Börn og menning - 2024, Page 18
16
b&m
De afghanska sönerna eftir hina sænsku Elin Persson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021.
tuga skeið, og enn hraðar en áður frá aldamótum.
Mikil vöxtur hefur verið bæði í útgáfu frumsaminna
íslenskra barnabóka og þýðingum úr ensku, en þýð-
ingum úr öðrum málum fækkar hratt.
Hrun í dönskum þýðingum
Þýddar barnabækur koma nú fyrst og fremst frá
enskumælandi löndum, og á það við um 80%
þýðinga á árunum 2010–2019, en á sama tíma fer
þýðingum á barnabókum frá Norðurlöndum hratt
fækkandi. Hlutur Norðurlandamálanna var allt
fram að aldamótum um eða yfir þriðjungur þegar
kom að þýddum barnabókum, en aðeins um 10%
tveimur áratugum seinna. Athyglisvert er að mesti
samdrátturinn kemur fram í þýðingum úr dönsku,
en árin 2010, 2013 og 2014 komu engar danskar
barnabækur út á Íslandi. Á árunum 1990–1999
jók sænska hlutdeild sína og fór fram úr dönsku og
norsku í þýðingafjölda. Sænska varð þannig næst-
stærsta þýðingarmálið og hefur haldið þeirri stöðu.
Þegar heildin er skoðuð fækkar sænskum þýðingum
þó einnig mikið hlutfallslega á síðustu 30 árum, rétt
eins og þýðingum úr öðrum norrænum málum.
Þess ber þó að gæta að mikið er um endurútgáfu
á klassískum norrænum barnabókum, eins og þeim
um Línu Langsokk og Einar Áskel, sem ekki er
inni í þessum tölum. Það er umhugsunarefni í því
samhengi hve margar eldri þýðingar á bókum frá
Skandi navíu hafa náð að festa sig í sessi í barna-
menningunni á Íslandi og teljast enn til höfuðbók-
mennta okkar áratugum síðar.
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs
Ef skoðaðar eru þær bækur sem helst er haldið á lofti
á Norðurlöndum, til dæmis þær sem hljóta tilnefn-
ingu til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs, þá eru nær engar þeirra til í ís-
lenskri þýðingu – ekki einu sinni verðlaunabækurnar.
Af þeim bókum sem
hafa hlotið verð-
launin frá upphafi,
eða frá 2013, hafa
aðeins þrjár verið
gefnar út á íslensku
– tvær frá Noregi
og ein frá Færeyjum
– en tvær íslenskar
bækur hafa hlotið
verðlaunin, Sölva-
saga unglings eftir
Arnar Má Arngríms-
son og Eldgos eftir Rán Flygenring. Þróunin sem hér
hefur verið lýst nær því heilt yfir barnabókaflóruna,
og ekki einu sinni verðlaunabækur sem sérstaklega
er haldið á lofti í norrænu bókmenntasamfélagi eru
undanskildar henni.
Það er ekki aðeins vegna alþjóðlegra áhrifa ensk-
unnar sem svona er komið, né að norrænum barna-
bókmenntum hafi farið aftur, fjarri því, heldur er
það svo að þegar dregur úr tungumálakunnáttu í
Norðurlandamálunum á Íslandi dregur einnig al-
mennt úr menningarsamskiptum milli landanna, og
þeim tengingum sem áður voru sjálfkrafa til staðar.
Rán Flygenring.
Mynd: Sebastian Ziegler.