Börn og menning - 2024, Blaðsíða 5

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 5
3 b&m hvert ár og er samstarfsverkefni Norræna hússins, Borgarbókasafnsins, Rithöfundasambands Íslands, SÍUNG, IBBY á Íslandi og Háskóla Íslands. Þema hátíðarinnar í ár var Á kafi út í mýri – eða sjórinn og neðansjávarheimurinn í barnabókum. Fjöldi er- lendra gesta flutti erindi og hátíðin vakti mikla at- hygli eins og endranær. Í lok nóvember fengu stjórnarliðar IBBY að kynna starf félagsins á Bókamessunni í Hörpu. Borðið okkar var staðsett við barnahornið og við nutum þess að hlusta á upplestra barnabókahöfunda og fá börn og foreldra þeirra að borðinu okkar til að snúa lukkuhjóli og fá að verðlaunum veggspjöld úr smiðju IBBY, eintök af bókinni Nesti og nýir skór, sælgætismola eða jólakort hönnuð af Ragnheiði Gestsdóttur eða Brian Pilkington. Það var því eftir miklu að slægjast! Við vonum að við fáum aftur að taka þátt í Bókamessunni í Hörpu á þennan hátt, enda fátt skemmtilegra en að fá að kynna félagið og hitta annað fólk sem hefur áhuga á barnabók- menntum. Handhafar Vorvinda 2023. Frá vinstri: Fulltrúi Kristínar Bjargar Sigurvinsdóttur rithöfundar, Vignir Ljósálfur Jónsson, bókasafnsfræðingur í Laugarnesskóla, Svakalega sögusmiðjan – verkefni Evu Rúnar Þorgeirsdóttur og Blævar Guðmundsdóttur og Elías Rúni, myndhöfundur. Í byrjun febrúar 2024 fór fram ráðstefna um stöðu bókarinnar í Veröld – húsi Vigdísar á vegum menn- ingar- og viðskiptaráðuneytisins. Helsta umfjöll- unar efni ráðstefnunnar var áhrif endurgreiðslukerfis- ins á bókaútgáfu. Árið 2019 gengu í gildi lög um sérstakan stuðning við útgáfu bóka. Markmið lag- anna var að styðja bókaútgefendur til útgáfu bóka á íslensku, frumsaminna og þýddra. Lögin gengu úr gildi 31. desember 2023. Formaður IBBY, Katrín Lilja Jónsdóttir, sat í pallborði í lok ráðstefnunnar og nefndi að gæta þyrfti sérstaklega að því að aukn- ing í fjölda barnabóka kæmi ekki niður á gæðunum. Þótt framleiðslukostnaður hefði lækkað gæfi það ekki tilefni til að slá af kröfunum. Einnig gagnrýndi hún skort á unglingabókum. Að öðru leyti hefur endurgreiðslan þótt mikilvæg innspýting í rekstur- inn sem hafi auðveldað rekstrarumhverfi fyrir bóka- útgefendur landsins. Í mars hvert ár hefur verið hefð fyrir því að halda Gerðubergsráðstefnuna, ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir, í Gerðubergi. IBBY á fulltrúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.