Helsingjar - 01.07.1943, Síða 39

Helsingjar - 01.07.1943, Síða 39
Helsingjar 21 anna á íslandi — Vífilsstaða- og Kristneshælanna — og hafður til styrktar bókasöfnum þeim, er sjúklingarnir hafa komið þar á fót. Þótt margir hafi styrkt sjúklinga í þessu þarflega fyrirtæki, þá vantar mik- ið á það, að bókasöfnin séu svo fullkomin, sem æskilegt væri, því að það er hin mesta skemmtun margra fróðleiksfúsra sjúklinga að lesa sér til dægra- styttingar og upplýsinga“. Þess þarf tæplega að geta, hve ómetanleg hjálp þessi höfðinglejja gjöf var okkar litla safni, eftir að sala hófst með tilstyrk margra hjálpfúsra handa um borg og byggð. En þáttur S. Th. er ekki þar með allur. Vm leið sendi hann safninu fjölda ágætra íslenzkra bóka og tímarita, sem bundin voru i fallegt og endingargott band. Arið 1932 gefur hann út framhald bókarinnar, „Bréf frá lngu og tleirum héðan og h.andan“, og sendi hana einnig hælunum í sartia tilgangi, sem hið fyrra sinn. Allar bækurnar komu frá hans hendi í snotru bandi og prýðilega umbúnar. Það sýndi bezt hug Soffaníasar til þessa fyrirtækis, er hann var þarna að styðja, að hann, þrátt fyrir fjarlægðina, studdi verulega að sölu bókarinnar í þeim tilgangi, að skjótum árangri yrði náð, þar eö hann vissi, aö þöríin var brýn. Sjúklingar hælanna standa í mikilli þakkarskuld viö Soffanías Thorkels- son, þakkarskuld, sem aldrei verður goldin svo sem vert er. Skal ekki fjöl- yrt um það trekar. Enda er það vitað, að honum er litt að skapi lof og þakk- ir. En þáttur hans í málefnum sjúklinga þótti of veigamikill og einstæður til þess að fram hjá honum yrði gengiö hér án sérstakrar viðurkenningar. Þótt bókasafn sjúklinganna sé enn ekki stórt að vöxtum né fullkomiö aö gæðum, er þó hvort tveggja fyllilega að vonum, og fært hefur reynzt aö gera öllum málsaöilum kleiít að njóta þess með hóflega vægu gjaldi. Það er einn- ig fyrir löngu flutt úr litlu skápnum, og má segja, að vonir þær, sem við hann voru tengdar, hafi rætzt fyrr og betur en á horfðist. Þrátt fyrir það eru hin gömlu vandamál engan veginn úr sögunni, eins og áður hefur verið sagt. Þó geta sjúklingar nú horft bjartari augum til framtíöarinnar vegna þeirra sigra, sem unnizt hafa, fullvissir þess, aö skilningur stjórnarvalda og almenn- ings á högum þeirra og kjörum, fer vaxandi og líkurnar til fjölþættari úr- ræða að sama skapi. Hin allra síöustu ár hefur hæliö sjálft lagt fram nokk- urt fé til bókakaupa. Aður hafði það lagt til áhöld til bókbands, sem sjúkl- ingar haía notfært sér eftir því, sem kunnátta þeirra og heilsuskilyrði leyfðu a hverjum tíma. Með þeim fjárráöum, sem safnið hefur nú, verða árleg bóka- kaup mjög að takmarkast og alveg sérstaklega vegna hins háa verölags. Þá er bókband og viðhaldskostnaöur safnsins allverulegur útgjaldaliöur, sem mjög hefur farið vaxandi hin síöari ár. Að sjálfsögðu verður seint hægt að uppfylla allar óskir manna, er aö þessu lúta, en hins vegar væri það mjög æskilegt, að betur væri hægt aö svara kröfum yfirstandandi tíma og að því er nú verið aö vinna. Þegar við litum til baka yfir liðin ár, hljótum viö að minnast margra styrktar- og velgerðarmanna safnsins. Þeir eru sannarlega fleiri en svo, að hér verði með nöfnum neíndir. En í nafni sjúklinganna skal þetta tækifæri notað til þess að flytja þeim, hverjum og einum, verðskuldaðar þakkir. Bóka- safnið mun ávallt verða eitt mesta verðmæti sjúklinganna, sem þeir eiga völ á, og þeirra bezta dægradvöl. Sjálfir munu þeir eftir fremstu getu hlúa

x

Helsingjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.