Víðförli - 01.06.1950, Síða 114
112
VÍÐFÖRLl
mörgu leyti lík guðspeki nútímans. En því verðum vér aS sleppa í
þetta sinn.
En mikil breyting varð í kirkjunni, þegar hún varS ríkiskirkja.
Þá fékk hún völd, auð og áhrif, heiðingjarnir streymdu inn í hana,
ofsóknunum linnti, og grísk heimspeki flutti búferlum inn í guð-
fræði kirkjunnar. Það var því ekki undarlegt, þótt hinn frægi
kirkjufaðir Augustinus teldi, að þúsundáraríkið hefði upp runnið
með valdatöku Konstantíns (308 eða 312). Og í hinni heimsfrægu
bók sinni, Civitas Dei, segir hann, að 1000 árin séu gjörvallur
tími kristinnar kirkju. Nú var satan talinn bundinn, þegar hætt
var að ofsækja kristna menn. Og þessi kenning sat í hásætinu
um inargar aldir.
En hjá sértrúarflokkum bólaði á öðrum skoðunum. Og á dögum
siðbótarinnar og eftir hana, komu fram margar fáránlegar kenn-
ingar um veraldlegt þúsundáraríki. Urðu sumar þeirra hinar mestu
skrípamyndir og fjarstæðukennd heilabrot. Þess vegna hefur Augs-
borgarjátningin þessa aðvörun í 17. grein sinni:
..Sömuleiðis fyrirdæma þeir alla þá, sem flytja þann gySinglega
villulærdóm, að guðhræddir muni', á undan upprisu framliðinna,
ná undir sig ríki heimsins, eftir að óguðlegir hafa hvarvetna verið
undirokaðir“.
Svissneska játningin, Conjessio líelvetica XI, hafnar gjörsam-
lega kenningunni um jarðneskt þúsundáraríki og telur, að hún eigi
engan rétt á sér í guðfræðinni. Og þeir kenna, að upprisan muni
verða í einu lagi, þegar ICristur kemur aftur. Um leið er einnig
því hafnað, að jarðneskt þúsundáraríki muni geta orðið á jörð-
unni.
Þrátt fyrir þetta kom hugmyndin aftur og aftur upp. Sumir
kunnir og áhrifamiklir menn töldust hafa fengið opinberanir um,
hvenair það mundi verða. Tveir kristnir leiðtogar töldu, að það
mundi hefjast árið 1693, og höfðu þeir um tíma allmikið fylgi.
En aðrir tóku þá leiðina, að þeir fóru að reikna þetta út með tölum.
Og allir voru þeir á einu máli um það, að fyrri tíma menn hefðu
reiknað skakkt og þess vegna ekki fundið sannleikann. Og sumir
töldu, að ríkið mundi hefjast árið 1730. Hinn kunni guðfræðingur