Víðförli - 01.06.1950, Síða 106
Síra Jóhann Hannesson, kristniboði:
'tvrrí-
Endurkoma Jesú Krisis, þúsund-
áraríkið og heimsendir
i.
Kenningin um endurkomuna og hina síðustu tíma var ein af
aðalkenningum Jesú sjálfs, og í frumkristninni var liún í háveg-
um höfð. En eins og mörg kjarnaatriði kristindómsins hefur hún
verið vanrækt síðastliðna áratugi, en hefur aftur vakið athygli
guðfræðinga síðustu árin. En einmitt vegna þess, að guðfræð-
in hefur vanrækt kenninguna, hafa margir sértrúarflokkar lagt
á hana mikla áherzlu, og stundum boðað hana í óandlegri og
afskræmdri mynd. „Nýja“ guðfræðin afneitaði víða kenningunni
með öllu, taldi kenninguna um endurkomuna helgisagna-hugmynd-
ir síðgyðingdómsins, og hefðu postularnir afbakað orð Jesú í
þessum efnum. En nú játa allir málsmetandi guðfræðingar, að svo
framarlega sem nokkuð verður vitað um Jesúm með vissu, þá er
það víst, að hann boðaði ótvírætt endurkomu sína. Og einróma
túlkun fornkristninnar getur ekki hafa verið byggð á misskiln-
ingi.
II.
Mörg atriði koma til greina í kenningunni um hina síðustu
tíma. Bæði G. T. og N. T. tala um, að þjóðirnar eigi að hverfa
aftur til Drottins og orð hans eigi að breiðast víða út, áður en
hinir síðustu tímar renna upp. Markmiði Guðs með mannkynið
á að verða náð. Hann gaf Abraham fyrirheitið: „Ég mun gjöra
þig að mikilli þjóð og blessa þig, og blessun skalt þú vera. (1.
Mós. 12. 2, sbr. 18.18). Af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinn-