Börn og menning - 2024, Page 25

Börn og menning - 2024, Page 25
23 b&m Þetta er heldur ekki eina kynjamisræmið hjá sögu- persónum Jansson sem kemur í ljós þegar rýnt er í íslenskar þýðingar, en annað dæmi er skuggaleg, dökkleit vera sem heldur til í Einmanafjöllum og lætur stundum sjá sig í Múmíndal. Hún er kven- kyns í frumtexta Jansson og kallast mårran á sænsku, en í þýðingum Steinunnar Briem og ýmissa annarra sem á eftir komu verður hún karlkyns og nefnist þá morri. Í tilfelli morrans er því ekki um að ræða frá- vik frá réttri þýðingu sem hefur löngu fest sig í sessi, líkt og þegar Tikkatú varð að Togga, heldur villu sem var til staðar frá upphafi. Í báðum tilvikum má þó ímynda sér að hvorki sé um tilviljun né mistök að ræða heldur hafi einhverjar ástæður búið að baki. Tryggð, val og málamiðlanir Undanfarinn áratug eða svo hafa vinsældir múm- ínálfanna færst í aukana hér á landi og má ef til vill tengja þá þróun auknum sýnileika persónanna fyrir tilstilli myndskreytts húsbúnaðar, fatnaðar og fleiri hluta, en einnig hefur það eflaust hjálpað til að við- halda vinsældunum að hinar upphaflegu þýðingar Steinunnar S. Briem á kaflabókum Jansson, sem höfðu verið endurútgefnar á tíunda áratugnum og kringum aldamótin, birtust í veglegri nýrri útgáfu í þremur stórum bindum 2018–2020. Um leið litu dagsins ljós nýjar þýðingar Þórdísar Gísladóttur á þeim sögum sem ekki höfðu birst áður á íslensku, Litlu álfarnir og flóðið mikla, Minningar múmín- pabba og Seint í nóvember. Önnur nýleg nýþýðing á upphaflegu verki Jansson er Hver vill hugga krílið?, myndabók í bundnu máli sem Forlagið gaf út árið 2019 í þýðingu Þórarins Eldjárn. Því hefur verið haldið fram að eitthvað týnist ávallt í þýðingu, eða að þýðing geti ekki haldið tryggð við frumtextann án þess að það kosti málamiðlanir af hálfu þýðanda gagnvart marktextanum – og öfugt. Í það minnsta er víst að þýðingum fylgir ávallt val. Það getur verið af einfaldara taginu, svo sem val á milli samheita, en einnig geta komið upp flóknari klemmur sem tengjast orðaleikjum eða menningar- mun. Hvort sem valið er einfalt eða snúið má segja að niðurstaða þess byggist að einhverju leyti á smekk og vilja þýðandans, auk fagþekkingar – og óneitan- lega er málamiðlun oft óumflýjanleg. Hvað sem öðru líður þarf þýðandinn jú alltaf að velja einhvern kost, og í því vali felst ákveðið vald. Sé þýðing vel heppnuð hugsa lesendur ekki endilega út í að um þýðingu sé að ræða. Hins vegar er það lík- legra til að vekja eftirtekt ef þýðing þykir óþjál, eða ef þeir lesendur sem þekkja frumtextann eða sögu- heim hans taka eftir einhverju sem virðist á skjön við þá þekkingu. Að þessu leyti mætti líkja bók- menntaþýðingum við aðlaganir bókmenntatexta á kvikmynda- eða leikhúsform – ferli sem kallar einnig á margs konar misflóknar ákvarðanir og val milli ólíkra leiða, og þar sem lokaafurðin er síðan mátuð við hugmyndir neytendanna um frumverkið. Stundum á þessi hugmyndamátun í huga lesenda sér ekki stað fyrr en löngu eftir útgáfu hins þýdda verks, eins og hefur líklega hent marga íslenska múmínálfa- Fyrsta Stórbókin um múmínálfana.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.