Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 122
120
VÍÐFÖRLI
grúska I bókum eins og menntaður maður. Þú skalt bara liugsa um að
gjöra eitthvert gagn.“ Og víst var ég látin vinna — rúmlega eítir því sem
afl mitt entist til. Þessi húsbóndi minn var meðhjálpari í kirkjunni, stjórn-
aði ýmsum reglum þar og sat alltaf í keng af guðrækni — við prédikunnr-
stólinn.
Séra Árni var þá sóknarprestur í Miklaholtshreppi. Hann kom oft á þetta
heimili og talaði jafnan hlýlega til mín. Sigurður reyndi að ausa menntun
sinni yfir hann eins og aðra, en það gekk ekki vel. Svo augljós varð munur-
inn á því að vera og vera ekki.
Einu sinni hafði ég rogazt upp með fulla fötu af köldu vatni og sand
á baki til að „skúra“ gólfin. Eg nötraði af þreytu og hræðslu við húsbónd-
ann — að ég yrði nú ekki nógu fljót að þessu. I.eit þó snöggvast út um
gluggann og sá séra Árna koma þeysandi heim traðirnar. Ó, hvað ég þakk-
aði Guði þetta augnablik og fannst ég verða sterkari. Flýtti mér að klára
innra herbergið, því þangað mundi prestinum verða boðið inn. Lokaði svo
liurðinni og hélt áfram með framloftið.
Nokkru síðar sagði húsmóðirin mér að „fara þangað upp með lítið barn,
gefa því pelann sinn og láta það sofna.“ Ég sat á rúmi í frambaðstofunni,
hurðin var opin, svo ég sá, að Sigurður lá aftur á bak í rúminu, en séra
Árni gekk uin gólf. Þeir voru að tala um fermingarbörn næsta vor og var
ég ein þeirra. Svo mikið varð Sigurði um þá tilkynningu, að hann reis upp
og sagði prestinum að „ferming kæmi ekki til greina með mig að sinni,
af því ómögulegt væri að kenna mér eitt einasta orð, ég fengist ekki einu
sinni til að líta í kverið mitt.“
Ekki þorði ég að segja neitt. Grúfði mig bara niður að barninu og grét.
Séra Árni stanzaði. Leit út um gluggann, þreifaði bak við eyra sér og sagði:
„A-a, er mér farin að förlast sýn? Ég hélt að stelpan væri greind.“ Svo
sneri hann sér að Sigurði, hnyklaði brýrnar og sagði: „Láttu hana samt
kcma til spurninga þann tíma sem ég sagði. Ef hún getur ekkert lært, reyni
ég bara að láta hana skilja Faðiivor". Það varð svo úr, að ég fór til séra
Árna, og þeim námstíma bý ég að, enn í dag.
Hann prófaði okkur í lestri, skrift, eitthvað í reikningi en auðvitað aðal-
lega í kristnifræði. Sagði þó ekki blákalt að við yrðum að trúa á Guð —
heldur lét okkur sjálf athuga leiðirnar — með Guði eða móti honum. Hvað
mikið við getuni án Guðs o. s. frv. Þetta fermingarpróf líktist frekar skóla
en venjulegri kirkjuþjónustu. Fæst okkar höfðu notið barnaskóla við og viss-
um harla fátt, þess vegna varð presturinn að grípa sina fræðslulist úr lausu
lofti til að vekja skilning okkar — á nauðsynlegum atriðum, enda gaf hann
okkur ýmsar siðfræðilegar formúlur kristindómsins til rannsóknar. Þeim
urðum við að svara og svara rétt. T. d. þjóðhöfðingjar, sem skipa þegnum
sínum út í stríð, segja venjulega: „f nafni Guðs og föðurlandsins verðið þið
að sigra.“ Svo spurði presturinn hvað væri mesta syndin í þessu. Auðvitað