Börn og menning - 2024, Qupperneq 19
17
b&m
Norrænn barnabókasjóður
Á Norðurlöndum, líkt og annars staðar í heiminum,
er mikil eftirspurn eftir nýjum og fjölbreyttum
röddum í bókmenntum og það á einnig við um
bækur fyrir börn og ungmenni. Í því eru sannarlega
fólgin tækifæri. Því er mikilvægt að stjórnvöld slái
ekki slöku við í stuðningi sínum við útgáfu og þýð-
ingar barnabóka. Styrkir til þýðinga þyrftu að verða
mun hærri en þeir eru í dag og er það grundvallarat-
riði ef ritun og útgáfa á að geta blómstrað í framtíð-
inni. Ef settur væri á laggirnar sérstakur sjóður sem
tæki utan um þýðingar barnabóka úr norrænum
málum væri það stórt skref í átt að því að snúa við
þessari þróun og halda áfram sterkum menningar-
tengslum við Norðurlöndin.
Höfundur er bókmenntafræðingur og formaður
dómnefndar barna- og unglingabókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
Hluti greinarinnar hefur birst áður á sænsku.
Heimildir
A. Skjold Frøshaug og T. Stende, 2021, Er sameigin-
legur málskilningur á Norðurlöndum? Norræna ráðherra-
nefndin. Aðgengilegt á slóðinni https://norden.diva-por-
tal.org/smash/get/diva2:1535306/FULLTEXT01.pdf
Dagný Kristjánsdóttir, 2005, „Börn þurfa sögur og
sögur þurfa börn“; birtist í: Brynhildur Þórarinsdóttir og
Dagný Kristjánsdóttir (ritstj.) Í Guðrúnarhúsi – Greina-
safn um bækur Guðrúnar Helgadóttur. Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Íslands og Vaka Helgafell, Reykjavík.
M. Ringmar, 2015, „Plúpp fer til Íslands: 100 år av
svensk barnboksexport till sagoön“; birtist í: V. Alfvén,
H. Engel og C. Lindgren (ritstj.), Översättning för en ny
generation: nordisk barn- och ungdomslitteratur på export,
Högskolan Dalarna, bls. 19–26. Aðgengilegt á slóðinni
https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:820212/
FULLTEXT02.pdf
Silja Aðalsteinsdóttir, 1981, Íslenskar barnabækur 1780–
1979. Mál og menning, Reykjavík.
Silja Aðalsteinsdóttir, 1999, „Raddir barnabókanna, um
frásagnartækni í barnabókum“; birtist í: Silja Aðalsteins-
dóttir og Hildur Hermóðsdóttir (ritstj.) Raddir Barna-
bókanna. Mál og menning, Reykjavík.
De afghanska sönerna eftir hina sænsku Elin Persson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021.