Börn og menning - 2024, Side 26

Börn og menning - 2024, Side 26
24 b&m unnendur sem komust fyrst að því á fullorðinsárum að morrinn er kvenkyns á frummálinu. Kynusli og skáldaleyfi Morran (eins og hún verður kölluð hér eftir) kemur fyrst fram í Pípuhatti galdrakarlsins, sem var þriðja bók Tove Jansson um múmínálfana en sú fyrsta til að koma út í íslenskri þýðingu, sem fyrr segir. Bækur Jansson hafa jafnan verið íslenskaðar beint úr frum- málinu, sem er finnlandssænska, og þar sem per- sónufornöfn eru yfirleitt grundvallaratriði í tungu- málakunnáttu – og persónufornöfn sænskunnar meira að segja mjög lík hinum íslensku – verður að teljast meira en sennilegt að rangkynjun morrunnar, sem og skyndileg umbreyting Tikkatú í Togga, hafi ekki stafað af vankunnáttu eða misskilningi heldur verið afleiðing meðvitaðs vals. Ef þýtt hefði verið úr finnsku væri kynuslinn ef til vill skiljanlegri, þar sem finnska hefur enga málfræðilega kyngreiningu. aukna hættu á að eitthvað tapist í þýðingu. Komið er inn á þýðingasögu íslenskra barnabókmennta í grein Helgu Ferdinandsdóttur, „Hver skilur nor- rænar barnabækur?“, annars staðar í þessu tölublaði. Þótt það verði ekki vitað með vissu er hugsanlegt að Steinunni Briem eða útgefanda hennar hafi ein- faldlega þótt karlkyn hæfa ógnvænlegu yfirbragði morrunnar betur eða vera meira sannfærandi á einhvern hátt. Svipaðar ástæður kunna að hafa búið að baki þegar hin strákslega Tikkatú varð að Togga í þýðingu Guðrúnar Gísladóttur. Þess má geta að Jansson byggði Tikkatú – Too-ticki á sænsku og Tuutikki á finnsku – á raunverulegri manneskju með nánast sama nafn: lífsförunauti sínum, finnsku grafík listakonunni og prófessornum Tuulikki Pie- tilä. Sú ákvörðun Steinunnar að víxla orðhlutum nafnsins fellur vel að íslenskri málhefð. „Tútikki“ eða „Tútikka“ hefði sett ú-hljóðið – helsta áherslu- hljóð nafnsins Too-ticki – á undan samhljóða, gert það styttra en ella og fært hljóðan nafnsins fjær upp- runanum. Þó að finnsk kvennöfn endi gjarnan á -i er það sjaldséð í íslensku og því rökrétt lausn að gefa „ticki“-hluta nafnsins hina hefðbundnu kvenkyns- endingu -a. Síðbúin en tímabær leiðrétting Þeir íslensku múmínþýðendur sem komið hafa á eftir Steinunni Briem hafa oftar en ekki fylgt hennar dæmi og kallað morruna morra. Þegar margra áratuga hefð hefur skapast fyrir nafni og kyni vel þekktrar persónu getur það enda virst nokkuð róttæk ákvörðun að koma því í uppnám, jafnvel þótt um yrði að ræða leiðréttingu á gamalli villu. Slík leiðrétting var þó gerð árið 2019 þegar Þórarinn Eldjárn þýddi myndabókina Hver vill hugga krílið, sem birtist fyrst á frummálinu 1960. Þó að hinir eiginlegu múmínálfar séu ekki persónur í bókinni koma ýmsir góðkunningjar úr Múmíndal við sögu, svo sem Snúður, Mímla, hemúllinn – og morran. Hugmyndir fólks um höfundarrétt og um tryggð þýðenda og útgefenda gagnvart höfundi eða frum- texta hafa ekki alltaf verið þær sömu og nú. Áður fyrr var til dæmis ekki óalgengt að sögur væru styttar í þýðingu ef slíkt þótti betur henta til út- gáfu, eða að þýðendur tækju sér skáldaleyfi. Einnig var algengara en nú að ekki væri þýtt úr frummál- inu heldur þriðja millitungumáli, sem skapað getur

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.