Börn og menning - 2024, Page 29
27
b&m
Heimildir
Kristín Heiða Kristinsdóttir, 2019, „Jafnréttismál að
morran sé kvenkyns“; birtist í: Morgunblaðið 18. maí
2019.
Kristín Stella L‘orange, 2014, „Hún var mjög hlátur-
gjörn. Kven- og karlhetjur í ævintýrinu Hans og Grétu“;
birtist í: Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum,
Félags- og mannvísindadeild. Aðgengilegt á slóðinni
http://hdl.handle.net/1946/19988
Sigurður Haukur Guðjónsson, 1968, „Sigurður Haukur
Guðjónsson skrifar um barna- og unglingabækur“; birtist
í: Tíminn 12. desember 1968.
(nú, eða orðið að pönkhljómsveitarnafni eins og
Kælan mikla).
Þýðandi sem leiðréttir gamla villu í verki úr þekktum
söguheimi getur gert ráð fyrir þeim möguleika að
tryggir lesendur telji villuna einfaldlega liggja í nýju
þýðingunni og hugsanlegt er að einhver hafi flett
Hver vill hugga krílið? og furðað sig á morrunni.
Á hinn bóginn stuðlar leiðrétting Þórarins líka að
aukinni þekkingu á höfundarverki Tove Jansson hér
á landi og gerir það hugsanlega að auðveldara vali
fyrir múmínþýðendur framtíðarinnar að hafa kynið
það sama og í frumtexta.
Morran, Tikkatú og félagar eru nú komin um sjö-
tugt en vinsældir þeirra eru stöðugar, bækur Jansson
löngu orðnar sígildar og lesendur geta enn speglað
sig í persónunum. Þó að við höfum ekki náð enda-
punkti í jafnréttisbaráttunni frekar en ýmsum
öðrum réttlætisglímum mannkyns erum við í það
minnsta móttækilegri í dag fyrir kvenpersónum
barnabókmennta sem hafa ef til vill verið á undan
sinni samtíð og þannig virst of framandi frá sjónar-
horni þýðenda og útgefenda síðustu aldar.
Höfundur er finnskufræðingur, þýðandi og ritstjóri.
Ljósmynd af höfundi tók Sunna Ben.