Börn og menning - 2024, Page 31
29
b&m
ÞEGAR MÖRGÆSIRNAR
lærdu ad lesa
Barnabækur eru dásamlegar og þar getur allt gerst:
dýr tala, fólk skiptir um ham, börn temja dreka og
prinsessur sofa í hundrað ár án þess einu sinni að
rumska til að skreppa á klósettið. Í myndabókinni
Einu sinni var mörgæs finnur mörgæsin Magni tor-
kennilegan grip, kennir sjálfum sér að lesa, leggur
í langferð með öðrum mörgæsum, hittir glaðvak-
andi prinsessu, kynnist undraheimi bókasafna og
snýr heim með bókasafnsskírteini upp á vasann (eða
þannig). Sagan og myndirnar eru eftir Mögdu Brol
og bókin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur-
borgar 2023 sem besta þýdda barnabókin. Í um-
sögn sinni sagði dómnefndin m.a.: „Í Einu sinni var
mörgæs nær Magda Brol að fanga þá staðreynd að
skáldskapurinn flytur fjöll […] Boðskapur textans
er slíkur að hann vekur upp hlýju í hjarta bókaunn-
enda þvert á aldur“, og eru það orð að sönnu. Þótt
verðlaunin hafi verið veitt áður en PISA-umræðan
mikla brast á var einkar vel til fundið að verðlauna
EINU SINNI VAR MÖRGÆS
Texti og myndir: Magda Brol
Íslensk þýðing: Baldvin Ottó Guðjónsson
Grafísk vinna á ísl. texta: Davíð Gunnarsson
Útgefandi: Kvistur bókaútgáfa 2022
Magnea J. Matthíasdóttir BÓKARÝNI