Helsingjar - 01.07.1943, Page 38

Helsingjar - 01.07.1943, Page 38
20 Helsingjar A öndverðu íyrsta starfsári hælisins var enginn bókakostur til og þá þegar sýnilegt, að úr því yrði ekki bætt nema með félagssamtökum sjúklinganna, enda stofnuðu þeir svo að segja strax sitt bóklausa „Bókasafn". Fé var þá ekkert fyrir hendi, er grípa mætti til, nema það litla, sem þeir sjálfir gátu af mörkum látið, og hjá því varð ekki komizt, að leggja á einstaklingana æði i þunga skatta, enda hlífðust þeir ekki við því, sem til þess voru færir, minn- ugir þess gamla máltaks, að betra er beríættum en bókarlausum að vera. Hinir efnaminni urðu í fyrstu að standa utan þessa félagsskapar og neita sér um þau réttindi, sem hann kæmi til með að veita. Fyrstu bækur í félagseign sjúklinga munu hafa verið gefnar. Það voru nokkrar sálmabækur og ein biblía. Sennilega hafa þær orðið fyrstar til að prýða litla skápinn með glerrúðunum, þar sem bókasafninu var fyrirhugaður staður. Hann tók aðeins yfir rúman fermetra að veggfleti, en samt var hann veglegur í augum sinna umkomulitlu ráiðamanna, fullur af fyrirheitum og björtum vonum. Fyrsta vandasama úrlausnarefnið var ekki eingöngu peningahliðin, þótt það væri óneitanlega stórt atriði, heldur einnig val bóka á þeim mikla mark- aði, sem um var að ræða, samanborið við kaupgetuna. Hér fór sem annars staðar, að sitt sýndist hverjum, en alltaf varð að skera af kröfunum og þræða bil beggja. Og allt til þessa dags hafa þessi vandamál meira eða minna strítt á hugi þeirra manna, sem forræði hafa haft á hendi. Við stofnun hælisins skrifaði yfirlæknir þess, Jónas Rafnar, blaðagrein, þar sem hann fór þess á leit, að almenningur styrkti hælið til þess að eign- ast bókasafn handa sjúklingunum. Má því segja, að hann hafi gert sitt til þess ^ að grundvöllur yrði að þvi lagður, enda bar það strax nokkurn árangur, þótt síðar gætti þess verulegar. En einstæð tímamót markast í þroskasögu þessa óskabarns sjúklinganna, er því úr óvæntri átt og órafjarlægð barst drengileg hjálp á mjög erfiðum timum. Vestur í Ameríku hefur lengi dvalið mætur landi vor, Soffanías Thorkels- son, Eyfirðingur að ætt og uppruna. Hann er þjóðinni svo kunnur, meðal annars af blaðaskrifum og útvarpserindum, að óþarft ætti að vera að kynna hann frekar lesendum þessa rits. Arið 1931 kófst hann handa um útgáfu bókar vestan hafs, sem að megin- efni inniheldur safn bréfa og bréfkafla frá systurdóttur hans, Ingveldi Jóns- dóttur, er eftir margra ára sjúkdómsstríð andaðist á Vífilsstöðum árið 1930. Bók þessa nefndi hann Bréf frá Ingu, héðan og handan, og skýrir það nafn uppistöðu hennar. Það virðist sannarlega ekki hafa hvarflað að Soffaníasi að stofna til þess- arar útgáfu í gróðaskyni, ekkert gat verið fjær hans hugarfari og lífsskoð- un. Alls óskyldur tilgangur lá frá upphafi þar til grundvallar. Fremur af glöggskyggni en kynningu af málum, fann hann þörf til athafna, sem hann svo útfærði i sérstaklega viðeigandi formi. Þeim einum áskildi hann allan hagnað bókarinnar, er sömu döpru æíikjörum urðu að sæta, sem hans kæra trændkona. Kunnugir munu telja það vel hlíta, að minning hennar er tengd svo drengilegu verki. I nokkrum formálsorðum, er bókinni fylgja, segir útgefandi á þessa leið: „Allur ágóði, sem verða kann af þessari bók, verður gefinn til tæringarspítal-

x

Helsingjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.