Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2001, Blaðsíða 42
40
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2001
Stefán jóhann Sigurðsson:
Bygging „Mafíunnar í Ólafsvík
Með tilkomu mikilla fram-
kvæmda í Olafsvíkurhöfn, sem
hófust árið 1963, jókst áhugi og
kraftur í útgerð, veiðum og
vinnslu í Ólafsvík.
Bátum fjölgaði og menn fóru að
kaupa stærri báta. Framleiðsla
sjávarafurða varð mjög mikil,
einkum á saltfiski og urðu fyrir-
Jafet Sigurðsson, kaupmaður.
tækin með stærstu framleiðendum
á landsmælikvarða.
Við þessa aukningu var nauð-
synlegt að bæta aðstöðu fyrir út-
gerðina í landi, því þar vantaði til-
finnanlega geymsluhúsnæði og
vinnuaðstöðu til beitninga og
netavinnu.
Hreppsnefnd og hafnarnefnd,
ásamt útgerðarmönnum tóku þá
höndum saman og stofnuðu
hlutafélagið Verbúðir og á vegum
félagsins voru síðan byggðar 17
verbúðir, með fullkominni að-
stöðu til beitninga og bjóða-
Vigfus Vigfusson, kaupmaður og
byggingameistari.
geymslu á neðri hæð og veiðar-
færageymslu á efri hæð
Þetta framtak vakti mikla at-
hygli, einkum hin mikla samstaða
sem myndaðist
heima fyrir og sú góða vinnuað-
staða sem þarna var boðið upp á.
Arið 1970 hófst umræða um
nauðsyn þess að byggja húsnæði
yfir aðila í verslun og iðnaði. Sú
umræða leiddi til þess að hópur
manna sameinaðist um byggingu
á verslunar- og iðnaðarhúsi að
Ólafsbraut 19.
Sú framkvæmd leiddi svo til
þess, að útgerðarmenn og fisk-
verkendur f Ólafsvík
keyptu byggingarréttinn á efri
hæð verslunarhússins og stofnuðu
hlutafélagið Sjóbúðir, sem hafði
það hlutverk að byggja og annast
rekstur á íbúðarhúsnæði fyrir
starfsfólk fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtækja í Ólafsvík.
Skömmu síðar réðust Sævar
Stefán Jóhann Sigurðsson, trésmiður.
Þórjónsson og Ágúst Sigurðsson í
byggingu verslunar- og iðnaðar-
húss að Ólafsbraut 55 í Ólafsvík.
Bygging verslunar-
og iðnaðarhúss
að Ólafsbraut 19
Aðdragandi að byggingu húss-
ins var sá, að 1970 hófst umræða
um nauðsyn þess að byggja hús-
næði yfir aðila í verslun og iðnaði
í Ólafsvík.
Umræða þessi átti sér stað með-
al nokkurra félaga í Rótarýklúbbi
Ólafsvíkur, sem tóku upp á því að
sitja sem fastast eftir að fundum
lauk í klúbbnum og þótti það
heldur undarlegt og fór svo að
einhver orðhagur maður kallaði
þennan hóp “Mafíuna.” Þetta
þótti ekki sérlega aðlaðandi nafn-
gift í fyrstu, en þó fór svo, að
nafnið festist við hópinn og síðar
við aflivæmi þeirra, hið reisulega
verslunar- og iðnaðarhús, og eftir
Tómas Guðmundsson,
rafvirkjameistari.
að búið var að byggja hina mynd-
arlegu hæð Sjóbúða ofan á neðri
hæðina, kom það fyrir þegar spurt
var eftir fólki sem bjó á Sjóbúð-
um, að sagt væri “hann býr á
Mafíunni.”
Þessar viðræður urðu til þess, að
eftirtaldir menn bundust samtök-
um um að ráðast í byggingu hús-
næðis fyrir aðila í verslun og iðn-
aði: Tómas Guðmundsson raf-
verktaki, Vigfús K. Vigfússon og
Stefán Jóh. Sigurðsson Verslunin
Vík, Jafet Sigurðsson matvöru-
Lúðvík Þórarinsson, bakarameistari.
verslun, Lúðvík Þórarinsson
Brauðgerð Ólafsvíkur og Mart-
einn Karlsson dekkjaviðgerðir.
Sótt var um lóð nr. 19 við
Ólafsbraut og hafist handa að láta
teikna húsið, til þess var ráðinn