Börn og menning - 2024, Blaðsíða 6

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 6
4 b&m í skipulagsteymi ráðstefnunnar, sem er venjulega mjög vel sótt. Vegna endurbóta á húsnæði Gerðu- bergs hefur ráðstefnunni verið frestað fram á haust þetta árið. Fjórða apríl verður flutt frumsamin barnasaga á Rás 1 í tilefni af degi barnabókarinnar sem er 2. apríl. Sagan í ár heitir Fullkomnun og er eftir Hilmar Örn Óskarsson. Hilmar hefur skrifað fjölda barna- bóka, til dæmis Holupotvoríur alls staðar og Dred- fúlíur flýið! Einnig sendi hann frá sér unglingabók- ina Húsið í september. Íslensk börn eiga því von á góðu! Unnur María Sólmundardóttir, sem stendur að heimasíðunni Kennarinn.is, hannar námsefni í kringum söguna. Sögunni er jafnan vel tekið og nemendur og kennarar hafa notið þess að brjóta upp hversdagsleikann þennan fimmtudag í apríl. IBBY hefur ár hvert fengið barnabókahöfund til að semja smásögu í tilefni af degi barnabókarinnar og við erum stolt af að geta boðið börnum landsins upp á vandaðar og skemmtilegar sögur, með námsefni. Sagan í ár er bráðskemmtileg! Námsefnið verður aðgengilegt á heimasíðunni Kennarinn.is og sagan verður aðgengileg í spilara RÚV. IBBY hefur í samstarfi við Bókmenntaborgina gefið út veggspjald sem sent er á öll almennings- og skóla- bókasöfn á landinu. Íslenskur myndhöfundur er jafnan fenginn til að teikna og hanna veggspjaldið og í ár var Brian Pilkington fenginn til verksins. Á myndinni má sjá tröllafjölskyldu njóta bókar og yfir skrift myndarinnar er: Allir elska að lesa. Sem er alveg satt! Allir eða öll elska að lesa, líka tröll! Í vor verða Vorvindarnir haldnir hátíðlegir 26. maí. Vorvindarnir eru viðurkenning IBBY til ein- staklinga, hópa eða stofnana sem hafa lagt eitt- hvað gott fram til barnamenningar. Fyrri handhafar viðurkenningarinnar hafa verið myndhöfundar, barnabókahöfundar, bókaklúbbar, skólabókasafns- fræðingar og svo margt fleira. Það má leggja til barnamenningar á svo fjölbreyttan hátt. Vorvind- arnir eru nokkurs konar uppskeruhátíð samtakanna og hafa veisluhöldin langoftast verið í Gunnarshúsi. Nú munum við bregða út af vananum og verður viðurkenningin afhent á Borgarbókasafninu í Gróf- inni. Vonir standa til að það veki enn frekari athygli á starfi samtakanna. Að venju býður félagið upp á veitingar og spjall að lokinni afhendingu. Fyrir hönd stjórnar IBBY Katrín Lilja Jónsdóttir Formaður IBBY á Íslandi Myndhöfundur: Anna C. LeplarMyndhöfundur: Brian Pilkington Allir elska að lesa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.