Helsingjar - 01.07.1943, Qupperneq 34
16
Helsingjar
brutust hér inn í landið og
rændu það og er sagt að þeir
hafi flutt hurt öll verðmæti
hofsins, en notað sjáifa bygging-
una fyrir hænahús sinnar trúar.
Síðasta eyðileggingaraldan, sem
flæddi yfir þetta veglega must-
eri hinnar forngrísku menning-
ar og trúarbragða, var, þegar
Feneyingar sátu um Akropólis-
hæðina og lcigðu hofið að miklu
í rústir með stórskotahríð. Á
síðari árum hefur svo nokkuð
verið unnið að endurreisn þess,
en ltægt hefur því verki miðað
áfram.
Við yfirgefum svo þennan
fornhelga stað í fylgd með leið-
sögumanni okkar, því við eigum
eftir að skoða fleira í þessum
grafreit hellenskrar gullaldar,
sem svo illa hefur verið leikinn
af erkióvini mannkynsins, styrj-
öldum um auð og völd.
I norðurhlíð Akropólishæðar-
innar, stendur Erekþejonhofið,
sem einnig var Iielgað gyðju
horgarinnar, Pallas Aþenu. Þar
var geymt eitt elzta líkneski
hennar, skorið í tré, og þar við
hofið óx sá heilagi olíuviður, er
gyðjan lét spretta, er hún deildi
við sjávarguðinn um landið.
Og þar er jafnframt saltvatns-
uppsprettulindin, er spratt fram,
þegar sjávarguðinn laust bergið
með þrífleini sínum.
Erekþejonhofið er byggt í
íonisk 'm hyggingarstíl, súlurn-
ar standa á fæti; — eru jafngildar
upp en breiða sig svo út í eins
konar krónu efst og hvílir þakið
þar á. í einni útbyggingunni er
þó vikið frá íoniska stílnum. í
staðinn fyrir súlur, Iiafa verið
reistar sex höggmyndir af nökt-
um konum, og á höfði þeirra
hvílir þakbyggingin, en sjálf
standa líkneskin á upphækkaðri
veranda (verönd). Sömu sögu er
að segja um þetta hof eins og
Parþenon. Það er allt meira og
rninna í rústum og í aumkunar-
verðu ástandi, jafnfagurt og stíl-
hreint sem það mun hafa verið
á (ildum áður.
— Viljið þið ekki líta á högg-
myndasafnið. Það er hérna í
húsinu fyrir neðan, segir gamli
leiðsögumaðurinn við okkur.
Og við göngum niður að lágu
húsi sem er Jrar í brekkunni.
Við göngum inn á eftir leið-
sögumanni okkar. Hér er mikið
af meira og minna brotnum
höggmyndum. Margar eru þær
handleggja- og fótalausar og
jafnvel höfuðlausar. „En þær
hafa aldrei verið krypplingai
eða vanskapaðar", segir gamli
maðurinn kíminn og stoltur í
senn. En nú eru þetta allt orðin
eintóm brot, heldur hann
áfram. Mestur hlutinn af okkar
fegu'rstu fornu höggmyndum
eru okkur glataðar að eilífu.
Eitthvað af ])eim hefur verið
gelið til Bretlands og prýða nú
listasafnið (British Museum) í
London; — miklu hefur verið