Börn og menning - 2024, Page 17
15
b&m
Smám saman fækkar þeim sem stunda þýðingar
úr skandinavísku málunum og því verður það enn
tilviljanakenndara en áður hvaða norrænu barna-
bækur eru þýddar, og ræðst þá að hluta af áhuga-
sviði þýðendanna sjálfra.
Þó að mörgum þessara ensku þýðinga hafi verið vel
tekið og barnabókaútgáfa aukist margfalt á Íslandi
Tímabil íslenska
frummál danska norska sænska enska þýska ∑:
–1899 4 1 1 1 5 1 13
1900–1909 6 2 2 6 7 3 26
1910–1919 11 2 2 4 9 5 33
1920–1929 8 11 5 3 9 9 45
1930–1939 30 18 11 10 31 6 106
1940–1949 71 69 37 39 142 11 369
1950–1959 82 68 41 13 139 27 370
1960–1969 90 86 66 48 216 55 561
1970–1979 133 68 50 84 302 64 701
1980–1989 286 106 38 98 341 65 934
1990–1999 338 111 24 117 347 43 980
2000–2009 479 30 15 84 690 53 1351
2010–2019 764 16 23 64 747 39 1653
Alls: 2302 588 315 571 2985 381 7142
Barnabókaútgáfan í tölum
málum en þeim sem birtast í töflunni eru um 10%
af heildarútgáfunni, til dæmis er rétt að nefna að
fáeinar bækur voru þýddar úr finnsku og færeysku á
árunum 2010 til 2019.
Landslagið í þýðingum barnabóka hefur tekið tals-
verðum breytingum á þessum árum og það er eftir-
tektarvert hversu mikil breyting hefur orðið á vægi
einstakra málsvæða. Taflan sýnir okkur einnig að út-
komnum bókum hefur fjölgað jafnt og þétt um ára-
Ég tók saman upplýsingar um útgáfuna á árunum
2010–2019 í samskrá íslenskra bókasafna, en eldri
upplýsingar eru byggðar á töflu sem birtist í fyrr-
nefndri grein Martins Ringmar. Notast var við
sömu leitarorð og í rannsókn hans. Rannsókn mín
fór fram 2021 en rannsókn Martins 2015.
Þó að villur kunni að leynast í gögnunum gefa
rannsóknirnar ákveðna hugmynd um þróun í út-
gáfu þýðinga á Íslandi. Barnabækur á öðrum tungu-
á síðustu áratugum, þá hefur hlutfall þýddra nor-
rænna bóka (og bóka frá öðrum málsvæðum) farið
hratt minnkandi. Ágæt rannsókn Martins Ringmar
á þýðingum barnabóka á íslensku allt frá lokum
19. aldar sýndi þetta með skýrum hætti (Ringmar,
2015). Sú þróun sem þar er lýst hefur jafnvel orðið
hraðari í seinni tíð, eins og sést af rannsókn minni á
útgáfutölum barnabóka á Íslandi árin 2010 til 2019.