Víðförli - 01.06.1950, Page 58

Víðförli - 01.06.1950, Page 58
56 VÍÐFÖRLT hafi var orð, og það orð var hjá Guði, og GuS var þaS orð.1' Hér skeSur þaS, sem sjaldgæft er, að þýSing Odds fylgir orS- skipan gríska frumtextans nákvæmar en nýjasta þýðingin, og má raunar segja, aS þaS sé tilviljun, þar eð Oddur þýddi ekki úr grísku, eins og áður er sagt. En vafalítið hefur orðaröð frum- textans verið haldið í þýðingu þeirri, sem Oddur fór hér eftir, og hann liefur haft nægan næmleika á stíl til að raska henni ekki. Takið eftir: „í upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og Guð var það orð.“ Hér er beitt sérstökum stílbrögðum, reglu- bundinni klifun, sem eykur áhrifamagnið: upphafsnafnorð hverr- ar setningar er hið sama og lokaorð næstu setningar á undan, og loks lýkur málsgreininni allri með því orði, sem er megin- orð, frumlag, upphafssetningarinnar: „I upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og Guð var það orð.“ 1 þýðingu okkar hefur þessi bygging riðlazt. Nú skulu tilfærð fleiri samanburðardæmi, og getur þá hver og einn um það dæmt eftir smekk sínum og stílkennd, hvor þýð- ingin sé hversdagslegri ög hvor hátíðlegri. Leturbreytingar all- ar, nú og framvegis, eru hér gerðar mönnum til glöggvunar við samanburðinn. ÞÝÐINGIN FRÁ 1912: Og sjá, Jesús kom á móti þeim og sagði: Heilur þér! En þœr komu til og gripu um fætur hans og veittu honum lotningll. Þá segir Jesús við þær: VeriS ekki hrœddar! (Matt. 28, 9—10). Og þær minntust orða hans og sneru aftur frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu... Og orð þessi voru í augum þeirra eins og hégómaþvaSur, og þeir trúðu kon- unum ekki. En Pétur stóð upp og hljóp til grafarinnar, og er hann gægSist inn, sá hann líkblæjurnar einar. (Lúk. 24, 8—12). ÞÝÐING ODDS: Sjá! þá mœtti þeim Jesús og sagði: Heilar séu þér. En þœr gengu til hans og héldu hans fótum og krupu fyrir lionum. Þá sagði Jesús til þeirra: Eigi skulu þér óttast. Og þær minntust á hans orð. Og þær gengu hurt frá gröfinni aftur og kunngjörðu allt þetta þeim ellifu. .. Og þeirra orð virtist þeim sem væri það sjónhverfingar og trúðu eigi. En Pétur stóð upp og hljóp til grafarinnar og laut þar inn og sá línlökin einsöm liggja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.