Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 107
ENDURKOMA JESÚ KRISTS, ÞÚSUNDÁRARÍKIÐ OG ...
105
ar blessun liljóta (12.3). Og í spádómi Jakobs segir: Ekki mun
veldissprotinn víkja frá Júda . . unz hann kemur og þjóðirnar
ganga honum á hönd (1. Mós. 49.10). Og Jesús býður lærisvein-
um sínum að fara út um allan heiminn, og gjöra allar þjóðir að
lærisveinum (Mt. 28.19). Ilann segir ennfremur: Farið út um
allan heiminn og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu (Mk.
L6.15). Svo er skrifað, að boðað skuli í hans nafni öllum þjóðum
iðrun og syndafyrirgefning, — en byrjað í Jerúsalem. (Lk. 24.47).
Ennfremur segir hann: Og þessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun
prédikaður verða um alla heimsbyggðina til vitnisburðar öllum
þjóðum, og þá mun endirinn koma. (Mt. 24,14). Páll postuli tal-
ar einnig um að vekja hlýðni við trúna meðal allra þjóða (Róm. 1,
5.). Trúin kemur af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists
(Róm 10.17). Þannig á Guðs ríki að breiðast út um alla jörðina,
áður en heimsendir verður og dómurinn, þ. e. áður en Jesús Krist-
ur kemur til að dæma lifendur og dauða. En sökum þess að ísra-
elsmenn forhertu sig gegn boðskapnum, verður gangur Guðs rík-
is nokkuð annar í sumum atriðum en gert er ráð fyrir í Gamla
Testamentinu. Jesús talar um víngarðseigandann, sem seldi öðrum
vínyrkjum garðinn í hendur og segir dæmisögu um þetta í Mt.
21.41. Sami tilgangur er í dæmisögunni um brúðkaup konungs-
sonarins, þar sem veizlugestirnir höfnuðu boðinu, en konungurinn
lét bjóða hinum bjargarlausu og snauðu, þeim breyzku, særðu.
föllnu. týndu og dauðu. Mt. 22.
III.
Sérstakt vandamál var forherðing meiri hluta Gyðingaþjóðar-
innar, sem þó var útvalin af Guði. Bæði G. T. og N. T. gera ráð
fyrir þess konar forherðingu, og bæði testamentin tala um aftur-
hvarf Gyðingaþjóðarinnar. Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum,
sem hann fyrirfram þekkti, segir Páll postuli í Róm. 11,2 og í
þriðju Mósebók er gert ráð fyrir óhlýðni ísraelsmanna, en þar
segir einnig: En jafnvel þá, er þeir eru í landi óvina sinna, hafna
cg þeim ekki (26.44). Spámaðurinn Hósea segir: Langan tíma
skulu Israelsmenn sitja einir án konungs og án höfðingja .... en