Víðförli - 01.06.1950, Page 48

Víðförli - 01.06.1950, Page 48
46 VÍÐFÖRLI óstöðugar og háðar mannlegum breytileik. Það, sem er metið og dáð í dag, getur verið úrelt að ári. Trúarsannfæring, sem er svo sterk, að hún megnar að ráða breytninni, er hinn trausti sið- gæðisgrundvöllur. Hitt atriðið, sem ég nefndi, er þjóðskipulagið. Oss er öílum meira og minna kunnugt um ýmsan þann mismun, sem þar gel- ur verið um að ræða og þær andstæður, sem þar eru nú uppi og til umræðu í hinum menntaða heimi. Þær eru andstæður af því, að þær byggjast á tveim andstæðum lífsskoðunum, önnur á hreinræktaðri og óheflaðri efnishyggju, en hin á grundvelli hinnar kristnu lífsskoðunar. Þar sem hér er nú ekki rætt um trú og efnishyggju á þjóðmálasviðinu, heldur um trú og vísindi, og þar sem vísindin eru ekki fremur eign efnishyggjunnar en hinn- ar kristnu lífsskoðunar, þá verður ekki farið hér út í samanburð á þessu tvenns konar þjóðskipulagi. Aftur á móti er rétt og skylt að líta á trúna í þessu sambandi, þar sem þjóðskipulag vestrænna þjóða er kennt við kristna lífsskoðun. Mannshugsjón kristindómsins var minnst á. Samkvæmt henni erum vér mennirnir Guðs börn, allir jafnir fyrir Guði, allir bræð- ur og allir því jafn réttháir. Manngildið er ekki metið einungis eftir afli andans og hæfileikum í venjulegri merkingu, heldur eftir öllum andlegum verðmætum og þá ekki sízt eftir manngöfgi og mannkostum, manndyggðum. Enginn maður á rétt á öðrum til yfirdrottnunar og kúgunar. Mannhelgi er skilyrðislaus krafa og mannréttindin skulu viðurkennd að fullu. Þau skulu viðurkennd í löggjöf og framkvæmd, þar á meðal eitt hið dýrmætasta þeirra, andlega frelsið. Með andlegu frelsi er hér ált við það, sem ég hygg að sé almennur skiiningur á orðinu, þ. e. að hver andlega heilbrigður maður sé tálmunarlaus, af annarra völdum, í þeirri andlegri starfsemi og framkvæmdum, sem miða að aukinni á- nægju, þroska og lífsgildi, og að njóta hinna sömu verðmæta frá örðum, enda brjóti þetta ekki í bág við þroska, heill eða ham- ingju annarra. Þessar kröfur tií handa öllum mönnum eru í samræmi við og bein afleiðing af vorri kristnu lífsskoðun. Það er ekki vandséð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.