Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 100
98 VÍÐFÖRLI
En Hfa þá postularnir samkvœmt þessu? Hið fyrsta, sem Post-
ulasagan segir um bænalíf hinna ellefu lærisveina, er það, að þéir
háfi verið með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum og
Maríu, möður Jesú, og bræðrum hans. Einnig er oss sagt, að
þeir hafi lofað Guð og haft vinsældir af öllum lýð.
Hér sjáum vér, hvernig bænalíf Jesú hefur endurspeglazt hjá
þeim. Auk þess, sem þeir rækja hinar fyrirskipuðu bænaiðkanir
Gyðinga, lifa þeir stöðugu bænalífi innbyrðis. Þegar þeir þurfa
úr einhverju vöndu að ráða eða takast á hendur einhverjar fraro-
kvæmdir, leita þeir fyrirsagnar Guðs í bæn. Af því getum vér
ráðið, að þeir eru einhuga um það að hlíta forsjá hans og einlæg
ósk þeirra er, að ríki hans megi fá altæk ítök.
: Þetta sama kemur fram hjá Páli. Hann hvetur söfnuð sinn til
að minnast sín í bæn, svo að hann fái kraft til að vinna enn betur
að útbreiðslu Guðs ríkisins.
Greinilega sjáum vér, að kærleikshugarfarið hefúr ekki vantað
í bænir postulanna .og safnaðanna af andlátsbæn Stefáns píslar-
votts: „Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar.“ En þessa
bað hann, á meðan æstur skríll var að grýta hann. Og vfirleitt
alls staðar þar, sem vér athugum sögu postulanna, sjáum vér,
hvernig hið djúpa og innilega bænalíf Jesú birtist í öllu lífi þeirra
og starfi.
Þegar vér lítum á bænalíf Jesú, hans, sem lifir og hrærist í inni-
légasta samfélagi við Guð, og jafnframt á bænalíf postulanna, seni
ávallt fara eftir því meginboðorði, að framar beri að hlýða Guði
en mönnum, hljótum vér óhjákvæmilega að komast að þeirri nið-
urstöðu, að bænin í anda Krists sé líftaug mannsins við Guð, nær-
ing trúarinnar.
II.
Frá alda öðli, á öllum þroskastigum, hefur maðurinn fundið, að
bann er ekki sjálfum sér nógur og fyrir það beint augum sínum
írl æðri máttar.
Margir balda því fram, að trúarbrögðin séu því til orðin fyrir
vanmáttarkennd og séu þau einungis mannasetningar. Um leið er