B
pentenyl
n-amyl
benzyl
p-hydroxy-benzyl
n-heptyl
Penicillín eru sterkar monobasiskar sýrur,
sem gefa kolsýru, penilloaldehyð og amíno-
sýrur penicillamín, þegar helt er á þau sterk-
um óorganiskum sýrum. Penicillamín hefir
verið búið til syntetiskt.
Með hydrolysu á penicillíni fæst dikarboxíl-
sýra, penicilloin-sýra, og myndast líklega fyr-
ir áhrif frá enzymi, sem nefnt er •peniciilín-
ase. Ef notaðar eru þynntar sýrur, við 30°C,
fæst penillinsýra. Með súblímati gefur pen-
illínsýra penillamín, en með baríumhydroxíði
gefur hún isopenillínsýru.
Bygging penicillín-molekúlanna er að vísu
eigi fullkomlega kunn, en uppistaðan er lík-
lega annað tveggja: Iaktam (I) eða laktón(II)
8
FARMASÍA