Börn og menning - 2024, Blaðsíða 13

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 13
11 b&m HVER SKILUR norrænar BARNABÆKUR? Helga Ferdinandsdóttir Heimur okkar er að breytast og það þurfa barna- bókmenntirnar líka að gera ef þær eiga að ná til næstu kynslóða. Þarfir lesenda barnabóka hafa alltaf verið á skriði en allt bendir til þess að fram undan séu samfélagslegar breytingar á stærri skala en áður vegna margslunginna tækni- og umhverfisáhrifa. Þau málefni sem næstu kynslóðir standa frammi fyrir munu krefjast mikilla breytinga í átt að efna- hagslegri, umhverfislegi og félagslegri sjálfbærni. Þetta er óhjákvæmilegur hluti af hnattvæðingunni og nánari sambúð margra menningarheima. Ekkert bendir þó til annars en að barnabækur haldi mikil- vægi sínu – í hvaða formi sem þær munu birtast les- endum sínum. Tungumálaskilningi fer hrakandi Undirstaða norræna tungumála- og menningar- svæðisins er náin tengsl þjóðanna, og barnabókin hefur lengi verið einn af grunnþáttunum í menn- ingarsamskiptum Norðurlanda. Nú á dögum er enn mikilvægara en áður að norrænar barnabækur séu þýddar og gefnar út á hinum norrænu tungumál- unum, því að rannsóknir hafa sýnt að gagnkvæmum tungumálaskilningi fari hrakandi á Norðurlöndum (Skjold Frøshaug og Stende, 2021). Barnabækur geta farið víða í leit að lesendum, en barnabókaarfurinn er í eðli sínu alþjóðlegur og því opinn öllum sem áhuga hafa. Þó þarf að greiða bók- unum leið milli tungumála og á nýjar lesendalendur með þýðingum. Þetta er mikilvægt, ekki bara fyrir unga lesendur og höfunda sem gleðjast yfir hverri nýrri þýðingu, heldur einnig fyrir fræðin, því ef bækur eru ekki til í þýðingum eru þær ekki lesnar og rannsakaðar í norrænu samhengi. Selurinn Snorri eftir Norðmanninn Frithjof Sælen birtist fyrst á íslensku árið 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.