Alþýðublaðið - 31.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Orð |rá 6ooð-cemplara. „Eigi skal úlf til öryggis ala“, mun hann aldrei glepsuna greiða góðu, peim er rétti. fað á að kjósa í bæjarstjón hér í dag. Enn hefi eg ekki sóð nema tvo lisla. Á báðum eru ýmsir msetir menn. Get eg að flokkleys- ingjar muni hafa til beggja handa um það, hvorum þeir eiga að ' fylgja. Eg er einn þessara flokkleysingja. En eg sé fljótt hvorn eg kýs. Og rökin til þess eru þessi. Pegar eg gerðist Reykvíkingur hér á árunum, voru hér ýmsir flokkar ráðandi. Mér líkaði ekki til fulls stefna né starf neins þeirra. En þar sem eg ekki vildi sitja bjá aðgerðalaus, þá studdi eg þann, sem mér þótti einna geðsiegastur; en það var „Framö. Þó kom það fyrir, að þar voru á boðstólum svo rótarlegir og gegnsósa vínbelgir, að eg gat ekki fylgst með. Þegar Sjálfstjórn var stoínuð, þá krossbrá mér. Markmið þess félagsskapar þarf ekki að minna menn á, né nefna það, hverjir mynduðu félagið — ámur, tunnur, kvartil, kútar, belgir, brúsar, flöskur og staup af öllum stærð- um, tegundum og gerðum, — reglulegir þjóðþrifa-úlfar, ýmist í eigin búningi eða með sauðargær- ur að meir og minna leyti. Og hvað sé eg fyrst í hinni endurstofnuðu Sjálfstjórn? Sömu kvikindin. En nú er þar með mikill hópur af öðrum þeim, sem eg hélt að aldrei mundu geta né vilja g'anga á bekk með slíkum fénaði. Slíkt fólk verð eg að kalla þjóðþrifa-sauði. -Því það er reglu- legur sauðarskapur, að bindast félagsskap við þenná óheilinda- og óheilla-hóp. Þegar eg leit þenna hóp af jafn andstæðum og sundurleitum kröft- um, jafn alóskildar skoðanir á ýmsum mikilsverðustu málunum, sem fyrir bæjarstjórn geta komið, þá leist mér ekki á blikuna. Það var áreiðanlega eitthvað óheilbrigt við þetta. Bygging úr svona alskonar eíni, sem á engum grunni var reist, gat ekki staðið lengi og átti «kki heldur neinn rétt á að standa. Hvað var það, sem gat valdið því, að þessar gjörólíku skepnur hlupu svo saman í hnapp? Það gat ekki verið annað en hræðsla. En hræðsla við hvað? Þeim hefir víst sýnst þeir sjá ljón, þar sem var samtök alþýðu- félaganna. Eg skal ekki um það dæma, hvort vert var eða er að óttast þessi samtök. En hitt veit eg, hvernig úlfarnir haga sér, og það vildi eg mega benda sauðunum á.; Úlfar eru ætíð úlfar, eins þótt þeir hafi kastað yfir sig annarskonar gæru og fengið sér annan svip. Þeir eru altaf að gera það sem þeir þora, á bak við hina. Þair smá-narta og murka úr hóp þeirra kind eftir kind. Og fari svo, að ljónið snúi við þeim bakinu, eðaj veikist svo, að þeir þori að hreyfa sig, sem þeir vilja, þá ráðast þeir á sauðina og rífa þá alla í sig. Þetta megið þið, góðir hálsar, reiða ykkur á, því úlfum slíkum er als góðs varnað og aldrei að treysta. Þessa er eg fullviss, því mun eg þá aídrei styðja. Eða haldið þið að þeir muni kjósa stórstúkumennina, eða aðra af því sauðahúsi, sem hafa látið fleka sig í þenna hóp? Nei. Þeir strika þá alia út, en setja ámuna sína fremst. Af þessu fylgi eg þeim ekki og mun aldrei gera, hversu fagurt sem þeir flagga. Fé verður jafnan fóstra líkt. Hinn flokkurinn stendur á- föst- um, eðlilegum grundvelli, og hefir í heild altaf verið samur við sig og fyigt hinum betri málstað. Hann á líka hugsjónir, og þær fagrar. Þið flokksleysingjar, sem viijið landi óg bæ vel í framtíð, þið kjósið þá alþýðulístann. Það mun eg gera. Eg tel víst, að ekki þurfi að brýna alþýðumenn sjálfa. Þeir vita hvar skórinn kreppir. Og konur sjá hvar sinn líka þær sent geta í bæjarstjórn. Mun þeim það trygg- ara, en að eiga alt undir körlun- um, þótt sumir séu góðir, ef hugs- unarsamir eru og hugulir. En „ámur“ og „kútar“ hafa aldrei verið ofþyngd af þeim eiginleikum. Mætumst heil í dag, munum eldri og yngri misgerðir. Eg man og hefi margt séð og vil heidur hafa fast undir fótum. Grásteinn. Fjárhagsspeki Sjálfstjórnar. „íþyngjum nú einu sinni al- Þýðunni með útsvörum!“ Hafið þið heytt það! Vitið þi3 hver er sfðasti búhnykkur Sjálí- stjórnarf Sum vita það kannske, önnur ekki. Svo það er bezt a& skýra ykkur frá hve fjártnálaspek* in er á háu stigi hjá því heiðraða félagi peningapokanna! E'ns og þið vitið situr niður- jöfnunarnefndin nú á rökstólum og er það í sjálfu sér engin fregn. En ttllögur sjálfstjórnarliðsins eru svo óviturlegar, að ekki er rétt að ganga þegjandi fram hjá þeita. Tillögurnar eru: Að leggja nú einn sinni svo þnngt útsvar á verkamenn, sjómenn og all® iðnaðarmenn, að þeir fái vern- lega ástæðn til að kvarta. Það verður að gera ráð fyrir því, að þessir háu herrar sjái hve nautvitlaust þetta er, frá fjárhags' Iegu sjónarmiði séð. En sé sV<> hví gera þeir það þá? Þvískalhef ósvarað. En aðeins skal bent a hver sfleiðingin verður af þessu- Fjöldi manna fær svo hátt útsvatV að hann annaðhvort getur ekki borgað það, eða ef haan borgar það verður hann að draga útsvaf' ið frá daglegum þörfum sír«ue°- En þar með er ekki alt búið. í>tf‘ fái bærinn ekki útsvörin borguð* minkar gjalaþol hans, skuldi«»ar hljóta að aukast og þar með svörin að hækka næsta ár. En eigi að leggja þung útsvör á a*" menning ár frá ári, verður aflei^' ingin gjaldþrot hæjarins. En hver er þá leiðin út úr þess' um fjárhagsógöngum sem Sjá^' stjórn hefir komið bænum í? Hu® er sú, og engin önnur en sú, a^ bærinn byrji svo fljótt sem unt er að reka arðvænleg fyrirtsek1* og þá fyrst og fremst togaraútveg* Sýnið nú Sjáífstjórn einu sifluj' að þið séuð ekki ánægðir me það, að hún féfletti ykkur, en steypi bænum í fjárhagslega glet” un. Liggið ekki á liði ykk*r' Segið kunningjum ykkar frá þessu heimskulega athæfi Sjálfstjóín»r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.