Börn og menning - 2024, Blaðsíða 8

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 8
6 b&m Þó hangir sá vandi á framhaldinu að hún fylgir sama formi og undanfari hennar: frásögnin er snörp, at- burðarásin hröð og ekki gefst tóm til að kanna per- sónur ofan í kjölinn. Þetta hentaði fyrri bókinni og dulúð hennar ágætlega en í þeirri síðari situr lesandi uppi með þá hugmynd að bókin sé helst til stutt. Sagan fylgir Tinnu, sem hefur áður komist í hann krappan eftir bílslys úti á landi, en þar kynnist hún Dóru sem á eftir að verða kærasta hennar. Þannig vindur fyrri bókin upp á sig og bætir við hinsegin- vinkli sem ekki var fyrirséður og bætir töluverðu við söguna. Í framhaldinu er Tinna komin í nýjan skóla í nýju hverfi, því faðir hennar styðst við hjólastól í kjölfar slyssins og fjölskyldan hefur tekið sitthvað til endurskoðunar. Tinna á erfitt með að fóta sig á nýjum stað og kemur þar ýmislegt til: hún er hin- segin, hún þekkir nálega engan í skólanum nema bókavörðinn og trans stelpuna Karítas, og Dóra býr órafjarri söguhetjunni en er þó væntanleg í heim- sókn. Hinseginhatur í skugga draugagangs Í upphafi sögu virðist eldsvoði koma upp í skól- anum og þær vinkonur hörfa gegnum reykjarmökk út af bókasafninu og út, en á leiðinni niður stig- ann sér Tinna móta fyrir mannsmynd sem skelfir hana — af þessu er vel gerð kápumynd Elíasar Rúna sem einnig braut um bókina. Lesandi kynni hér að halda að sambærilegum þræði yrði fylgt og í fyrri bók, en draugasagan fellur í bakgrunn stærri vanda- mála — nefnilega hinseginhaturs innan veggja skól- ans. Löngu framliðinn húsvörðurinn verður þannig fljótt að aukaatriði, birtist raunar undir lok sögu sem einhvers konar deus ex machina þó að mér hafi fundist erfitt að finna tilganginn með því að yfirleitt hafa þennan draug með, því hið yfirnáttúrlega í sög- unni verður einhvern veginn yfirborðskennt. Nán- ast eins og það hafi þurft að vera draugur í fram- haldsbókinni vegna þess að það var draugur í þeirri fyrri, en ekki af neinni annarri ástæðu. Sannarlega ekki sögunnar sjálfrar vegna. Hinn söguþráðurinn er öllu áhugaverðari og hefði gjarnan mátt kafa dýpra í persónur, baksögu þeirra og í reynd allt samfélagið í skólanum til að koma honum betur til skila, þar sem umfjöllunarefni og boðskapur bókarinnar er mikilvægur. Á eftir dimmum skýjum hefði gjarnan mátt vera lengri, jafnvel tvöfalt lengri en hún er, til að segja þá sögu sem höfundur vill koma á framfæri. Annars eru gjörðir persóna lítt útskýrðar, persónurnar nokkurn veginn bara búkar með nöfn en ekki persónuleika, og draugurinn fígúra sem gerir ekki nema draga at- hygli lesanda frá hinu sem máli skiptir: hinsegin- þræði sögunnar og ofbeldishegðun vissra nemenda við skólann sem beinist gegn Tinnu og Karítas sér- staklega. Persóna Gumma hefði getað orðið töluvert áhugaverð þar sem hann er vissulega haldinn for- dómum gagnvart fyrrverandi vinkonu sinni Karítas, og hægt hefði verið að sýna lesendum á dýpri hátt hvernig tilfinningarnar togast á innra með honum, ástæður þess að hann er nógu grunsamlegur til að vera hafður fyrir rangri sök í fyrri hluta sögu og það hvernig hann snýr við blaðinu. Þetta myndi ég segja að sé meginljóðurinn á bókinni: allt það áhugaverða og bitastæða sem hefði verið hægt að kanna, en er ekki gert. Góð bók en vannýtt tækifæri Nú kann að virðast sem mér mislíki bókin þar sem ég hef einblínt á þætti sem mér þykja síðri, en stað- reyndin er sú að þetta er góð bók sem fjallar um mikilvæg málefni fyrir einmitt þann lesendahóp sem helst þarfnast þess. Ég mæli með þessari bók, hiklaust, við hvaða lesanda sem er. Það hryggir mig á hinn bóginn að eins mikilvæg og þessi góða bók er, þá hefði hún getað orðið töluvert betri af hálfu höfundar sem ég veit að er margt til lista lagt. Fyrri bók Elísabetar Thoroddsen var framúrskarandi góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.