Börn og menning - 2024, Blaðsíða 33

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 33
31 b&m and flippy flappy in the middle en verður á íslensku stór, rauður og blaktandi-flaktandi í miðjunni. (Þarna hefur þýðandinn að vísu fórnað móðurmál- inu fyrir rím eða hugsanlega ruglað saman sögn- unum að flaksa og að flökta, því orðabókin segir okkur að „flakta“ sé nafnorð og merki „einstök ær, rolla“ en vill ekki kannast við orðið sem sögn. Hvað um það, þetta virkar alveg.) Þýðingarlausnir Bald- vins eru býsna hefðbundnar og sú snjallasta líklega að breyta Aron Library – sem mörgæsirnar halda að vísi til persónu – í borgar-bókasafn. Á ferðum sínum um fjöll og skóga hrópa þær hástöfum á Borgar, því þær þekkja auðvitað ekki manneskjuna sem þær leita að í von um fleiri bækur. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga frá- bæra barna- og unglingabókahöfunda og ekki síðri myndhöfunda, en stundum þurfum við að horfast í augu við að vera ekki milljónaþjóð. Sólarhringur- inn er hreinlega ekki nógu langur til að höfundarnir okkar anni því að semja nægilega margar bækur á ári til að öll börn finni lestrarefni sem höfðar til þeirra. Við höfum gjarnan fyllt í eyðurnar með þýddum bókum en þyrftum að gera ennþá meira af því – og vanda til verksins! Yfirvöld ættu kannski að strjúka af sér krókódílatárin vegna slæmrar útkomu á PISA- prófum og styrkja sómasamlega útgáfu góðra frum- saminna og þýddra bóka af öllu tagi fyrir börn og unglinga en ekki síður bókasöfnin, jafnt í skólum sem almenningsbókasöfn, svo að þau geti endur- nýjað bókakostinn reglulega. Kannski ætti einhver að færa menntamálaráðherra (eða hvað sem hún nú titlar sig núna) eintak af Einu sinni var mörgæs til að minna hana á mikilvægi bókasafna. Þau eiga svo sannarlega sinn þátt í því að auka læsi – að maður tali nú ekki um ást á bókum. Höfundur er skáld, þýðandi og þýðingafræðingur. Einu sinni var mörgæs © Magda Brol
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.