Börn og menning - 2024, Blaðsíða 27
25
b&m
Í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af útgáfunni seg-
ist Þórarinn hafa lagt mikið upp úr því að vera trúr
frumtextanum og talið þýðingarmikið að halda
bragarhættinum nákvæmlega eins og í frumtexta
með samsvarandi línulengd, atkvæðafjölda, brag-
liðum og rími. Að sama skapi þótti honum ótækt
annað en að hafa kyn morrunnar það sama og í upp-
runalegum texta Jansson og getur undirrituð tekið
undir þau orð hans að það sé jafnréttismál að hafa
morruna kvenkyns.
Valdalaus skúrkur og stráksleg kven-
persóna
Það getur kallast jafnréttismál í sjálfu sér að kven-
kyns persónur fái að spanna jafn fjölbreytt svið og
hinar karlkyns en oft hefur kvenverum verið snið-
inn þrengri stakkur en karlverum, í barnaefni sem
öðrum skáldskap. Morran er líklega sú persóna í
Múmíndal og nágrenni sem kemst næst því að vera
viðvarandi skúrkur (þó að þar megi líka finna fleiri
ógnvænlegar kvenpersónur, svo sem Kæluna miklu).
Kvenpersónur hafa vissulega fengið að vera skúrkar
gegnum tíðina, en kvenskúrkarnir hafa þó löngum
átt til að vera býsna einvíðir. Dæmi um slíkt eru
vondu stjúpurnar sem við þekkjum úr gömlum
ævin týrum, persónur sem ganga fyrir að því er virð-
ist hreinni illsku og mynda andstæðu við aðra ein-
víða persónugerð á hinum enda rófsins – hinar ljúfu
og góðu prinsessur.
Í meistararitgerð Kristínar Stellu L‘orange í þjóð-
fræði við félagsvísindasvið Háskóla Íslands frá árinu
2014 er fjallað um kynhlutverk sígildra ævintýra
með áherslu á Hans og Grétu. Þar er meðal annars
reifað hvernig sjá megi stjúpmóðurina og nornina
sem eina og sömu persónuna og hvernig ævintýri séu
háð tíðaranda og siðferðisgildum hvers tíma, sem
haft geti áhrif á kynhlutverkin – og það mætti vissu-
lega segja um fleiri bókmenntagreinar en ævintýri.
Að sögn Kristínar Stellu er talið að kvenhetjan hafi
einkum tekið breytingum þegar ævintýri færðust úr
munnmælum yfir í bókmenntahefðina. Þá hafi hún
hætt að vera úrræðagóð og sjálfstæð og orðið óvirk,
sem eins og Kristín Stella bendir á er birtingarmynd
sem við þekkjum vel í dag. (141)
Ennfremur nefnir Kristín þöggun sem eitt af ein-
kennum hinnar stöðluðu kvenhetju, þar sem valda-
leysi hennar geti meðal annars birst í málleysi. Þótt
© Tove Jansson (1965) Moomin Characters ™