Börn og menning - 2024, Side 14

Börn og menning - 2024, Side 14
12 b&m Tungumál og fjölmenningarsamfélag á Norðurlöndum Ég lærði dönsku af Andrésblöðunum eins og aðrir krakkar á áttunda áratugnum og kunni ekki mörg orð í ensku. Ég var fljótlega farin að lesa bækur í dönskum þýðingum, en enskukunnáttan var ekki meiri en svo að ég man eftir því að hafa þurft að spyrja vinkonu hvað „monní“ þýddi þegar grínleik- urinn „Yes, money OK“ var fluttur á skólaskemmtun í 11 ára bekk. Í dag hefur þetta snúist við. Fáir ís- lenskir krakkar geta lesið sér til gagns á dönsku en langflestir hafa mikinn orðaforða á ensku. Kunnáttan til að eiga í samskiptum á dönsku, norsku og sænsku hefur löngum verið forsenda tengsla fólks á Norðurlöndum. Tungumálalandslagið er þó í stöðugri þróun og yngstu kynslóðirnar í þessum löndum hafa alist upp í umhverfi þar sem enska er órofa hluti af daglegu lífi. Það má segja að í dag sé menningarlegt forræði yfir norrænum börnum að mun stærri hluta en áður í höndum ensku málsvæð- anna. Við sem búum á jaðarmálsvæði finnum sérstaklega sterkt fyrir áhrifum ensku á málið sem menningin okkar hvílir í. Enska er alls staðar. Börn, og enn frekar unglingar, taka að miklu leyti við efni á sam- félagsmiðlum, interneti og sjónvarpi á ensku. Fyrir smáþjóðir er á brattann að sækja að halda örtungu- málum lifandi á nýmiðlum og í bókmenningu. Á sama hátt bregða íslensk ungmenni sjaldan fyrir sig skandinavísku málunum og halda sig frekar við ensku. Skemmtileg undantekning var þegar ungl- ingar á Íslandi fengu SKAM-æði og sýndu í kjöl- farið aukinn áhuga á norsku – eftir að sjónvarps- þættirnir vinsælu urðu aðgengilegir á Rúv með íslenskum texta. Könnun meðal ungmenna Árið 2021 voru birtar niðurstöður könnunar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem um tvö þúsund ungmenni frá norrænu löndunum á aldrinum 16–25 ára voru spurð um tungumála- kunnáttu sína og viðhorf til tungumála og menn- ingar (Skjold Frøshaug og Stende, 2021). Könnunin leiddi fyrst og fremst í ljós að skilningur ungs fólks á norrænum tungumálum er mjög mismunandi milli Norðurlandaþjóða. Stöðu mála á Íslandi er lýst þannig í skýrslunni: Á Íslandi telur minna en helmingur ungs fólks auðvelt að skilja skandinavísk tungu- mál. 45 prósent telja það eiga við um norsku, 37 prósent telja það um dönsku og 35 prósent telja það um sænsku. Á sama tíma svara sex af hverjum tíu að þeir tali og/eða skrifi á skandinavísku tungu- máli. Íslendingar læra dönsku sem erlent tungumál í skóla og 55 prósent gefa upp að þeir skrifi eða tali dönsku. Um leið telja 63 prósent ekki auðvelt að skilja dönsku. […] Af ungum Íslendingum telja einungis 45 prósent að skilningur á dönsku sé mikil- vægur liður í norrænu samfélagi. Úr Selnum Snorra.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.