Börn og menning - 2024, Page 28

Börn og menning - 2024, Page 28
26 b&m morran sé hvorki einvíð né beinlínis kvenhetja er hún þögul og – þrátt fyrir ugginn sem hún vekur – að miklu leyti valdalaus gagnvart eigin aðstæðum. Hún hefst við í kulda og myrkri en þráir ljós og hlýju. Til að svala þeirri þrá yrði hún að nálgast aðrar verur, jafnvel verða hluti af einhvers konar samfélagi, en það kann hún ekki og er því hafnað af öllum sem hún mætir. Tilvist morrunnar á jaðri múmíndalsins – og þar með hins siðmenntaða heims sem sögupersónurnar þekkja – rímar sömuleiðis vel við þekkt sjónarmið sem einnig er reifað í ritgerð Kristínar Stellu, að í sögulegu samhengi hafi konur löngum verið tengdar náttúrunni og hinu líkam- lega á meðan karlar hafi verið tengdir við hið and- lega og standi þar með nær siðmenningunni. Einnig má segja að morran sé andstæða múmínmömmu, sem stöðugt nærir aðrar persónur bókanna – bæði bókstaflega og með þeirri hlýju og samkennd sem einkennir hana. Að því leyti er múmínmamma öllu dæmigerðari kvenpersóna en morran í sinni kulda- legu einangrun. Tikkatú er sömuleiðis óhefðbundin kvenpersóna, sé miðað við það sem tíðkaðist á útgáfutíma bókanna og langt fram eftir síðustu öld – stutthærð og stráks- leg í fasi og býr ein í vita. Hún birtist fyrst í bókinni Vetrarundur í Múmíndal og hjálpar þar múmínsnáð- anum að fóta sig í frosti og snjó þegar hann vaknar óvænt úr dvala um miðjan vetur. Þannig er Tikka- tú í nánum tengslum við náttúruna, en þó með öðrum hætti en morran enda nær hún ólíkt henni að mynda tengsl við aðrar persónur bókanna. Á undan eigin samtíð Umbreyting Tikkatú í Togga kom tiltölulega seint inn í þýðingasögu múmínálfanna, birtist aðeins í stuttri myndabók eftir því sem greinarhöfundur kemst næst og varð því að lítt áberandi fráviki sem ekki dró dilk á eftir sér. Morran af röngu kyni var hins vegar orðin rótgróin í persónugalleríi Múmín- dalsins og nágrennis þegar kom að hinni síðbúnu leiðréttingu og ekki ólíklegt að rangkynjun um langt skeið hafi haft áhrif á upplifun lesenda af henni. Stutt netleit leiðir í ljós að nafnið Morri hefur verið gefið bæði íslenskum hestum og fjárhundum og má velta því fyrir sér hvort Morra hefði einnig orðið gæludýranafn, hefði það festst í sessi frá upphafi © Tove Jansson (1962) Moomin Characters ™

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.