Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2001, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2001, Blaðsíða 42
40 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2001 Stefán jóhann Sigurðsson: Bygging „Mafíunnar í Ólafsvík Með tilkomu mikilla fram- kvæmda í Olafsvíkurhöfn, sem hófust árið 1963, jókst áhugi og kraftur í útgerð, veiðum og vinnslu í Ólafsvík. Bátum fjölgaði og menn fóru að kaupa stærri báta. Framleiðsla sjávarafurða varð mjög mikil, einkum á saltfiski og urðu fyrir- Jafet Sigurðsson, kaupmaður. tækin með stærstu framleiðendum á landsmælikvarða. Við þessa aukningu var nauð- synlegt að bæta aðstöðu fyrir út- gerðina í landi, því þar vantaði til- finnanlega geymsluhúsnæði og vinnuaðstöðu til beitninga og netavinnu. Hreppsnefnd og hafnarnefnd, ásamt útgerðarmönnum tóku þá höndum saman og stofnuðu hlutafélagið Verbúðir og á vegum félagsins voru síðan byggðar 17 verbúðir, með fullkominni að- stöðu til beitninga og bjóða- Vigfus Vigfusson, kaupmaður og byggingameistari. geymslu á neðri hæð og veiðar- færageymslu á efri hæð Þetta framtak vakti mikla at- hygli, einkum hin mikla samstaða sem myndaðist heima fyrir og sú góða vinnuað- staða sem þarna var boðið upp á. Arið 1970 hófst umræða um nauðsyn þess að byggja húsnæði yfir aðila í verslun og iðnaði. Sú umræða leiddi til þess að hópur manna sameinaðist um byggingu á verslunar- og iðnaðarhúsi að Ólafsbraut 19. Sú framkvæmd leiddi svo til þess, að útgerðarmenn og fisk- verkendur f Ólafsvík keyptu byggingarréttinn á efri hæð verslunarhússins og stofnuðu hlutafélagið Sjóbúðir, sem hafði það hlutverk að byggja og annast rekstur á íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækja í Ólafsvík. Skömmu síðar réðust Sævar Stefán Jóhann Sigurðsson, trésmiður. Þórjónsson og Ágúst Sigurðsson í byggingu verslunar- og iðnaðar- húss að Ólafsbraut 55 í Ólafsvík. Bygging verslunar- og iðnaðarhúss að Ólafsbraut 19 Aðdragandi að byggingu húss- ins var sá, að 1970 hófst umræða um nauðsyn þess að byggja hús- næði yfir aðila í verslun og iðnaði í Ólafsvík. Umræða þessi átti sér stað með- al nokkurra félaga í Rótarýklúbbi Ólafsvíkur, sem tóku upp á því að sitja sem fastast eftir að fundum lauk í klúbbnum og þótti það heldur undarlegt og fór svo að einhver orðhagur maður kallaði þennan hóp “Mafíuna.” Þetta þótti ekki sérlega aðlaðandi nafn- gift í fyrstu, en þó fór svo, að nafnið festist við hópinn og síðar við aflivæmi þeirra, hið reisulega verslunar- og iðnaðarhús, og eftir Tómas Guðmundsson, rafvirkjameistari. að búið var að byggja hina mynd- arlegu hæð Sjóbúða ofan á neðri hæðina, kom það fyrir þegar spurt var eftir fólki sem bjó á Sjóbúð- um, að sagt væri “hann býr á Mafíunni.” Þessar viðræður urðu til þess, að eftirtaldir menn bundust samtök- um um að ráðast í byggingu hús- næðis fyrir aðila í verslun og iðn- aði: Tómas Guðmundsson raf- verktaki, Vigfús K. Vigfússon og Stefán Jóh. Sigurðsson Verslunin Vík, Jafet Sigurðsson matvöru- Lúðvík Þórarinsson, bakarameistari. verslun, Lúðvík Þórarinsson Brauðgerð Ólafsvíkur og Mart- einn Karlsson dekkjaviðgerðir. Sótt var um lóð nr. 19 við Ólafsbraut og hafist handa að láta teikna húsið, til þess var ráðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.